Þessi vefur er rafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar, doktorsritgerðir og efni sem birtist í opnum aðgangi á vegum Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna sem unnar eru við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að útgefnu vísindaefni íslensks rannsóknasamfélags um ókomna tíð. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og þannig geta sem flestir notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer á landinu.

Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.

Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.

Efnisflokkar

Síðast bætt við

  • Ingþórsson, Ágúst Hjörtur (University of Iceland, School of Social Sciences, Faculty of Political Sciences, 2024-10)
    Rannsóknin fjallar um opinbera stefnumótun á Íslandi í byrjun 21. aldar. Sjónum er beint að vísinda- og tæknistefnu Íslands frá því að stofnað var til Vísinda- og tækniráðs árið 2003 og þar til það var lagt niður árið 2023. Ráðinu var ætlað að bæta ...
  • Reynisdottir, Tinna (University of Iceland, School of Health Sciences, Faculty of Medicine, 2026-09-16)
    Wiedemann-Steiner heilkenni (WDSTS) er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem veldur greindarskerðingu sem enn reynist ólæknandi og lítið er vitað um sjúkdómsmyndun þess. Orsakir WDSTS eru arfblendnar stökkbreytingar í geni sem táknar fyrir ensíminu ...
  • European Federation of Clinical Chemistry and Laboratory Medicine Task Group on Chronic Kidney Disease (EFLM TG-CKD) (2024-10)
    International consensus supports the development of standardized protocols for measured glomerular filtration rate (mGFR) to facilitate the integration of mGFR testing in both clinical and research settings. To this end, the European Kidney Function ...
  • Emilsson, Össur Ingi; Johansson, Henrik; Johannessen, Ane; Janson, Christer; Palm, Andreas; Franklin, Karl A.; Oudin, Anna; Real, Francisco Gómez; Holm, Mathias; Gíslason, Þórarinn; Lindberg, Eva; Jõgi, Rain; Schlünssen, Vivi; Callejas-González, Francisco Javier; Zhang, Jingwen; Malinovschi, Andrei; Svanes, Cecilie; Ekström, Magnus (2024-08-05)
    Aim Heritability of cough has not yet been studied. We aimed to evaluate if individuals with cough are more likely to have offspring who develop cough, and if these associations differ by type of cough (productive/nonproductive). Methods The RHINESSA ...
  • Skuladottir, Astros Th; Tragante, Vinicius; Sveinbjornsson, Gardar; Helgason, Hannes; Sturluson, Arni; Bjornsdottir, Anna; Jónsson, Pálmi V; Pálmadóttir, Vala Kolbrún; Sveinsson, Olafur A.; Jensson, Brynjar O.; Gudjonsson, Sigurjon A.; Ivarsdottir, Erna V.; Gisladottir, Rosa S.; Gunnarsson, Arni F.; Walters, G. Bragi; Jonsdottir, Gudrun A.; Thorgeirsson, Thorgeir E.; Bjornsdottir, Gyda; Holm, Hilma; Gudbjartsson, Daniel F.; Sulem, Patrick; Stefansson, Hreinn; Stefansson, Kari (2024-08-15)
    Parkinson’s disease (PD) is a debilitating neurodegenerative disorder and its rising global incidence highlights the need for the identification of modifiable risk factors. In a gene-based burden test of rare variants (8647 PD cases and 777,693 controls) ...

meira