The impact of climate change and the shift towards sustainability are becoming increasingly apparent, raising awareness and driving businesses to enhance their value through sustainable practices. The fashion industry, often criticized for its reliance on unsustainable practices, is now urged by various stakeholders to prioritize sustainability efforts. This doctoral thesis addresses a gap in the existing literature and responds to the need for research regarding sustainable business models in the fashion industry. Through four papers, the thesis aimed to identify the key drivers, challenges, and outcomes associated with adopting sustainable practices in the fashion industry, thereby contributing to developing more socially and environmentally responsible business models. The overall research aim is to explore how the fashion industry incorporates social, environmental, and economic value into its business models and redefine organizational boundaries to establish and sustain social and environmental responsibility, by focusing on the Nordic fashion industry, which is recognized for its sustainability leadership and homogeneity.
This study adopts an inductive approach to reasoning, presented in a systematic literature review in papers one and two, further demonstrated in an industry-focused case study in papers three and four. The first paper identified and explained the drivers of sustainability in business models and explored whether the fashion industry effectively measures and reports its activities to ensure transparency and improvement. One database was searched for academic publications in English, covering the period 2000 to 2018, yielding 422 papers wherein 19 articles related to the research topic were located, categorized, and analyzed further. The second paper also conducts a systematic literature review to examine how corporate social responsibility influences sustainability within the fashion industry. Two databases were searched for academic publications in English, covering the period from 2003 to 2019. A total of 892 papers were identified, of which 209 were analyzed.
The industry-focused case studies utilized primary and secondary data. Eleven in-depth semi-structured interviews with specialists, corporate actors and data from published sources from thirty-two Nordic fashion companies were incorporated, providing profound insights into the nature of sustainable business models within the Nordic fashion industry. The case study identified and described the in-dept in business models and how these models expand the scope concerning boundaries of efficiency, power, competence, and identity building on the organizational theory.
The result of this thesis demonstrates how organizational values, entrepreneurship, innovation, and internationalization processes contribute to integrating sustainability into fashion business models. The interplay between corporate social responsibility and sustainability links to commitments to create positive social, environmental, and economic impacts and industry efforts by reaching different stakeholders and the broader community to enhance business performance. The motivation driving corporate social responsibility and sustainability is revealed in internal and external drivers. The corporate social responsibility internal drivers link to authenticity, equity, exclusivity, financial management, and sustainability practices, and external drivers relate to cultural differences, ethical fashion, institutional pressure, government, and regulatory pressure. The internal drivers for sustainability relate to commitments, innovations, value creation, environmental practices, management, knowledge, waste management, functionality, and localism. External drivers are linked to slow fashion, regulatory pressure, regulations, market pressure, circularity pressure, and consumption.
The thesis results describe sustainability elements in fashion business models, whereas five are relevant for value propositions, two for value capture, and seven for value creation and delivery. Although durable and timeless designs are promoted, full sustainability has not been achieved. The current business models do not include key aspects such as reducing consumption, educating customers, managing waste, and implementing take-back systems, and cooperation between the fashion industry and governments concerning sustainability remains limited. Furthermore, three sustainability activities, relevant to internal drivers influencing actions, reshape organizational boundaries of efficiency, power, and competencies. However, no internal drivers or activities related to identity were identified. Twelve elements related to sustainability activities were identified as external drivers that shape fashion business models.
The academic contribution of this doctoral thesis is to outline the most relevant research regarding sustainability topics in the field of fashion. Using empirical evidence, it adds to the existing literature by uncovering broader trends in the value system of the Nordic fashion industry by exploring value creation, delivery, and capture. The thesis deepens the understanding of sustainability initiatives and key elements in fashion business models by exploring the barriers and challenges of redesigning such models when integrating sustainability practices. The research presented in the thesis demonstrates originality by combining business models with organizational boundaries in the context of sustainability, addressing a significant gap in current knowledge.
Furthermore, the doctoral thesis offers a novel perspective by combining elements of institutional theory with organizational boundaries. This is done by developing and presenting a new framework for the sustainable business model boundary framework (SBMBF) to understand how external forces and internal activities influence sustainable business practices, particularly regarding efficiency, power, competence, and identity. Additionally, the framework highlights how internal and external dynamics shape and guide organizational behavior. From a practical point of view, the model offers actionable strategies for businesses, such as (a) adopting circular business models, (b) enhancing transparency, (c) focusing on recyclable and low-impact materials, and (d) promoting cost-per-wear awareness while also acknowledging the challenges they face in implementing sustainable practices, such as financial constraints, stakeholder conflicts, or regulatory limitations. These insights could also be practical for fashion industry practitioners and policymakers to improve efficiency, empower positive transformation, foster new skill development, and strengthen brand identity.
