Opin vísindi

Of seint, óljóst og veikt: hvernig og hvers vegna hugmyndin um fyrsta viðkomustaðinn í heilbrigðiskerfinu hefur misst marks

Skoða venjulega færslu

dc.contributor Háskóli Íslands
dc.contributor University of Iceland
dc.contributor.author Sigurgeirsdóttir, Sigurbjörg
dc.date.accessioned 2016-08-23T11:19:11Z
dc.date.available 2016-08-23T11:19:11Z
dc.date.issued 2015
dc.date.submitted 2016-08
dc.identifier.citation Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. 2015. Of seint, óljóst og veikt: hvernig og hvers vegna hugmyndin um fyrsta viðkomustaðinn í heilbrigðiskerfinu hefur misst marks. Stjórnmál og Stjórnsýsla. 11:2. 161-186.
dc.identifier.issn 1670-6803
dc.identifier.issn 1670-679X (e-ISSN)
dc.identifier.uri https://hdl.handle.net/20.500.11815/66
dc.description.abstract Þessi rannsókn snýst um hugmyndir og hagsmuni í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Rannsóknin lýsir því hvernig annars vegar hugmyndin um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og hugmyndin um það að sjúklingar eigi að hafa nokkurt val um það hvert þeir sæki þjónustu innan kerfisins hafa tekist á við mótun kerfisins í hart nær hálfa öld. Leitast er við að varpa ljósi á þá spurningu hvers vegna stjórnvöldum hefur ekki tekist að ná því markmiði að heilsugæslan verði að jafnaði fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðisþjónustunni. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast betri skilning á því hvernig gjá milli markmiða og niðurstöðu í opinberri stefnumótun eins og greina má í þessu stefnumáli verður til. Byggt er m.a. á áralöngum rannsóknum á þróun íslenska heilbrigðiskerfisins, m.a. birtum og óbirtum gögnum úr rannsóknum höfundar og viðtölum við lækna, embættismenn og stjórnmálamenn. Stuðst er við kenningar um innleiðingarferli í opinberri stefnumótun til að draga upp fræðilega mynd af því hvernig framkvæmd og eftirfylgni þessarar stefnumótunar hefur gengið fyrir sig. Þá er gefin mynd af því hvernig mál komast á dagskrá stjórnvalda og hvers vegna tilraunir stjórnvalda til að koma á meiriháttar breytingum takast stundum, en oftast ekki. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að betra aðgengi að heilsugæsluþjónustu fyrir landsmenn sem fyrstu lögin lögðu áherslu á var fyrst og fremst ætlað að ná til íbúa á landsbyggðinni. Aftur á móti, þá kom markmiðið um fyrsta viðkomustaðinn of seint fram sem stefnumið stjórnvalda, markmið stefnumótunar og innleiðingar voru óljós og misvísandi, og stjórntækin of veik.
dc.description.abstract This research is about ideas, interests and institutions in health care in Iceland. It describes how the idea of primary care centres as the first point of patients´ contact in health care, on one hand, and the idea of patients´ freedom to choose where to seek medical care, on the other, have been the competing views shaping the system for almost fifty years. The research seeks to shed lights on why the authorities have not succeeded in making primary care become the first point of contact in health care. It aims to create a better understanding about why and how such a gap between objectives and outcomes in public policy emerges. This study draws on published and unpublished findings from the author´s earlier research on the Icelandic health care system, and interviews with medical doctors, civil servants and politicians. Theories on policy implementation are applied in order to bring out a theoretical perspective on government´s policy implementation. Furthermore, the research brings out how issues in health care reach government´s agenda and why government´s attempts at change do sometimes succeed, but most often don´t. It concludes that better access to primary care services emphasized by the early 1970s legislation was first and foremost aimed at people living outside the two main urban areas. On the other hand, the idea of patients´ first point of contact as a goal of government policy emerged too late, its aim and implementation was too ambiguous and the tool of government applied too weak.
dc.format.extent 161-186
dc.language.iso is
dc.publisher Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands
dc.relation.ispartofseries Stjórnmál og Stjórnsýsla;11:2
dc.rights info:eu-repo/semantics/openAccess
dc.subject Heilbrigðisþjónusta
dc.subject Heilsugæsla
dc.subject Stefnumótun
dc.subject Rannsóknir
dc.title Of seint, óljóst og veikt: hvernig og hvers vegna hugmyndin um fyrsta viðkomustaðinn í heilbrigðiskerfinu hefur misst marks
dc.title.alternative Too late, too vague, too soft: how and why the idea of the first point of contact in the Icelandic health care system has failed
dc.type info:eu-repo/semantics/article
dcterms.license Creative Commons Attribution 3.0 License
dc.description.version Ritrýnt tímarit
dc.description.version Peer reviewed
dc.identifier.journal Stjórnmál og stjórnsýsla
dc.identifier.journal Icelandic Review of Politics & Administration
dc.identifier.doi 10.13177/irpa.a.2015.11.2.3
dc.relation.url http://www.irpa.is
dc.contributor.department Stjórnmálafræðideild (HÍ)
dc.contributor.department Faculty of Political Science (UI)
dc.contributor.school Félagsvísindasvið (HÍ)
dc.contributor.school School of Social Sciences (UI)


Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum:

Skoða venjulega færslu