Opin vísindi

Uppgjör afleiðusamninga: Mat á reglum út frá dómafordæmum

Uppgjör afleiðusamninga: Mat á reglum út frá dómafordæmum


Title: Uppgjör afleiðusamninga: Mat á reglum út frá dómafordæmum
Alternative Title: Settlement of derivative contracts: Principles from legal precedents
Author: Arngrímsson, Arnar Davíð
Sigurgeirsson, Hersir   orcid.org/0000-0002-3815-1117
Ásmundsson, Jakob Már
Date: 2018-06-25
Language: Icelandic
Scope: 1-36
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Department: Hagfræðideild (HÍ)
Faculty of Economics (UI)
Viðskiptafræðideild (HÍ)
Faculty of Business Administration (UI)
Series: Tímarit um viðskipti og efnahagsmál;15(1)
ISSN: 1670-4444
1670-4851 (eISSN)
DOI: 10.24122/tve.a.2018.15.1.1
Subject: Afleiður (verðbréf); Samningar; Vanefndir; Slitastjórnir; Bankar; Derivatives; Bank liquidation
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/794

Show full item record

Abstract:

 
Alþjóðlegar reglur og venjur um framkvæmd afleiðusamninga hafa í gegnum tíðina mótast af dómafordæmum. Saga afleiðusamninga á Íslandi er stutt og framan af komu ekki mörg deilumál til kasta dómstóla. Þetta breyttist í kjölfar bankahrunsins árið 2008 þegar fjölmörg ágreiningsefni vegna afleiðusamninga rötuðu fyrir dómstóla. Í greininni er farið yfir helstu dóma, sem fjalla um uppgjör afleiðusamninga, með það að markmiði að draga fram þær reglur og leiðbeiningar sem íslenskir dómstólar hafa gefið um uppgjör slíkra samninga undanfarin ár. Reifaðar eru niðurstöður 35 hæstaréttardóma. Ágreiningsefnum aðila er skipt í sjö flokka: (1) heimildir til afleiðuviðskipta, (2) gengisviðmiðun gjaldmiðlasamninga, (3) reiknireglur við uppgjör, (4) forsendu- brestur, (5) skuldajöfnun, (6) viðbrögð bankanna við yfirtöku Fjármálaeftirlitsins og (7) áhrif af yfirtöku Fjármálaeftirlitsins. Meðal helstu niðurstaðna er að öllum er heimilt samkvæmt lögum að gera af- leiðusamninga og framvirkir samningar um hlutabréf teljast ekki flóknir fjármálagerningar. Miða skal við viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands í uppgjöri gjald- miðlasamninga ef annað viðmið er ekki sérstaklega tiltekið og samningur, sem verður til við framlengingu á eldri samningi, telst nýr sjálfstæður samningur. Fjallað er um áhrif yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bönkunum á stöðu afleiðu- samninga og viðbrögð bankanna við yfirtökunni gagnvart viðskiptavinum með opna afleiðusamninga. Viðbrögðin voru mismunandi en Landsbanki Íslands og Glitnir ákváðu að senda viðskiptavinum sínum tilkynningu varðandi lokun samninganna. Tilkynning Landsbanka Íslands þótti óljós og túlka þurfti þýðingu hennar út frá viðbrögðum hvers viðskiptavinar sem leiddi til mismunandi meðferðar einstakra viðskiptavina.
 
Practices and regulation in international derivatives markets have historically been significantly influenced by legal precedents. The Icelandic derivatives market is relatively young and legal precedents were few and far between until the collapse of the banking system in 2008, which gave rise to a myriad of legal disputes having to do with the settlement of derivative contracts. The purpose of this article is to review the key findings of the Icelandic courts in this regard and attempt to identify some guiding principles. A review of 35 Supreme Court rulings is covered. The disputes are divided into seven categories: (1) permissions to engage in derivative transactions, (2) reference rate for foreign exchange, (3) calculation methods, (4) force majeure, (5) netting of payments, (6) reaction to the intervention of the Financial Supervisory Authority (FSA), and (7) impact of FSA intervention. Among some of the key findings is that everyone is entitled to engage in derivative contracts and that forward contracts on stocks are not considered a complex financial instrument. The foreign exchange rate of the Icelandic Krona, as determined by the Central Bank of Iceland, should be used for reference in settlement of derivatives if another reference is not explicitly stated. A derivatives contract that has been rolled, constitutes a new contract. The intervention of the FSA in taking over individual banks and its impact on the settlement of outstanding derivatives contracts for respective banks is reviewed, including the impact of how individual banks communicated with their counterparties. The conduct of individual banks towards their counterparties differed, which impacted the settlement. Landsbanki and Glitnir both sent their clients announcements informing that outstanding derivatives contracts would be closed. However, the wording in the case of Landsbanki was somewhat unclear and had to be interpreted in the context of how individual clients responded, resulting in varying methods being applied to individual clients.
 

Rights:

Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)