Opin vísindi er varðveislusafn vísindaefnis og doktorsritgerða í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.

Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.

Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.

Efnisflokkar

Síðast bætt við

  • Thorkelsdóttir, Rannveig Björk; Jónsdóttir, Jóna Guðrún (2024)
    ActGreenStory (AGS) verkefnið (Að vera grænn í orði og verki með stafrænum frásögnum) er Erasmus+ verkefni sem stefnir að því að veita nemendum lykilfærni til að taka afstöðu gegn loftslagsbreytingum. Markmið þess er að breyta hugsun nemenda svo þeir ...
  • Thorkelsdóttir, Rannveig Björk; Jónsdóttir, Jóna Guðrún (2024)
    Verkefnið miðar að því að breyta viðhorfum nemenda og hvetja þá til að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsvandanum í sínum eigin samfélögum og mynda tengsl við skóla erlendis. Með sameiginlegu átaki geta nemendur þannig haft áhrif á sviði ...
  • Rose, Jonathan A; Steele, Mark P; Kosak Lopez, Esteban J; Axelsson, Gísli Þór; Galecio Chao, Andrea G; Waich, Alan; Regan, Katie; Gulati, Swati; Maeda, Anthony H; Sultana, Sharmin; Cutting, Claire; Tukpah, Ann-Marcia C; Synn, Andrew J; Rice, Mary B; Goldberg, Hilary J; Lee, Joyce S; Lynch, David A; Putman, Rachel K; Hatabu, Hiroto; Raby, Benjamin A; Schwartz, David A; Rosas, Ivan O; Hunninghake, Gary M (2025-01-30)
    RATIONALE: First-degree relatives of patients with pulmonary fibrosis (relatives) are at high risk for interstitial lung abnormalities (ILA), highlighting the need for biomarkers for risk prediction. We aimed to identify blood proteins associated with ...
  • Sigurdardottir, Sigridur; Pitkänen, Henna; Korkalainen, Henri; Kainulainen, Samu; Serwatko, Marta; Ólafsdóttir, Kristín Anna; Sigurðardóttir, Sigurveig Þ; Clausen, Michael Valur; Somaskandhan, Pranavan; Stražišar, Barbara G; Leppänen, Timo; Arnardóttir, Erna Sif (2025-02-13)
    Polysomnography is the only internationally recognized method to diagnose paediatric obstructive sleep apnea, thus, simpler and more cost-effective diagnostic tools are urgently needed. This study aimed to validate the manual scoring of frontal ...

meira