Viðhorf ungs fólks til pólitískrar þátttöku
Hleð...
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands
Úrdráttur
Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf ungmenna til pólitískrar
þátttöku, annars vegar félagslegrar þátttöku, eins og að vernda umhverfið og
vinna að mannréttindum, og hins vegar stjórnmálaþátttöku, eins og að kjósa
og ganga í stjórnmálaflokk. Viðhorf ungmennanna er athugað í tengslum við
skilning þeirra á lýðræði og samhygð þeirra; stuðning foreldra og bæði þeirra
eigin þátttöku og foreldra þeirra í félags- og stjórnmálastarfi. Rannsóknin er
hluti rannsóknarverkefnisins „Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi“.
Þátttakendur voru 14 og 18 ára ungmenni, alls 1042 talsins. Spurningalistar voru
lagðir fyrir þau og viðtöl tekin við 21 ungmenni.
Nokkuð ólíkar niðurstöður komu fram eftir því hvort pólitísk þátttaka
var af félagslegum eða stjórnmálalegum toga. Hærra hlutfall ungmennanna
lagði áherslu á félagslega þátttöku fólks en stjórnmálaþátttöku. Eftir því sem
skilningur ungmennanna á lýðræði var meiri og samhygð ríkari þeim mun
líklegri voru þau til að telja félagslega þátttöku fólks mikilvæga. Sama átti við
um þau sem upplifðu meiri stuðning foreldra sinna og ef þau og foreldrar
þeirra höfðu tekið þátt í sjálfboðnu félagsstarfi. Færri þættir tengdust viðhorfi
til stjórnmálaþátttöku. Stúlkur, sem töldu atriði sem einkenna lýðræði mikilvæg,
og eins þau ungmenni, sem áttu foreldra sem tóku þátt í stjórnmálastarfi, höfðu
jákvæðara viðhorf til stjórnmálaþátttöku.
Í viðtölunum kom fram að ungmennin töldu félagslega þátttöku mikilvæga
leið til að láta rödd sína heyrast, vera virk og hafa áhrif á samfélagsleg mál. Skortur á trausti á stjórnvöldum drægi úr stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Þau
kölluðu jafnframt eftir kynningu á leiðum og vettvangi til þátttöku.
The aim of the study is to explore young people’s attitudes towards political participation, both towards social-movement participation, such as taking part in protecting the environment and advocate for human rights; and towards more conventional participation such as voting. Their attitudes are examined in relation to their understanding of democracy, their empathy level, their parents’ support, and both their own and their parents’ conventional and social-movement participation. The study is a part of the research project, Young People’s Civic Engagement in a Democratic Society. The participants are Icelandic, age 14 and 18, in total 1042. They all responded to a questionnaire and 21 of them were interviewed. The study’s main findings were: Proportionally more young people emphasized social-movement participation than conventional participation. The more understanding they had of democracy and the higher level of empathy they expressed, the more positive attitudes they had towards social-movement participation. Furthermore, those who experienced more parental support and reported their own or their parents’ conventional and social-movement participation had more positive attitudes towards social-movement participation. Fewer factors were related to the young people’s attitudes towards conventional participation. The more girls found characteristics of democracy important, the more positive attitudes they had towards conventional participation; also, if their parents had participated in political parties. The interviews revealed that the young people felt social-participation an important way to have a voice, be active, and to have an impact on societal issues. Lack of trust towards authorities reduced their political participation. Also, they called for information about ways and fields to be active
The aim of the study is to explore young people’s attitudes towards political participation, both towards social-movement participation, such as taking part in protecting the environment and advocate for human rights; and towards more conventional participation such as voting. Their attitudes are examined in relation to their understanding of democracy, their empathy level, their parents’ support, and both their own and their parents’ conventional and social-movement participation. The study is a part of the research project, Young People’s Civic Engagement in a Democratic Society. The participants are Icelandic, age 14 and 18, in total 1042. They all responded to a questionnaire and 21 of them were interviewed. The study’s main findings were: Proportionally more young people emphasized social-movement participation than conventional participation. The more understanding they had of democracy and the higher level of empathy they expressed, the more positive attitudes they had towards social-movement participation. Furthermore, those who experienced more parental support and reported their own or their parents’ conventional and social-movement participation had more positive attitudes towards social-movement participation. Fewer factors were related to the young people’s attitudes towards conventional participation. The more girls found characteristics of democracy important, the more positive attitudes they had towards conventional participation; also, if their parents had participated in political parties. The interviews revealed that the young people felt social-participation an important way to have a voice, be active, and to have an impact on societal issues. Lack of trust towards authorities reduced their political participation. Also, they called for information about ways and fields to be active
Lýsing
Efnisorð
Stjórnmálaþátttaka, Unglingar, Viðhorf, Blandaðar rannsóknir
Citation
Ragný Þóra Guðjohnsen, Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2017). Young people’s views on political participation. Stjórnmál og stjórnsýsla, 13(2), 287-309. doi:10.13177/irpa.a.2017.13.2.6