Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda í leikskólum í kjölfar efnahagshrunsins
Hleð...
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Úrdráttur
Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda, svo og aðbúnaður á vinnustað, er meðal þess sem getur haft áhrif á leikskólabörn og þroskaferil þeirra. Því er brýnt að rannsaka líðan þessara starfshópa og hvaða þættir í vinnuumhverfinu styðja við eða draga úr góðri líðan starfsfólksins. Það er viðfangsefni þessarar greinar. Vinnufyrirkomulag um það bil helmings allra leikskólakennara og leiðbeinenda, sem starfa hjá sveitarfélögum hér á landi, er rannsakað, svo og tengsl þess við sjálfmetna andlega líðan þeirra. Meginrannsóknarspurningin er hvort tengsl séu á milli þess hvernig leikskólakennarar og leiðbeinendur upplifa vinnufyrirkomulagsþætti eins og stjórnun, stuðning, vinnuálag, skilgreiningu hlutverka og þróun í starfi annars vegar og andlegrar líðanar þeirra hins vegar. Greinin byggir á langtíma panelgögnum þar sem sömu 480 leikskólakennurum og leiðbeinendum var fylgt eftir árin 2010, 2011, 2013 og 2015. Notað var svokallað GEE-líkan (e. generalized estimating equation) til að spá fyrir um andlega líðan starfsfólksins á þessum árum. Niðurstöðurnar gerðu almennt ekki greinarmun á leikskólakennurum og leiðbeinendum. Endurteknar mælingar sýndu að sjálfmetin andleg líðan leikskólakennaranna og leiðbeinendanna versnaði á milli fyrirlagna. Þetta kom einnig fram þegar tillit hafði verið tekið til kyns, aldurs og hjúskaparstöðu. Allir þættir í vinnuumhverfinu, sem til skoðunar voru, versnuðu á milli fyrirlagna að mati starfsfólksins. Sá þáttur, sem versnaði mest, var vinnuálag. Athyglisvert er þó að tengslin voru veik á milli vinnuálags og andlegrar líðanar. Góð stjórnun og félagslegur stuðningur hafði jákvæð áhrif á líðanina. Mikilvægt er að þeir sem standa að stefnumótun á sviði leikskólanna taki þessar niðurstöður til skoðunar og að greint verði enn frekar hvað veldur því að áðurnefndir vinnufyrirkomulagsþættir og líðan starfsfólksins versna að þeirra mati á milli fyrirlagna. Með því móti er ekki einungis stuðlað að bættu vinnuumhverfi leikskólakennara og leiðbeinenda heldur einnig leikskólabarnanna og að leikskólabörnunum sé sinnt á þann hátt sem nauðsynlegt er fyrir líðan þeirra og þroska.
Lýsing
Efnisorð
Líðan, Starfsfólk, Leikskólar, Stjórnun, Vinnuálag, Health, Staff, Kindergartens, Management, Workload
Citation
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir. (2019).Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda í leikskólum í kjölfar efnahagshrunsins. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt af http://netla.hi.is/serrit/2019/menntun_barna_leik_grunn/06.pdf