Opin vísindi

Hin hugsandi sjálfvera : formlegt og óformlegt nám skoðað í ljósi heimspeki Páls Skúlasonar

Hin hugsandi sjálfvera : formlegt og óformlegt nám skoðað í ljósi heimspeki Páls Skúlasonar


Title: Hin hugsandi sjálfvera : formlegt og óformlegt nám skoðað í ljósi heimspeki Páls Skúlasonar
Author: Pálsdóttir, Kolbrún Þ.
Date: 2016-12-31
Language: Icelandic
Scope: 11
School: Menntavísindasvið
Series: Netla; (Sérrit 2016)
ISSN: 1670-0244
Subject: Ritrýndar greinar; Heimspeki; Menntun; Nám
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3839

Show full item record

Citation:

Pálsdóttir , K Þ 2016 , ' Hin hugsandi sjálfvera : formlegt og óformlegt nám skoðað í ljósi heimspeki Páls Skúlasonar ' , Netla , nr. Sérrit 2016 , bls. 1-11 .

Abstract:

Í þessari grein mun höfundur skoða hvernig merkingar- og tilgangshyggja Páls Skúlasonar heimspekings varpar ljósi á tengsl formlegs og óformlegs náms. Heimspeki Páls byggist einkum á tveimur áhrifamiklum straumum, annars vegar tilvistarspeki og hins vegar kerfishyggju, sem hafa mótað hugmyndir okkar um veruleikann og okkur sjálf. Tilvistarspekin útskýrir hvers vegna hvert okkar verður að finna sinn tilgang og móta eigin lífsstefnu; kerfishyggjan varpar ljósi á merkingarvefinn sem við göngum inn í og tökum þátt í að spinna. Slíkur skilningur á manneðlinu skýrir hvers vegna fjölbreytt námsumhverfi, bæði formlegt og óformlegt, skiptir máli við að styðja þroska og nám. Tilvistarspekin endurspeglast best á hinum óformlega vettvangi, en kerfishugsunin liggur til grundvallar hinu formlega námi sem gefur okkur verkfæri til að túlka og skilja merkingu ólíkra sviða veruleikans. Í greininni verða færð rök fyrir mikilvægi þess að nýta óformlegar námsleiðir á öllum skólastigum sem byggjast á áhuga nemenda, reynslu þeirra og sjálfræði.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)