This thesis concludes that sustainability in the fashion industry requires improving efficiency, addressing operational costs, and enhancing fair labor practices. Furthermore, to fulfill sustainability across all dimensions of the operation, it is necessary to engage with stakeholders at all levels, ensure traceability, and encourage responsible consumption as improvements for sustainable business models. The fashion industry must redefine its identity to avoid greenwashing and unsustainable practices.
Áhrif loftslagsbreytinga og áherslur á þróun í átt til sjálfbærni verða sífellt meira áberandi í umræðunni vegna aukinnar vitundar sem knýr atvinnugreinar til að endurskoða starfshætti hvað verðmætasköpun varðar. Tískuiðnaður sem er iðulega gagnrýndur fyrir ósjálfbæra starfshætti er undir þrýstingi hvað varðar að efla siðferði fyrirtækja sem iðngreininni tilheyra þannig að þau forgangsraði sjálfbærniáherslum framar. Doktorsrannsókn þessi bætir úr skorti á rannsóknum á þessu sviði með því að fjalla um sjálfbær viðskiptalíkön í tískuiðnaðinum. Ritgerðin samanstendur af fjórum birtum greinum þar sem skoðað var hvernig norræni tískuiðnaðurinn samþættir félagslegar, umhverfislegar og efnahagslegar áherslur viðskiptalíkönum sínum, en Norðurlöndin eru þekkt fyrir einsleitni og forystu þegar kemur að sjálfbærni.
Ritgerðin byggir á aðleiðsluaðferð (e. inductive approach), þar sem framkvæmdar voru kerfisbundnar fræðilegar samantektir (e. systematic literature review) sem birtast í greinum eitt og tvö, auk atvinnugreinamiðaðrar tilviksrannsóknar (e. industry focused case study) þar sem niðurstöður tengdar tískuiðnaði á Norðurlöndunum eru birtar í greinum þrjú og fjögur. Í fyrstu grein ritgerðarinnar er fjallað um helstu hvata sem stuðla að því að atvinnugreinin samþætti sjálfbærniáherslur viðskiptalíkönum sínum, skýri frá og mæli niðurstöður til að auka gagnsæi og þrýsta á um umbætur. Í því skyni var stuðst við vísindalegan gagnagrunn sem innihélt fræðigreinar sem birtar voru á árunum 2000 til 2018 og skrifaðar voru á ensku. Leitin skilaði 422 greinum þar sem 19 greinar tengdust viðfangsefni rannsóknarinnar, en inntak þeirra var síðan flokkað og greint samkvæmt tiltekinni rannsóknaraðferð. Önnur greinin sótti efni í tvo vísindalega gagnagrunna sem hafa að geyma fræðigreinar sem tengjast viðfangsefninu. Valdar voru greinar skrifaðar á ensku og birtust á árunum 2003 til 2019. Í þeirri grein var skoðað hvernig hugtakið samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (e. CSR) hefur áhrif á sjálfbærni innan tískuiðnaðarins. Í heildina fundust 892 greinar en inntak 209 þeirra var greint þar sem þær höfðu þýðingu fyrir rannsóknina.
Rannsóknin er einnig flokkuð sem atvinnugreinarmiðuð tilviksrannsókn með áherslu á tískuiðnað. Í þeim hluta rannsóknarinnar var byggt á frumgögnum (e. primary data) og fyrirliggjandi gögnum (e. secondary data). Sá hluti rannsóknarinnar byggir á ellefu hálfstöðluðum (e. semi-structured) viðtölum við sérfræðinga og stjórnendur á sviði sjálfbærni, ásamt eigendum tískufyrirtækja, auk þess sem byggt er á opinberum heimildum frá þrjátíu og tveimur tískufyrirtækjum til þess að dýpka skilning á eðli sjálfbærra viðskiptamódela hjá norræna tískuiðnaðinum. Í þessari tilviksrannsókn eru borin kennsl á og skilgreind virðiskerfi í viðskiptalíkönum atvinnugreinarinnar og hvernig líkönin víkka út hagkvæmnimörk (e. boundaries of efficiency), valdmörk (e. boundaries of power), hæfnismörk (e. boundaries of competence) og mörkun auðkennis (e. boundaries of identity) sem öll byggja á kenningum um skipulagsheildir (e. organizational theory).
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hvernig virðismat skipulagsheilda, frumkvöðlastarf, nýsköpun og alþjóðavæðing þrýstir á um að samþætta sjálfbærniáherslur viðskiptamódelum tískufyrirtækja. Samspil samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja og sjálfbærni tengist í gegnum skuldbindingu um að skapa jákvæð samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg áhrif og viðleitni tískuiðnaðarins til að ná til mismunandi hagaðila með það að markmiði að auka árangur fyrirtækja. Hvatinn að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og sjálfbærni er í formi innri og ytri hvata. Hvað varðar samfélagslega ábyrgð fyrirtækja þá eru innri hvatar skilgreindir sem áreiðanleiki, jafnrétti, sérstaða, fjármálastjórnun og árangur af sjálfbærnitengdri starfsemi, en helstu ytri hvatarnir eru menningarmunur, siðræn tísku, reglugerðir, stjórnvöld, stofnanaþrýstingur og lagalegur þrýstingur. Innri hvatar að sjálfbærniáherslum eru skuldbinding, innleiðing, virðisauki, umhverfislegar aðgerðir, stjórnendur, þekking, úrgangsstjórnun, notagildi og staðbundin stefna (e. localism). Ytri hvatar fyrir að innleiða sjálfbærniáherslur eru hæg tíska (e. slow fashion), lagalegur þrýstingur og reglugerðir, markaðsþrýstingur, þrýstingur í tengslum við hringrásarframleiðslu og leiðir til að draga úr neyslu.
