Opin vísindi

Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda í leikskólum í kjölfar efnahagshrunsins

Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda í leikskólum í kjölfar efnahagshrunsins


Title: Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda í leikskólum í kjölfar efnahagshrunsins
Author: Rafnsdóttir, Gudbjörg Linda   orcid.org/0000-0003-2662-5773
Sigursteinsdóttir, Hjördís   orcid.org/0000-0002-9974-2826
Date: 2019-11-18
Language: Icelandic
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
Háskólinn á Akureyri
University of Akureyri
School: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Viðskipta- og raunvísindasvið (HA)
School of Business and Science (UA)
Department: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild (HÍ)
Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics (UI)
Viðskiptadeild (HA)
Faculty of Business Administration (UA)
Series: Netla sérrit 2019;
Subject: Líðan; Starfsfólk; Leikskólar; Stjórnun; Vinnuálag; Health; Staff; Kindergartens; Management; Workload
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/1693

Show full item record

Citation:

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir. (2019).Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda í leikskólum í kjölfar efnahagshrunsins. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt af http://netla.hi.is/serrit/2019/menntun_barna_leik_grunn/06.pdf

Abstract:

Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda, svo og aðbúnaður á vinnustað, er meðal þess sem getur haft áhrif á leikskólabörn og þroskaferil þeirra. Því er brýnt að rannsaka líðan þessara starfshópa og hvaða þættir í vinnuumhverfinu styðja við eða draga úr góðri líðan starfsfólksins. Það er viðfangsefni þessarar greinar. Vinnufyrirkomulag um það bil helmings allra leikskólakennara og leiðbeinenda, sem starfa hjá sveitarfélögum hér á landi, er rannsakað, svo og tengsl þess við sjálfmetna andlega líðan þeirra. Meginrannsóknarspurningin er hvort tengsl séu á milli þess hvernig leikskólakennarar og leiðbeinendur upplifa vinnufyrirkomulagsþætti eins og stjórnun, stuðning, vinnuálag, skilgreiningu hlutverka og þróun í starfi annars vegar og andlegrar líðanar þeirra hins vegar. Greinin byggir á langtíma panelgögnum þar sem sömu 480 leikskólakennurum og leiðbeinendum var fylgt eftir árin 2010, 2011, 2013 og 2015. Notað var svokallað GEE-líkan (e. generalized estimating equation) til að spá fyrir um andlega líðan starfsfólksins á þessum árum. Niðurstöðurnar gerðu almennt ekki greinarmun á leikskólakennurum og leiðbeinendum. Endurteknar mælingar sýndu að sjálfmetin andleg líðan leikskólakennaranna og leiðbeinendanna versnaði á milli fyrirlagna. Þetta kom einnig fram þegar tillit hafði verið tekið til kyns, aldurs og hjúskaparstöðu. Allir þættir í vinnuumhverfinu, sem til skoðunar voru, versnuðu á milli fyrirlagna að mati starfsfólksins. Sá þáttur, sem versnaði mest, var vinnuálag. Athyglisvert er þó að tengslin voru veik á milli vinnuálags og andlegrar líðanar. Góð stjórnun og félagslegur stuðningur hafði jákvæð áhrif á líðanina. Mikilvægt er að þeir sem standa að stefnumótun á sviði leikskólanna taki þessar niðurstöður til skoðunar og að greint verði enn frekar hvað veldur því að áðurnefndir vinnufyrirkomulagsþættir og líðan starfsfólksins versna að þeirra mati á milli fyrirlagna. Með því móti er ekki einungis stuðlað að bættu vinnuumhverfi leikskólakennara og leiðbeinenda heldur einnig leikskólabarnanna og að leikskólabörnunum sé sinnt á þann hátt sem nauðsynlegt er fyrir líðan þeirra og þroska.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)