Opin vísindi

Kynlífsvirkni unglinga og samskipti þeirra við foreldra

Kynlífsvirkni unglinga og samskipti þeirra við foreldra


Title: Kynlífsvirkni unglinga og samskipti þeirra við foreldra
Author: Pálsdóttir, Kolbrún Þ.
Arnarsson, Arsaell   orcid.org/0000-0002-5804-8416
Date: 2018-12-31
Language: Icelandic
Scope: 11 s.
University/Institute: Háskóli Íslands (HÍ)
University of Iceland (UI)
School: Menntavísindasvið (HÍ)
School of Education (UI)
Series: Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun;Sérrit 2018
ISSN: 1670-0244
Subject: Foreldrar; Kynjamunur; Kynlíf; Kynlífsvirkni; Samskipti; Unglingar
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/1593

Show full item record

Citation:

Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Ársæll Arnarsson. (2018). Kynlífsvirkni unglinga og samskipti þeirra við foreldra. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sérrit 2018

Abstract:

Íslensk ungmenni byrja að stunda kynlíf að jafnaði fyrr en flest önnur evrópsk ungmenni. Unglingar sem byrja snemma að hafa samfarir eru í aukinni hættu á að upplifa neikvæðar afleiðingar kynlífs, svo sem þvingun, smitsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Miklu skiptir að foreldrar leggi sig fram um að skapa traust til að ungmenni geti leitað til þeirra og rætt vangaveltur sínar og áhyggjur. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á tengsl milli kynlífsvirkni íslenskra unglinga og þess hversu auðvelt þeim finnst að tala við foreldrana um áhyggjur sínar. Einnig er skoðað hvort tengsl séu milli kyn foreldris og kyns unglings og ofangreindra þátta. Niðurstöður byggjast á alþjóðlegu rannsókninni Heilsa og lífskjör skólabarna (HBSC) sem lögð var fyrir íslenska unglinga í febrúar 2014. Þátttakendur voru 3.618 nemendur úr 10. bekk sem mættir voru í skólann þann dag sem könnunin var lögð fyrir. Niðurstöður sýna að um fjórðungur svarenda hefur haft samfarir, 24,4% pilta og 23,0% stúlkna. Þá sýna gögnin að unglingar sem eiga erfitt með að tala við foreldra sína um það sem veldur þeim áhyggjum eru líklegri til þess að hafa byrjað snemma að hafa samfarir en jafnaldrar þeirra. Bæði kyn virðast vera í lakari samskiptum við feður sína en mæður og stúlkur meta þau verri en strákar. Mest áhrif á kynlífsvirkni sjást meðal þeirra unglinga sem meta samskipti sín við feður mjög erfið, þar sem þeir sem hafa haft samfarir eru um það bil tvöfalt líklegri til að meta samskiptin með þeim hætti en þeir sem aldrei hafa stundað kynlíf. Rannsóknin sýnir að ákveðinn hópur unglinga í 10. bekk sem er byrjaður að stunda kynlíf telur sig eiga erfitt með að ræða við foreldra sína. Niðurstöður gefa tilefni til þess að kannað sé hvernig veita megi þeim hópi betri stuðning.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)