Opin vísindi

Náttúruvísindamenntun á yngri stigum skyldunáms: Viðhorf umsjónarkennara á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla til kennslu náttúruvísinda

Náttúruvísindamenntun á yngri stigum skyldunáms: Viðhorf umsjónarkennara á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla til kennslu náttúruvísinda


Titill: Náttúruvísindamenntun á yngri stigum skyldunáms: Viðhorf umsjónarkennara á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla til kennslu náttúruvísinda
Höfundur: Stefánsdóttir, Brynja
Þórólfsson, Meyvant
Útgáfa: 2016
Tungumál: Íslenska
Umfang: 239-263
Háskóli/Stofnun: University of Iceland
Háskóli Íslands
Svið: School of Education (UI)
Menntavísindasvið (HÍ)
ISSN: 2298-8408
Efnisorð: Náttúrufræðikennsla; Yngsta stig grunnskóla; Miðstig grunnskóla; Kennaramenntun; Kennaramenntun
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/226

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Brynja Stefánsdóttir og Meyvant Þórólfsson. (2016). Náttúruvísindamenntun á yngri stigum skyldunáms: Viðhorf umsjónarkennara á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla til kennslu náttúruvísinda. Tímarit um uppeldi og menntun, 25(2), 239-263.

Útdráttur:

 
Með þátttöku íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburðarrannsóknum (TIMSS, PISA o.fl.) hefur náttúruvísindamenntun ótvírætt hlotið vaxandi athygli. Jafnframt hefur hugmyndinni um „náttúruvísindamenntun fyrir alla“ vaxið fiskur um hrygg. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf umsjónarkennara á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla til kennslu náttúruvísinda og skoða aðstæður til náms og kennslu. Hugmyndir þriggja reyndra náttúrufræðikennara af yngsta stigi og miðstigi voru fyrst kannaðar með viðtölum, ásamt því að skoða niðurstöður hliðstæðra rannsókna. Gögnin voru nýtt sem grunnur spurningakönnunar, sem lögð var fyrir úrtak umsjónarkennara yngsta stigs og miðstigs í 60 íslenskum grunnskólum. Svör bárust frá 131 kennara í 34 skólum. Samkvæmt niðurstöðum sjá umsjónarkennarar jafnan sjálfir um kennslu náttúruvísinda og þá oftast í almennum kennslustofum en síður í sérbúnum náttúrufræðistofum. Notkun kennslubóka virðist vera ríkjandi við öflun og miðlun þekkingar. Loks vekja niðurstöður spurningar um menntun og forsendur almennra kennara til að kenna náttúruvísindi án stuðnings.
 
Með þátttöku íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburðarrannsóknum (TIMSS, PISA o.fl.) hefur náttúruvísindamenntun ótvírætt hlotið vaxandi athygli. Jafnframt hefur hugmyndinni um „náttúruvísindamenntun fyrir alla“ vaxið fiskur um hrygg. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf umsjónarkennara á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla til kennslu náttúruvísinda og skoða aðstæður til náms og kennslu. Hugmyndir þriggja reyndra náttúrufræðikennara af yngsta stigi og miðstigi voru fyrst kannaðar með viðtölum, ásamt því að skoða niðurstöður hliðstæðra rannsókna. Gögnin voru nýtt sem grunnur spurningakönnunar, sem lögð var fyrir úrtak umsjónarkennara yngsta stigs og miðstigs í 60 íslenskum grunnskólum. Svör bárust frá 131 kennara í 34 skólum. Samkvæmt niðurstöðum sjá umsjónarkennarar jafnan sjálfir um kennslu náttúruvísinda og þá oftast í almennum kennslustofum en síður í sérbúnum náttúrufræðistofum. Notkun kennslubóka virðist vera ríkjandi við öflun og miðlun þekkingar. Loks vekja niðurstöður spurningar um menntun og forsendur almennra kennara til að kenna náttúruvísindi án stuðnings.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: