Opin vísindi

Sköpun í stafrænum heimi: Sjónarmið myndmenntakennara

Sköpun í stafrænum heimi: Sjónarmið myndmenntakennara


Title: Sköpun í stafrænum heimi: Sjónarmið myndmenntakennara
Author: Ólafsdóttir, Sigríður
Thorkelsdóttir, Rannveig Björk   orcid.org/0000-0002-1623-8297
Ólafsdóttir, Hanna
Date: 2018-12-19
Scope: 16 s.
University/Institute: Háskóli Íslands (HÍ)
University of Iceland (UI)
School: Menntavísindasvið (HÍ)
School of Education (UI)
Series: Netla - veftímarit um uppeldi og menntun;
ISSN: 1670-0244
DOI: 10.24270/netla.2018.12
Subject: Listkennsla; Myndlistarkennsla; Sköpunargáfa; Snjalltæki
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/1710

Show full item record

Citation:

Sigríður Ólafsdóttir, Rannveig Björk Þorkelsdóttir og Hanna Ólafsdóttir. (2018). Sköpun í stafrænum heimi: Sjónarmið myndmenntakennara. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun

Abstract:

Markmið rannsóknarinnar var að kanna notkun snjalltækja í listgreinum. Í ljósi aukinnar notkunar snjalltækja í skólastarfi og mikilvægis skapandi hugsunar er leitast við að kanna hvernig slík tæki eru notuð í myndmenntakennslu. Jafnframt er markmiðið að kanna notkunarmöguleika tækninnar í myndmennt og tækifæri til sköpunar. Í rannsókninni var notuð eigindleg rannsóknaraðferð og tekin hálfopin viðtöl við fjóra myndmenntakennara og einn margmiðlunarkennara sem starfa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangurinn var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er tilgangurinn með notkun snjalltækja í myndmennt, hvernig nota kennarar tækin í kennslu og hver eru tækifærin til sköpunar? Í þessari grein eru skoðuð viðhorf kennara til tækninnar og snjalltæki sem verkfæri skoðuð. Niðurstöður leiddu í ljós að snjalltæki eru notuð sem tiltekin verkfæri í myndmenntakennslu en þau nýtast nemendum við upplýsingaleit, hugmyndavinnu og efnisleit. Notkun snjalltækja kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundnar aðferðir í myndmennt heldur er meginhlutverk þeirra að styðja vinnuferli og verkefni nemenda. Þrátt fyrir takmarkaða notkun snjalltækja í myndmennt og ólík viðhorf kennara til notkunar tækninnar í greininni gefa niðurstöður til kynna að upplýsingatækni og gagnvirkir miðlar geti eflt skapandi hugsun nemenda. Færni nemenda til sköpunar og þekking þeirra á tækninni gegnir þar stóru hlutverki. Í myndmennt geta skapast tækifæri fyrir kennara til að breyta kennsluháttum sínum með því að nýta snjalltæki á virkan hátt við ný verkefni sem annars væru óframkvæmanleg. Þannig getur tæknin bæði nýst til að breyta nálgun og stutt hefðbundnar aðferðir.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)