Opin vísindi

Trú og ofbeldi. Trúarskilningur Charles Kimballs í gagnrýnu ljósi

Skoða venjulega færslu

dc.contributor Háskóli Íslands
dc.contributor University of Iceland
dc.contributor.author Bóasdóttir, Sólveig Anna
dc.date.accessioned 2018-03-14T11:28:53Z
dc.date.available 2018-03-14T11:28:53Z
dc.date.issued 2016
dc.identifier.citation Sólveig Anna Bóasdóttir. (2016), Trú og ofbeldi. Trúarskilningur Charles Kimballs í gagnrýnu ljósi. Ritröð Guðfræðistofnunar, 43(2), 29-40.
dc.identifier.issn 2298-8270
dc.identifier.uri https://hdl.handle.net/20.500.11815/637
dc.description.abstract Nýlega hefur sú áhersla verið áberandi í fræðilegu samhengi að trú geti leitt til ofbeldis. Dæmin sem tekin eru um þetta koma bæði úr sögu og samtíð, allt frá blóðfórnum fornaldar, heilögu stríði, krossferðum og rannsóknarrétti miðalda, til nýlegra dæma um hryðjuverk sem öfgatrúarhópar lýsa á hendur sér. En er þetta rétt? Á trú sér dökka og hættulega hlið, og ef svo, hver er ástæða þess? Hvað er trú, þegar allt kemur til alls? Með þessar spurningar í huga er þekkt bók eftir trúarbragðafræðinginn Charles Kimball, When Religion Becomes Evil (2002), greind; einkum er sjónum beint að fimm svokölluðum viðvörunarljósum sem að hans mati blikka þegar hætta er á að trú spillist og verði ofbeldis-hvetjandi. Viðvörunarljósin fimm felast í óvéfengjanlegum staðhæfingum, blindri hlýðni, hugmynd um fullnustu tímans eða úrslitastund sögunnar, sannfæringu um að tilgangurinn helgi meðalið og loks yfirlýsingu um heilagt stríð. Með stuðningi í skrifum Williams T. Cavanaughs, sem hefur uppi efasemdir um réttmæti staðhæfingarinnar um að trú sé ofbeldishvati, er á það bent að hugtakið trú oft óljóst í þessari orðræðu og það skapi vanda-mál hvað varðar að skilja hver sé munurinn á trúarlegri og veraldlegri hugmyndafræði sem lýtur að ofbeldi. Ef ofbeldi er vandamálið þá er ekki fullnægjandi að vara aðeins við einkenn-um trúarlegs ofbeldis heldur þarf að vara við öllu sem hvetur til ofbeldis, hvaðan sem það kemur. Það sem virkilega þarf þó að skýra, ef skilja á staðhæfingar um að trú sé ofbeldis-hvetjandi, er vægi aðgreiningarinnar milli hins trúarlega sviðs og hins veraldlega sviðs.
dc.description.abstract Recently the argument that religion is especially inclined to produce violence has been stated across a range of disciplines. Examples of this can be all from blood sacrifices, holy wars, crusades, inquisitions etc., etc., to contemporary terrorism by Muslim fundamentalists and other religious groups. But is this true? Is there a deadly dark side of religion and if so, how is that argued for? What is religion after all? With these questions in mind this article examines Charles Kimball’s book When Religion Becomes Evil (2002), especially his five warning signs of corruption in religion but according to him they are: 1) absolute truth claims, 2) blind obedience, 3) establishing the “ideal” time, 4) the end justifies any means and 5) declaring holy war. Leaning on the insight of William T. Cavanaugh, who problematizes the view that religion is prone to violence, it is pointed out that in this discourse the concept of religion is unclear, which causes difficulties in understanding the difference between religious ideologies and secular ideologies. Warning against only religious violence is taken to be inadequate. What really needs to be explained in this whole discourse, however, is the very distinction between religious and secular violence which is taken for granted more than argued for properly.
dc.format.extent 29-40
dc.language.iso is
dc.publisher Guðfræðistofnun Háskóla Íslands
dc.relation.ispartofseries Ritröð Guðfræðistofnunar;43(2)
dc.rights info:eu-repo/semantics/openAccess
dc.subject Trúmál
dc.subject Ofbeldi
dc.subject Styrjaldir
dc.subject Trúarbragðafræði
dc.title Trú og ofbeldi. Trúarskilningur Charles Kimballs í gagnrýnu ljósi
dc.type info:eu-repo/semantics/article
dc.description.version Peer Reviewed
dc.identifier.journal Studia Theologica Islandica
dc.identifier.journal Ritröð Guðfræðistofnunar
dc.relation.url https://ojs.hi.is/ritrodgudfraedistofnunar/article/view/2516
dc.contributor.department Guðfræði- og trúarbragðadeild (HÍ)
dc.contributor.department Faculty of Theology and Religious Studies (UI)
dc.contributor.school Hugvísindasvið (HÍ)
dc.contributor.school School of Humanities (UI)


Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum:

Skoða venjulega færslu