Opin vísindi

„Ég er sá sem ég er“ Týpólógískur lestur á Sölku Völku

„Ég er sá sem ég er“ Týpólógískur lestur á Sölku Völku


Titill: „Ég er sá sem ég er“ Týpólógískur lestur á Sölku Völku
Höfundur: Jóhannsson, Jón Yngvi   orcid.org/0000-0003-0036-478X
Útgáfa: 2018
Tungumál: Íslenska
Umfang: 35-49
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Menntavísindasvið (HÍ)
School of Education (UI)
Birtist í: Ritröð Guðfræðistofnunar;46(1)
ISSN: 2298-8270
Efnisorð: Íslenskar bókmenntir; Skáldsögur; Kristni
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/775

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Skáldsaga Halldórs Laxness, Salka Valka, kom út í tveimur bindum árin 1931 og 1932. Sagan er iðulega álitin fyrsta skáldsaga Halldórs sem fullþroskaðs höfundar og jafnframt fyrsta þjóðfélagslega skáldsaga hans. Þegar Salka Valka kom út hafði Halldór Laxness snúið baki við þeirri kaþólsku trú sem hann tók sem ungur maður. Í Alþýðubókinni, ritgerðasafni sem hann sendi frá sér árið 1929, kemur hann fram sem sannfærður sósíalisti og heldur mjög fram vísindalegum mann-skilningi. Fræðimenn hafa enda gefið hinum trúarlega þætti sögunnar lítinn gaum. Undantekning frá þessu er Gunnar Kristjánsson sem fjallar um bókina í riti sínu Fjallræðufólkið (2002). Í þessari grein er varpað nýju ljósi á tengsl sögunnar við kristnar hefðir. Hér eru færð rök fyrir því að bygging sögunnar og veigamiklir þættir í merkingarsköpun hennar byggi á fyrirmynd úr kristinni týpólógískri hefð og að bindi sögunnar endurspegli hvort annað að fyrirmynd gamla og nýja testamentisins. Halldór Laxness nýtir sér þannig kristnar hefðir við byggingu sögunnar og hann sækir einnig tákn til kristinnar hefðar. Þetta breytir því þó ekki að niðurstöður sögunnar eru í hæsta máta veraldlegar og andsnúnar öllum kenningakerfum, hvort sem um er að ræða kristna trú eða vísindalegan sósíalisma.
 
Halldór Laxness’s novel, Salka Valka, was originally published in two volumes in 1931 and 1932. The novel is generally considered to be the author’s first mature work as well as his first social-realist novel. When Salka Valka was published, Laxness had turned his back on the Catholic faith, which he had converted to as a young man. In Alþýðubókin (The People’s Book), a collection of essays published in 1929, he emerged as a fully-fledged socialist and advocate of a rigorously scientific understanding of the human condition. Consequently, scholars have not paid much attention to the novel’s religious aspects. An exception to this is Gunnar Kristjánsson who treats this subject in his book Fjallræðufólkið (The People from the Sermon on the Mount, 2002). In this article, a new light is shed on the novel’s relation to Christian traditions. It is argued that the novel’s composition and important parts of its structure are based on models from the Christian tradition of typology and that the two volumes are interconnected in a similar way as the Old and the New Testaments. Halldór Laxness thus uses Christian traditions to structure his text and employs several traditional Christian symbols. This does however not change the fact that the novel’s conclusions are strictly secular, and indeed counter to all systems of belief, whether they are rooted in the Christian religion or in scientific socialism.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum:


Fletta

Um vefinn

Reikningurinn minn