Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla
Hleð...
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Háskóli Íslands
Úrdráttur
Mikill munur er á menntunarstigi þjóðarinnar eftir landshlutum. Árið 2011 höfðu þannig 38% íbúa höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 25–64 ára lokið háskólaprófi en 21–23% í flestum öðrum landshlutum. Þessi munur skýrist að hluta af takmörkuðu framboði starfa sem krefjast háskólamenntunar en að hluta af skorti á háskólafólki til starfa. Í þessari rannsókn eru upptökusvæði og áhrif háskóla á búsetuþróun metin á grundvelli gagna um allar brautskráningar frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Bifröst, Háskólanum á Hólum og Háskólanum á Akureyri á tímabilinu 1991–2015. Niðurstöður sýna að meirihluti háskólanema sem stunda nám í heimabyggð býr þar áfram eftir brautskráningu en yfirleitt snýr mikill minnihluti háskólanema heim frá háskólanámi utan heimabyggðar. Háskólanemar í fjarnámi eru hins vegar álíka líklegir til að búa áfram í heimabyggð og þeir sem stunda staðarnám við háskóla þar sem þeir eru búsettir. Fjallað er um niðurstöðurnar í samhengi við niðurstöður erlendra rannsókna og byggðaþróun á Íslandi.
Lýsing
Efnisorð
Háskólar, Fjarkennsla, Háskólanám, Búferlaflutningar, Byggðaþróun
Citation
Þóroddur Bjarnason, Ingi Rúnar Eðvarðsson, Ingólfur Arnarson, Skúli Skúlason og Kolbrún Ósk Baldursdóttir. (2016). Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla. Tímarit um uppeldi og menntun, 25(2), 265-287.