Niðurstöður rannsóknarinnar draga einnig fram sjálfbærniþætti í viðskiptalíkönum tískuiðnaðarins. Samtals eru þeir fjórtán, þar af snúa fimm að virðisloforði (e. value proposition), tveir tengjast virðissköpun (e. value capture) og sjö lýsa virðisauka (e. value creation and delivery). Þrátt fyrir að líkönin dragi fram þætti eins og tímalausa og varanlega hönnun þá hefur sjálfbærnimarkmiðum atvinnugreinarinnar enn ekki verið náð. Þá vantar einnig þætti sem sýna hvernig tískuiðnaðurinn hyggst draga úr neyslu, auka þekkingu viðskiptavina, meðhöndla fata- eða textílúrgang, innleiða kerfi til að taka við notuðum fatnaði og tryggja samvinnu á milli atvinnugreinarinnar og stjórnvalda hvað sjálfbærniáherslur varðar. Hvað varðar skipulagsmörk þá eru þrjár aðgerðir tengdar sjálfbærni sem skapa innri hvata sem endurmótar hagkvæmnimörk, valdmörk og hæfnismörk, á meðan engir innri hvatar eru á mörkun auðkennis. Hvað ytri mörkin varðar komu fram tólf atriði sem hafa áhrif á skipulagsmörk, en ytri hvatar fela í sér áskoranir fyrir sjálfbær viðskiptalíkön og hvernig tekið er á þeim sem í þeim felst.
Doktorsritgerð þessi felur í sér bæði fræðilegt gildi og hagnýtt, þar sem mikilvægar rannsóknir á sviði tísku og sjálfbærni eru dregnar fram í dagsljósið í gegnum samantektarrannsóknir. Einnig er byggt á þekkingu og reynslu stjórnenda í atvinnugreininni varðandi sjálfbærni, en rannsóknin varpar ljósi á virðiskerfi tískufyrirtækja sem á Norðurlöndunum, sérstaklega í tengslum við virðissköpun, verðmætaafurðir og virðisauka. Í rannsókninni eru helstu lykilþætti í viðskiptalíkönum fyrir tísku greindir, ásamt því að helstu áskoranir og hindranir sem fylgja endurhönnun slíkra líkanna við innleiðingu stefnu og áherslna fyrir sjálfbærni eru kortlagðir. Frumleiki rannsóknarinnar felst í því að tengja saman kenningar um viðskiptalíkön og skipulagsmörk í samhengi sjálfbærni og ávarpa þekkingargap á þessu sviði. Rannsóknin eflir fræðilega þekkingu með því að kynna áherslur stofnanakenningar og skipulagsmarka í nýju líkani.
Þetta líkan skilgreinir hvernig innri ferlar og ytri öfl hafa áhrif á viðskiptahætti sem tengjast sjálfbærni, einkum hvað varðar skilvirkni, vald, hæfni og ímynd skipulagsheilda. Að auki sýnir það hvernig samspil innri og ytri þátta mótar og beinir hegðun fyrirtækja í átt að sjálfbærni. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar felst í því að varpa ljósi á þær áskoranir sem fyrirtæki í tísku standa frammi fyrir, svo sem fjárhagslegar skorður, árekstra við eða á milli hagsmunaaðila og takmarkanir vegna reglugerða.
Ályktað er sem svo að til að auka hagkvæmni við innleiðingu á sjálfbærniáherslum þurfi tískuiðnaðurinn að bæta skilvirkni, endurmeta rekstrarkostnað og tryggja sanngirni gagnvart eign starfsfólki og annarra sem starfa innan virðiskeðjanna. Til þess að sjálfbærniáherslur samtvinnist öllum sviðum atvinnugreinarinnar er nauðsynlegt að koma á samstarfi við hagaðila á öllum sviðum, tryggja rekjanleika hráefnis og framleiðslu og hvetja til ábyrgrar neyslu svo að úrbótatækifæri varðandi sjálfbær viðskiptalíkön séu nefnd. Tískuiðnaðurinn þarf að bæta ímynd sína og orðspor með raunverulegum aðgerðum og með því að forðast ósjálfbær vinnubrögð og grænþvott.