Opin vísindi

Rafrænar námssöguskráningar í leikskóla

Rafrænar námssöguskráningar í leikskóla


Titill: Rafrænar námssöguskráningar í leikskóla
Aðrir titlar: Documenting Learning Stories electronically by using Book Creator
Höfundur: Einarsdóttir, Bergþóra F.
Björnsdóttir, Margrét Sigríður
Útgáfa: 2020-03-19
Tungumál: Íslenska
Umfang: 1–19
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Menntavísindasvið (HÍ)
School of education (UI)
Birtist í: Netla;2020
ISSN: 1670-0244
DOI: 10.24270/serritnetla.2020.5
Efnisorð: Leikskóli; Námssögur; Upplýsingatækni; Starfendarannsókn
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2521

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Bergþóra Fanney Einarsdóttir og Margrét Sigríður Björnsdóttir. (2020). Rafrænar námssöguskráningar í leikskóla. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt af http://netla.hi.is/serrit/2020/mat_nam_vellidan_barna_leikskoli/05.pdf DOI: hhttps://doi.org/10.24270/serritnetla.2020.5

Útdráttur:

 
Í þessari grein er fjallað um samstarfsrannsókn sem fram fór í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur í leikskólanum voru fimm ásamt meistaranema og kennara frá Menntavísindaviði Háskóla Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni RannUng (Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna) og fimm leikskóla víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Rannsóknin bar vinnuheitið Mat á námi og vellíðan barna en samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012) ber starfsfólki leikskóla að meta nám og vellíðan barna og var markmiðið með rannsókninni að þróa matsaðferðir í leikskólastarfi í þeim tilgangi. Þátttakendur hvers leikskóla höfðu frjálsar hendur varðandi val á áherslum og aðferðum. Í öllum leikskólunum var unnið með námssöguskráningar en þátttakendur í umræddum leikskóla völdu þá leið að þróa mat á námi og vellíðan barna með rafrænum námssöguskráningum. Fyrir valinu varð forritið Book Creator þar sem þátttakendur þekktu það og höfðu unnið með það í spjaldtölvum. Leikskólinn er heilsuleikskóli og er skráning í Heilsubók barnsins helsta matsaðferð hans. Þátttakendur völdu að kanna hvort rafræn námssöguskráning myndi henta vel með Heilsubók barnsins og styðja við skráningar í hana. Gagnaöflun fór fram með viðtölum bæði við upphaf og lok rannsóknarinnar, skráningu í rannsóknardagbók, vettvangsathugunum og fundargerðum ásamt rafrænum námssöguskráningum. Niðurstöður benda til þess að þátttakendur í leikskólanum hafi öðlast aukna færni í rafrænum námssöguskráningum. Þó nokkrar hindranir urðu á vegi þátttakenda en tæknileg atriði og tímaskortur léku þar stórt hlutverk. Leikskólastjórinn benti á að námssöguskráningarnar væru viðbót við það sem fyrir væri og að hann sæi ekki fram á, miðað við tímaskort og fáa undirbúningstíma leikskólakennara, að námssöguskráningarnar myndu festa sig í sessi. Hann sagðist þó vera viss um að eitthvað af starfsfólkinu myndi halda áfram að skrá rafrænar námssögur en var ekki viss um hversu markvisst það yrði. Aðrir þátttakendur lýstu yfir áhuga á að halda áfram skráningu á rafrænum námssögum eftir að verkefninu lyki og þá sérstaklega til að nota í foreldraviðtölum. Því er ekki hægt að tala um að innleiðing hafi átt sér stað nema að fremur afmörkuðu leyti.
 
The article describes a collaborative action research project performed in one preschool in the greater Reykjavík area. The study is part of a larger collaborative project between RannUng (Centre for Research in Early Childhood Education) and five preschools in the neighboring municipalities of Reykjavík. The title of the collaborative action research is: Assessing children’s learning and wellbeing. The overall aim of the study in the five preschools was to find a way to develop methods to assess children’s learning and wellbeing in the preschools. This article describes the processes of the study in a preschool where the participants were preschool teachers and assistant teachers in two out of six departments, or classrooms, in the preschool. Those having an active role in the research were three preschool teachers and one assistant teacher, together with the preschool manager. The participating children were the oldest in these two departments and were soon becoming four years old. The groups from the two departments met once a week and jointly chose a common activity. The participants in the preschool had a partnership with a university teacher from the School of Education and a master’s student who acted as a contact person between the preschool and the university. The student’s role was to support the preschool team in developing assessment methods and assume responsibility for generating data in the preschool, such as taking interviews, writing a research diary, compiling documents and writing notes from meetings. The interviews took place in the beginning and the end of a school year and had the aim of following up on the process of change during the research. The master’s student registered sources such as the school curriculum guide, electronic Learning Stories and Heilsubók barnsins (Children’s Health book) which is a scale to assess quality as aspects of children’s development and skills are documented in the Heilsubók barnsins. Participants in the preschool were introduced to the Learning Story approach and later they discovered a tablet application called Book Creator which makes it possible to document Learning Stories electronically. The participants became interested in developing the documentation of Learning Stories by using Book Creator and wanted to find a way to support the preschool’s main assessment method, Heilsubók barnsins. The methods provided in the Heilsubók barnsins offered a limited documenting technique, but with the tablet the participants were able to take photos, videos, audios and write text, and, at the same time, start their reflection and even finish the Learning Stories for publication. In the study discussed here, the main research question was: What are the benefits and challenges we face while documenting Learning Stories electronically in one preschool in the greater Reykjavík area? Also, how can these documentations support the Heilsubók barnsins? The results show that after the participants had started to document children’s Learning Stories and reflect on those, they saw the children in another light. The preschool teachers and assistant teacher began to notice in more detail what happened when children were playing. This resulted in a practice where the teachers gave each child more attention. The focus of teaching and learning shifted towards the children’s strengths and abilities rather than what they could not do. The preschool manager pointed out that documenting Learning Stories had become an addition to what they already had. However, due to lack of time for developing Learning Stories, reflecting on those and preparing for publication, they would not adopt the Learning Story approach in the near future. In spite of this view, the preschool teachers were expected to continue to document Learning Stories up to a point, but it was hard to determine how effective these documentations would be. The other participants in the preschool also shared a similar opinion, even though they showed interest in continuing with documenting electronic Learning Stories for use in teachers’ meetings with parents. These preschool teachers see the Learning Stories as helpful and well suited to explain what was behind their documentations in the Heilsubók barnsins. The preschool participants believed this project was helpful for their professional development and they felt they had gained increased skills in documenting electronic Learning Stories, technically and pedagogically. The one who seemed to gain the most from participating was the assistant teacher. The new learning she acquired manifested itself in closer insight into children’s play, through conversations with the preschool teachers and taking part in their reflections on the Learning Stories. The obstacles in the study were mostly relating to technical reasons and lack of time. Nevertheless, the technology was shown to be well suited to facilitate the Learning Story documentation and it even became an interesting challenge for some. For some, however, the problems participants face when handling the technology can reduce motivation, as was the case here. Therefore, it is important when teachers use new technology that they have access to support from more technically skilled personnel.
 

Leyfi:

CC BY 4.0

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: