Opin vísindi

Kennsluaðferðir í 130 kennslustundum í framhaldsskólum

Kennsluaðferðir í 130 kennslustundum í framhaldsskólum


Titill: Kennsluaðferðir í 130 kennslustundum í framhaldsskólum
Aðrir titlar: Teaching methods in 130 lessons in upper secondary schools
Höfundur: Sigurgeirsson, Ingvar
Eiriksdottir, Elsa   orcid.org/0000-0001-8606-4256
Jóhannesson, Ingólfur Ásgeir
Útgáfa: 2018-12-31
Tungumál: Íslenska
Umfang: 27 s.
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Menntavísindasvið (HÍ)
School of Education (UI)
ISBN: 978-9935-468--15-4
Birtist í: Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun;Sérrit 2018
DOI: 10.24270/serritnetla.2019.9
Efnisorð: Flokkunarkerfi; Framhaldsskólar; Kennsluaðferðir; Teaching Methods; Upper Secondary School
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/1444

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Ingvar Sigurgeirsson, Elsa Eiríksdóttir, & Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2018). Kennsluaðferðir í 130 kennslustundum í framhaldsskólum. Í Hjördís Þorgeirsdóttir og Þuríður J. Jóhannsdóttir (ritstjórar), Framhaldsskólinn í brennidepli: Netla – veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit. Reykjavík: Menntavísindastofnun Háskóla Íslands.

Útdráttur:

 
Í þessari grein er brugðið upp mynd af kennsluaðferðum sem framhaldsskólakennarar notuðu í 130 kennslustundum og því hvaða aðferðir voru algengastar í ólíkum námsgreinum eða námsgreinasviðum. Gerð er grein fyrir ýmsum líkönum sem hafa verið notuð við að flokka kennsluaðferðir, svo sem flokkun í kennarastýrðar (e. teacher-centered) eða nemendamiðaðar (e. student-centered) aðferðir og flokkun eftir því hvers konar kenningaramma um nám aðferðirnar byggjast á. Líkan sem hefur birst í bókinni Litróf kennsluaðferðanna var notað til að greina kennsluaðferðirnar og var einnig lagt mat á notagildi þess. Rannsóknargögn voru vettvangslýsingar úr 130 kennslustundum sem fylgst var með í rannsókninni Starfshættir í framhaldsskólum á árunum 2013 og 2014. Langflestar kennsluaðferðirnar féllu í tvo flokka, það er útlistunarkennslu annars vegar og þjálfunaræfingar og skrifleg verkefni hins vegar. Kennsluaðferðir voru nokkuð ólíkar eftir greinum og skáru íslenska og iðn- og starfsnámsgreinar sig talsvert úr fyrir fjölbreytni aðferða. Einsleitust var kennslan í stærðfræði. Í ljós kom að líkanið sem lagt var upp með til að skoða kennsluaðferðirnar náði betur yfir vel skilgreindar aðferðir en þær stundir þar sem beitt var flóknum eða samsettum aðferðum. Greining á kennsluaðferðum hefur hagnýtt gildi með tilliti til stefnumörkunar og notkunar í kennaramenntun, og fræðilegt gildi í umræðu um kennsluaðferðir og flokkun þeirra.
 
This article investigates the characteristics of the teaching methods used by Icelandic upper secondary school teachers across 130 lessons, exploring whether commonalities can be seen among the teaching methods employed in different subjects and subject groups. The authors present different models that have been used to categorize teaching methods, such as distinguishing between teacher- and student-centered methods, dividing them into different “families” (Joyce et al., 2015), according the theoretical background they derive from, or categorizing them by the similarity of their pedagogical approach, as is done in a model presented in an Icelandic handbook on teaching methods (Ingvar Sigurgeirsson, 1999, 2013) which was used to further analyze the lessons. The model classifies teaching methods into nine categories: (1) Expository methods, (2) recitation, drill, and practice, (3) hands on methods, (4) questioning strategies and discussions, (5) artistic and expressive methods, (6) problem solving, (7) inquiry methods, (8) group work and cooperative methods, and (9) student centered projects. The 130 lesson observations were collected as part of the project Upper Secondary School Practices in Iceland, October 2013 to November 2014. Nine different upper secondary schools were selected from a stratified population, and the lessons were chosen in such a way that the sample would include lessons in all major subjects and a variety of other subjects. The lessons ranged from 27 minutes to roughly 4 hours, with the majority ranging from 40–80 minutes. One, and in 44% of the cases, two researchers, out of the total of 15 researchers associated with the project, attended each lesson and produced a detailed written record of the activities. The researchers reported on various (previously agreed upon) aspects of each lesson, such as teaching methods, communication between teachers and students, the teachers’ conduct and demeanor, use of teaching materials and media, information technology, and student classroom engagement and diligence. In analyzing the data, the resulting 130 written lesson protocols were read and reread for verification, the observed teaching methods categorized and other relevant information (e.g. number of students, nature of the classroom) entered into a database.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: