Opin vísindi

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda – bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda – bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum


Titill: Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda – bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum
Aðrir titlar: Environment and activities of Audit Committees. Background of committee members and trust in financial information
Höfundur: Guðbjartsson, Einar
Snorrason, Jón Snorri
Útgáfa: 2017-06-30
Tungumál: Íslenska
Umfang: 25-42
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Háskólinn á Bifröst
Bifröst University
Svið: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Deild: Viðskiptafræðideild (HÍ)
Faculty of Business Administration (UI)
Viðskiptadeild (HB)
Department of Business (BU)
Birtist í: Tímarit um viðskipti og efnahagsmál;14(1)
ISSN: 1670-4444
1670-4851 (eISSN)
DOI: 10.24122/tve.a.2017.14.1.2
Efnisorð: Reikningsskil; Endurskoðun; Nefndarstörf; Tilskipanir Evrópusambandsins
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/642

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Einar Guðbjartsson og Jón Snorri Snorrason. (2017). Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda – bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 14(1), 25-42.

Útdráttur:

 
Markmið þessarar greinar er að greina frá hluta niðurstaðna rannsóknar á umhverfi og starfsháttum endurskoðunarnefnda, nánar tiltekið bakgrunni nefndarmanna, áherslum þeirra og mati á trausti og gagnsæi fjárhagsupplýsinga. Bornar eru saman niðurstöður tveggja kannana höfunda á efninu, annars vegar frá árinu 2012 og hins vegar frá árinu 2016. Í lögum nr. 3/2006 um ársreikninga eru gerðar kröfur um að tilteknir lögaðilar, einingar tengdar almannahagsmunum, skv. lögum nr. 79/2008 um endurskoðendur, setji á stofn endurskoðunarnefnd. Tilgangur endurskoðunarnefnda er að tryggja gæði og áreiðanleika fjárhagsskýrslna og fjárhagsupplýsinga, hvort sem um er að ræða skýrslur til stjórnenda félagsins eða til hagsmunaaðila utan félagsins. Í sömu lögum er kveðið á um að stjórn skipi nefndarmenn í endurskoðunarnefnd. Í greininni verður m.a. reynt að varpa ljósi á bakgrunn nefndarmanna og afstöðu þeirra til þess hvort traust á fjárhagsupplýsingum hafi aukist eða ekki. Gerðar voru tvær kannanir meðal stærstu fyrirtækja og stofnana landsins (sem falla undir skilgreininguna einingar tengdar almannahagsmunum) 2012 og 2016. Samanburður á niðurstöðum þessara kannana bendir til þess að breytingar hafi átt sér stað á vissum þáttum. Niðurstöðurnar varpa ljósi á aðstæður og umgjörð endurskoðunarnefnda sem kunna að leiða til breytinga t.d. á löggjöf. Þetta er fyrsta rannsóknin þar sem tvær kannanir á umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda, sem framkvæmdar voru með nokkurra ára millibili, eru bornar saman.
 
The aim of this paper is to report partial results of a study on the environment and practices of audit committees in Iceland. The findings of two surveys, one from 2012 and the other from 2016, are compared. The paper identifies, among other things, education of committee members, reliance on financial informatin and the emphasis of audit committees. In the Annual Accounts Act, no. 3/2006, it is required for certain legal entities, public interest entities, according to the Act of Auditors, no. 79/2008, to establish an Audit Committee. The purpose of the audit committee is to ensure the high quality and high reliability of financial reporting and financial information. It does not matter whether the reports are for the administrators of the entity or the stakeholders outside the entity. The Annual Accounts Act, no. 3/2006, provides that the board constitute an audit committee. The aim of this paper is to disclosure partition of gender, education of members and changes in trust regarding financial reports according to audit committee’s members. The surveys were done among the leading companies and institutions of Iceland (which fall within the definition of “public interest entities”). The overall view is how audit committee´s issues are handled. This is the first study of its kind, which specifically look at committees in Iceland.
 

Leyfi:

Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: