In this dissertation and through the phenomenology of the body, I explore the nature of touch, affect and implicit meaning in the formation of meaning in Luce Irigaray’s philosophy linked to her concept of sexual difference, embodiment and action in perception. I argue that interaction and inter-affection brings forth the knowable world whereby we shape ourselves and the world.
In chapter one, I begin by exploring touch as a haptic engagement, as a sense of touch that precedes perception and is thus irreducible to our sensory perception such as tactile touch and vision. I then unfold how Irigaray rejects Merleau-Ponty’s notion of touch based on his idea of the two touching hands as he misses the alterity of the other and the way we transcend each other in a vital process of inter-affectivity. Touch does not obey subject-object logic but rather belongs to the unpredictability of the affective responding being in the invisible space between us — with its source in the material maternal touch.
Then in chapter two, I explore how sexual difference is intrinsically linked to touch and affect, having transcendental, spiritual and ethical implications and qualities based on our essential desire to connect in relation to difference or to the irreducible other so as to be whole. A pivotal concern in my dissertation is the interval, our place of relationships, and our possible creation of lateral intersubjectivity without subjugation and outside the master narrative of the one, the neuter.
In chapter three I continue to investigate how the concept of self-affection is linked to sexual difference as the political power of transformation and change to overcome dualisms in Western culture such as the binary between subject and object, body and mind, nature and culture, and traditional gender binaries that uphold the hegemony of the one. The real problem does not concern the longstanding debating discourses between essentialism and constructionism, but how we can enter into a culture of being two that is of a sexual nature.
Finally, in chapter four, based on the phenomenology of the fluid and the in-between, I explore our relation to time. I unfold how the temporal affective/affected body precedes subjectivity and other categories and how this temporality allows the transcendence from immanence towards a novel state of being that goes against metaphysical binaries. By relating to the discontinuous time of affect, it is possible to disrupt the idea of the self-producing subject and the linear time of the same and redeem the past towards a cultivation of sexual difference and a more creative future.
Í þessari ritgerð og í ljósi fyrirbærafræði líkamans tekst ég á við eðli snertingar, eðli
sjálfshrifa og hins undirskilda í myndun merkingar eins og hún birtist í heimspeki
Luce Irigaray, en viðfangsefnið tengist kynjamismun, líkamleika og gerandavirkni.
Ég færi rök fyrir því hvernig stöðug víxlverkun okkar við heiminn leiðir af sér hinn
þekkingarbæra heim sem felur í sér að við mótum heiminn og okkur sjálf.
Í fyrsta kafla greini ég snertingu sem skynhrif sem er alltaf víðfeðmnari og
flóknari en skilningarvit okkar og því ekki unnt að smætta snertinguna og samlaga
hana skynfærum okkar eins og snertiskyni og sjónskyni. Þá geri ég grein fyrir því
hvernig Irigaray hafnar kenningu Merleau-Pontys um snertingu sem grundvallast á
hugmynd hans um tvær hendur sem snerta hvor aðra, en hugmyndin nær ekki utan
um annarleika hins og hvernig við yfirstígum hvert annað og þróumst í líflegu ferli
sjálfshrifa. Snertingin hlýðir ekki lögmáli sjálfveru og viðfangs og tilheyrir frekar
ófyrirsjáanlegri skynfinningu viðbragðsvera, sem er í senn forhugtakanleg og
gagnverkandi og á sér stað í hinu ósýnilega rými á milli okkar — sem á jafnframt upphaf sitt í móðurlegri snertingu.
Í öðrum kafla kanna ég tengsl kynjamismunar, snertingar og skynhrifa sem
gefa kost á hreyfingu handanverunnar og leiða jafnframt af sér vitsmunalega og
siðferðilega verðleika grundvallaða á eðlislægri þrá mannsins til að tengjast
mismuninum eða hinum „óþættanlega hinum“ til að verða heil. Þungamiðja ritgerðar
minnar er millibilið, staður tengsla okkar sem fela í sér endalausa möguleika á
láréttum samveruleika án stigveldis og undirokunar — utan rökfræði einsleikans sem
birtist sem hlutlægni í tungumálinu. Í þriðja kafla rýni ég áfram í tengsl sjálfshrifa og kynjamismunar sem
pólítísks afls umbreytinga og sköpunar sem miðar að því að yfirstíga skautun
vestrænnar menningar eins og hún birtist í tvíhyggjupörun sjálfsveru og viðfangs,
líkama og hugar, náttúru og menningar sem og hefðbundna tvíhyggju kyngervis sem
viðheldur lögmáli yfirráða hins eina sanna. Hið raunverulega vandamál varðar ekki
hina langvinna deilu milli eðlishyggju og mótunarhyggju heldur hvernig við getum
skapað láréttan samveruleika tveggja sjálfsvera grundvallaða á kynjamismuni.
Í fjórða kafla og í ljósi fyrirbærafræði millirýmisins og hins fljótandi, skoða
ég tengsl okkar við tímann og beini sjónum að því hvernig skynhrifin fara á undan
sjálfsveruleika og hugtökum. Þá er hugað að því hvernig tími líkamsvitundar gerir handanverunni kleift að yfirstíga íveru/staðveru sína sem gengur í berhögg við
frumspekilega tvíhyggju. Með því að aftengjast línulegum tíma einsleika og hverfa
til skynhrifa er unnt að hrekja hugmyndina um hinn sjálfskapaða einstakling og
endurheimta fortíðina í átt að viðurkenningu mismunar og sköpun framtíðar.