Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er þjóðbókasafn Íslands og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið safnar öllum íslenskum gögnum, varðveitir þau, skráir og flokkar. Safnið sinnir þjónustu við kennslu og rannsóknarstarfsemi Háskóla Íslands og heldur uppi bókasafns- og upplýsingaþjónustu í þágu atvinnuvega, stjórnsýslu og rannsókna á Íslandi
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn styður opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum og vinnur markvisst að því að vísindalegt efni verði sem víðast aðgengilegt, ekki síst niðurstöður rannsókna sem unnar eru fyrir opinbert fé.