Opin vísindi

„Veggurinn er alltaf til staðar“: Upplifun háskólamenntaðra innflytjenda af samskiptum og samningsstöðu gagnvart vinnuveitendum

„Veggurinn er alltaf til staðar“: Upplifun háskólamenntaðra innflytjenda af samskiptum og samningsstöðu gagnvart vinnuveitendum


Title: „Veggurinn er alltaf til staðar“: Upplifun háskólamenntaðra innflytjenda af samskiptum og samningsstöðu gagnvart vinnuveitendum
Author: Christiansen, Thora   orcid.org/0000-0002-8060-0676
Kristjánsdóttir, Erla S.
Date: 2016-09-29
Language: Icelandic
Scope: 5-22
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Department: Viðskiptafræðideild (HÍ)
Faculty of Business Administration (UI)
Series: Íslenska þjóðfélagið;7(1)
ISSN: 1670-875X
1670-8768 (eISSN)
Subject: Innflytjendur; Samskipti; Samningar; Íslenska sem annað mál; Vinnuveitendur; Mismunun; Fordómar; Tengslanet; Immigrants; Commuication; Negotiation; Icelandic; Discirimination; Prejudice; Exclusion; Network
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/906

Show full item record

Abstract:

 
Markmið þessarar rannsóknar var að veita innsýn í og skilja hvernig háskólamenntaðir innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði upplifa samningsstöðu sína og samskipti við vinnuveitanda sinn. Tekin voru tólf viðtöl við háskólamenntaða innflytjendur, níu konur og þrjá karla á aldrinum 32-48 ára, sem hafa búið á Íslandi í 2 til 14 ár. Meirihluti þátttakenda hafði töluverða starfsreynslu í heimalandi sínu og nokkrir höfðu unnið og búið í löndum utan heimalands síns áður en þeir fluttu til Íslands. Helstu niðurstöður voru þær að viðmælendurnir upplifðu að samingsstaða þeirra væri veik því skortur á færni í íslensku takmarkaði starfsmöguleika þeirra og aðgengi að tengslaneti og félagsauði. Einnig upplifðu þeir að þeir væru sífellt að rekast á vegg þegar þeir leituðu réttar síns og að það að vera útlendingur væri um margt smánarblettur sem kæmi í veg fyrir að þeir yrðu fullgildir meðlimir í tengslanetinu og að framlag þeirra og menntun yrði metin að verðleikum. Þar að auki upplifðu innflytjendurnir að þeir þyrftu sífellt að vera að sanna sig í starfi þar sem vinnuveitandinn vantreysti þeim og gerði lítið úr hæfni þeirra. Að lokum fannst þeim að þeir þyrftu að sýna þakklæti fyrir að vera starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði, sem enn fremur gerir lítið úr framlagi, þekkingu, reynslu og menntun innflytjendanna.
 
The objective of this research was to provide an insight into and understanding of the lived experience of immigrants with a university degree working in the Icelandic labor market, focusing on their communication and negotiation position vis-à-vis their employer. Twelve interviews were conducted with immigrants with university degree, nine female and three male from 32-48 years old, who have lived in Iceland from 2-14 years. The majority of the interviewees had considerable work experience in their native country and a few had lived and worked in other countries as well before they moved to Iceland. The main results indicate that the interviewees experience a weak negotiating position because their lack of Icelandic language skills limits their job opportunities and access to a network and social capital. They experienced exclusion from their coworkers and that being a foreigner carried a stigma that prevented them from being accepted members in the network and also prevented that their contribution and education would be accepted. In addition, the immigrants felt that they constantly needed to prove themselves because their employer distrusted them and devalued their skills. Finally, they felt that they were required to be thankful for being employed in the Icelandic labor market, belittling their contribution, knowledge, experience and education.
 

Description:

Publisher's version (útgefin grein)

Rights:

Höfundar eiga höfundarétt að greinum sínum en þær birtast samkvæmt skilmálum um opinn aðgang (Creative Commons, creativecommons.org).

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)