Opin vísindi

Reglugerðarumhverfi frumkvöðla á Íslandi: Greining á stöðu og tækifærum til úrbóta

Reglugerðarumhverfi frumkvöðla á Íslandi: Greining á stöðu og tækifærum til úrbóta


Title: Reglugerðarumhverfi frumkvöðla á Íslandi: Greining á stöðu og tækifærum til úrbóta
Alternative Title: The regulatory environment of entrepreneurs in Iceland: Analysis of current situation and opportunities for improvements
Author: Óskarsson, Gunnar
Þráinsson, Hermann Þór
Date: 2017-12-19
Language: Icelandic
Scope: 49-66
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Department: Viðskiptafræðideild (HÍ)
Faculty of Business Administration (UI)
Series: Tímarit um viðskipti og efnahagsmál;14(2)
ISSN: 1670-4444
1670-4851 (eISSN)
DOI: 10.24122/tve.a.2017.14.2.3
Subject: Frumkvöðlar; Efnahagsmál; Fyrirtæki; Reglugerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/650

Show full item record

Citation:

Gunnar Óskarsson, Hermann Þór Þráinsson. (2017). Reglugerðarumhverfi frumkvöðla á Íslandi: Greining á stöðu og tækifærum til úrbóta. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 14(2), 49-66. doi:10.24122/tve.a.2017.14.2.3

Abstract:

Þar sem helstu atvinnugreinar Íslands eru bundnar stækkunartakmörkunum gegna aðrar atvinnugreinar auknu mikilvægi í íslenskum efnahag. Í þessu samhengi sinna frumkvöðlafyrirtæki þýðingarmiklu hlutverki, en til að þau geti dafnað og staðist samkeppni á erlendum mörkuðum þarf sá reglugerðargrunnur sem fyrirtækin eru stofnuð á að vera nútímalegur, hagkvæmur og skilvirkur. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á reglugerðarumhverfi frumkvöðla og greina hvort og þá hvar helstu tækifæri til úrbóta gætu legið. Rannsóknin byggir annars vegar á djúpviðtölum við sex frumkvöðla sem hafa stofnað og rekið nokkur þekkt frumkvöðlafyrirtæki og náð árangri á alþjóðlegum mörkuðum, eða fyrirtæki sem eru skemmra á veg komin og eru að fóta sig í umhverfi íslenskra frumkvöðlafyrirtækja. Hins vegar byggir rannsóknin á samanburði reglugerðarumhverfis á Íslandi við önnur lönd þar sem slíkt umhverfi hefur verið skoðað í alþjóðlegum greiningum. Niðurstöðurnar sýna að reglugerðarumhverfi íslenskra frumkvöðla er að mörgu leyti hagkvæmara en í samanburðarlöndunum, en þó eru enn tækifæri til úrbóta.

Rights:

Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)