Þessi vefur er rafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar, doktorsritgerðir og efni sem birtist í opnum aðgangi á vegum Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna sem unnar eru við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að útgefnu vísindaefni íslensks rannsóknasamfélags um ókomna tíð. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og þannig geta sem flestir notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer á landinu.

Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.

Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.

Efnisflokkar

Síðast bætt við

  • Vilhelmsson, Vilhelm (2023-04-05)
    The historiography of labour in pre-industrial Iceland has commonly portrayed it first and foremost as life-cycle service in rural households and has suggested that, in a European context, the Icelandic system of compulsory service–or vistarband–was ...
  • Haraldsdottir, Hadda Margret; Gunnarsdóttir, Ingibjörg; Ingadottir, Arora Ros; Sveinsson, Ólafur Árni (2024-12)
    Ágrip  Inngangur Mígreni er taugasjúkdómur sem einkennist af slæmum höfuðverk sem fylgir gjarnan ógleði auk ljós- eða hljóðfælni. Mígrenikveikjur eru innri eða ytri þættir sem geta aukið líkur á mígrenikasti. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að mígrenisjúklingar ...
  • Elvarsson, Fjölnir (2024-12)
  • Andradóttir, Iðunn; Thors, Brynhildur; Sveinsson, Ólafur Árni (2024-11)
    Inngangur Hálsæðaflysjun (cervical artery dissection) er algeng orsök blóð­þurrðarslags í ungum og miðaldra einstaklingum. Vegna framfara í myndrannsóknum og aukinnar vitneskju greinast flysjanir nú mun oftar en áður. Markmið rannsóknarinnar var að ...
  • Viðarsdóttir, Guðrún Margrét; Einarsdóttir, Hulda María; Jónasson, Jón Gunnlaugur; Möller, Páll Helgi (2024-11)
    Meckels-sarpur er algengt meðfætt frávik í fósturþroska dausgarnar. Meckels-sarpur er yfirleitt einkennalaust fyrirbæri en fylgikvillar á borð við blæðingar og sarpbólgu geta komið fyrir. Við kynnum tilfelli hjá rúmlega fertugum manni sem greindist með ...

meira