Opin vísindi

Sköpunarsmiðjur í menntun ungra barna: Reynsla og viðhorf starfsfólks skóla, safna og sköpunarsmiðja

Sköpunarsmiðjur í menntun ungra barna: Reynsla og viðhorf starfsfólks skóla, safna og sköpunarsmiðja


Title: Sköpunarsmiðjur í menntun ungra barna: Reynsla og viðhorf starfsfólks skóla, safna og sköpunarsmiðja
Author: Jakobsdóttir, Sólveig   orcid.org/0000-0002-4205-0888
Dýrfjörð, Kristín   orcid.org/0000-0003-1559-713X
Kjartansdóttir, Skúlína Hlíf   orcid.org/0000-0001-6817-5462
Jónsdóttir, Svanborg R
Pétursdóttir, Svava   orcid.org/0000-0002-1206-8745
Date: 2019-11-18
Language: Icelandic
Scope: 1-24
University/Institute: Háskólinn á Akureyri
University of Akureyri
Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Hug- og félagsvísindasvið (HA)
School of Humanities and Social Sciences (UA)
Menntavísindasvið (HÍ)
School of Education (UI)
Department: Kennaradeild (HA)
Faculty of Education (UA)
Series: Netla;
ISSN: 1670-0244
DOI: 10.24270/serritnetla.2019.41
Subject: Sköpunarsmiðjur; Börn; Menntun; Læsi; Tækni; Makerspaces; Children; Education; Literacy; Technology
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2410

Show full item record

Citation:

Sólveig Jakobsdóttir, Kristín Dýrfjörð, Skúlína H. Kjartansdóttir, Svanborg R. Jónsdóttir og Svava Pétursdóttir. (2019). Sköpunarsmiðjur í menntun ungra barna: Reynsla og viðhorf starfsfólks skóla, safna og sköpunarsmiðja Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. http://netla.hi.is/serrit/2019/menntun_barna_leik_grunn/09.pdf

Abstract:

Í þessari grein er fjallað um þekkingu, reynslu og viðhorf til sköpunarsmiðja (e. makerspaces) meðal kennara ungra barna (3-8 ára) í leik- og grunnskólum, fagfólks á söfnum og í sköpunarsmiðjum. Upplýsingum var safnað með rafrænni könnun í tengslum við Evrópuverkefnið MakEY (e. Makerspaces in the early years: Enhancing digital literacy and creativity)1 sem er samstarfsverkefni fjölmargra háskóla og stofnana innan Evrópu og utan. Nokkrar íslenskar stofnanir tóku þátt í verkefninu.2 Gögnum var safnað meðal áðurnefndra hópa sumarið 2017 (n=254).3 Í ljós kom að minnihluti kennara (17%) en meirihluti safnafólks (72%) hafði áður heyrt um hugtakið. Um 28% safnafólks hafði reynslu af að nota slík rými og 13% höfðu skipulagt sköpunarsmiðjur en sambærilegar tölur hjá kennurum voru eingöngu 15 og 7%. Um helmingur kennara og safnafólks taldi gott aðgengi á sínum vinnustöðum varðandi vélbúnað til að búa til stafrænar afurðir. Álíka algengt var að hentug rými væru til staðar hjá kennurum og rúmur þriðjungur safnafólks sagði gott aðgengi að forritunarbúnaði. Aðgangur að verkfærasettum sem hentuðu í samþættum verkefnum var til staðar hjá mun færri og aðgangur að þrívíddarprenturum eða geislaskerum var fátíður. Áhugi var hjá stórum hluta safnafólks og kennara á þjálfun eða námskeiðum í tengslum við sköpunarsmiðjur og meirihluti svarenda (73% kennara og 60% safnafólks) taldi sköpunarsmiðjur samrýmast vel sýn sinni á nám og kennslu. Sköpunarsmiðjur geta gegnt lykilhlutverki í mótun menntunar á Íslandi í því tæknilega landslagi sem er í stöðugri þróun, þar sem stafrænt læsi, „germenning“ (e. makerculture) og forritunarhæfni leika aðalhlutverk ásamt faglegri starfsþróun þeirra sem mennta börn og styðja við nám þeirra og þroska. MakEY verkefnið og fræðilegt framlag þess er mikilvægt innlegg þar sem leitast er við að skoða stöðuna á byrjunarreit.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)