Opin vísindi

Fæðuval ungra Íslendinga með geðrofssjúkdóma og þróun líkamsþyngdar þeirra á 8 til 12 mánaða tímabili

Fæðuval ungra Íslendinga með geðrofssjúkdóma og þróun líkamsþyngdar þeirra á 8 til 12 mánaða tímabili


Title: Fæðuval ungra Íslendinga með geðrofssjúkdóma og þróun líkamsþyngdar þeirra á 8 til 12 mánaða tímabili
Alternative Title: Dietary intake of young Icelanders with psychotic disorders and weight development over an 8-12 months period
Author: Friðþjófsdóttir, Helga Guðrún
Geirsdottir, Olof   orcid.org/0000-0002-3766-2062
Jónsdóttir, Halldóra
Steingrimsdottir, Laufey   orcid.org/0000-0002-3815-975X
Thorsdottir , Inga
Þorgeirsdóttir, Hólmfríður
Briem, Nanna
Gunnarsdottir, Ingibjorg   orcid.org/0000-0001-9447-8627
Date: 2017-06-06
Language: Icelandic
Scope: 281-286
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Heilbrigðisvísindasvið (HÍ)
School of Health Sciences (UI)
Department: Rannsóknastofa í næringarfræði (HÍ)
Unit for Nutrition Research (UI)
Series: Læknablaðið;103(06)
ISSN: 0023-7213
1670-4959 (eISSN)
DOI: 10.17992/lbl.2017.06.141
Subject: Geðsjúkdómar; Geðklofi; Mataræði; Fjölómettaðar fitusýrur; D vítamín
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/331

Show full item record

Citation:

Helga Guðrún Friðþjófsdóttir, Ólöf Guðný Geirsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir, Inga Þórsdóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Nanna Briem, Ingibjörg Gunnarsdóttir. (2017). Fæðuval ungra Íslendinga með geðrofssjúkdóma og þróun líkamsþyngdar þeirra á 8 til 12 mánaða tímabili, 103(06), 281-286. doi:10.17992/lbl.2017.06.141

Abstract:

 
Tilgangur: Tíðni lífsstílssjúkdóma er hærri meðal einstaklinga með geð- rofssjúkdóma en almennings. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna fæðuval ungs fólks með geðrofssjúkdóma, en fæðuval þessa hóps hefur aldrei verið kannað hérlendis áður. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru þjónustuþegar Laugarássins (n=48, 18-30 ára), sem sóttu þjónustu á því tímabili sem gagnaöflun fór fram (júlí- ágúst 2016). Fæðuval og næringargildi fæðu var metið með sólarhringsupprifjun á mataræði. Niðurstöður voru bornar saman við ráð- leggingar Embættis landlæknis og niðurstöður landskönnunar á mataræði 2010-2011 fyrir sama aldurshóp (n=250). Þróun líkamsþyngdar síðastliðna 8-12 mánuði var metin út frá skráðum upplýsingum í sjúkraskrá (Sögu). Niðurstöður: Neysla á ávöxtum, fiski, mjólkurvörum, jurtaolíum og lýsi var marktækt lægri meðal þjónustuþega en hjá þátttakendum í landskönnun 2010-2011, en neysla á sælgæti og gosdrykkjum hærri (p<0,001). Hlutfall viðbætts sykurs af heildarorku var hærra í fæði þjónustuþega (15% á móti 12%) og hlutfall próteina lægra (16% á móti 18%) heldur en í viðmiðunarhópnum. Hlutfall ómega-3 fitusýra í fæði og neysla D-vítamíns var lægri á meðal þjónustuþega en meðal þátttakenda í landskönnun og töluvert undir ráðleggingum (0,04 ± 0,3% ómega-3 af heildarorku á móti 1,2 ± 0,6%, p<0,001 og 3,1 ± 4,2 µg D-vítamín/dag á móti 5,6 ± 6,5 µg/dag, p<0,001). Tæplega 40% þjónustuþega hafði þyngst um >5% af upphafs- þyngd sinni á 8-12 mánaða tímabili. Ályktanir: Fæðuval ungs fólks með geðrofssjúkdóma samræmist ekki opinberum ráðleggingum um fæðuval og er lakara en fæðuval viðmiðunarhópsins. Mikilvægt er að þróa leiðir til að bæta fæðuval og þar með næringargildi fæðu hópsins.
 
Introduction: The prevalence of lifestyle related diseases is higher among people with psychotic disorders than the general population. The aim was to assess dietary intake of young people with psychotic disorders for the first time in Iceland. Material and methods: Subjects were young people (n=48, age 18-30y) with psychotic disorders. Dietary intake was assessed by a 24-hour recall in July-August 2016, and compared with official recommendations and intake of the general public (n=250, age 18-30y). Body weight in the past eight to 12 months, was retrieved from medical records. Results: Consumption of fruits, fish, dairy products, vegetable and fish oil was significantly lower among subjects when compared with the general public, while their soft drink and sweets consumption was higher (p<0.001). Furthermore, the contribution of added sugar was higher (15E% vs. 12E%) and protein intake lower (16E% vs. 18E%). Consumption of omega-3 fatty acids and vitamin D was lower among subjects than the general public and lower than recommended (0.04±0.3% omega-3 of total energy vs. 1.2±0.6%, p<0.001 and 3.1±4.2 µg vitamin D/day vs. 5.6±6.5 µg/day, p<0.001). Almost 40% of the subjects had gained >5% of their initial body weight in the past 8-2 months. Conclusion: Diet of young people with psychotic disorders is not consistent with recommendations and is worse than the diet of their peers in the general population. It is important to find ways to improve the diet and thereby nutrient intake of the group.
 

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)