Opin vísindi

Icelandic digital practices on Facebook : Language use in informal online communication

Icelandic digital practices on Facebook : Language use in informal online communication


Titill: Icelandic digital practices on Facebook : Language use in informal online communication
Höfundur: Isenmann, Vanessa Monika   orcid.org/0000-0002-1853-4903
Leiðbeinandi: Kristján Árnason
Útgáfa: 2022
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Deild: Íslensku- og menningardeild (HÍ)
Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI)
Efnisorð: Félagsmálvísindi; Tölvusamskipti; Tölvulæsi; Doktorsritgerðir; Íslenska; Facebook; Samfélagsmiðlar; Sociolinguistics; Computer-mediated communication; Digital literacy; Icelandic
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3666

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
The dissertation addresses informal Icelandic writing practices in online communication, often referred to as computer-mediated communication (CMC). Specifically, the dissertation studies the linguistic practices of native Icelandic speakers on Facebook and seeks to gain insight on how the broader public evaluates such practices. Accordingly, the dissertation is influenced by linguistic research on language attitudes, superdiversity, and multilingualism in the context of digital environments. It is interested in the formal characteristics of Icelandic CMC and tries to explore what linguistic and semiotic resources users draw upon, how different communicative functions and contextual factors affect those choices, and how the users’ digital practices relate to language regard and linguistic ideology in Iceland. The dissertation comprises different investigations: First, a language attitudes study examines subconscious language attitudes toward informal language use in online environments. Second, the dissertation presents a detailed quantitative and qualitative corpus analysis of informal digital writing practices of Icelandic native speakers on Facebook. The research is especially relevant against the backdrop of changing linguistic practices among (young) Icelanders, not least in digital media, that contrast with Icelandic language ideology and that have raised concerns regarding a weakened status of Icelandic in digital environments.
 
Verkefnið kannar málnotkun Íslendinga á netinu. Nánar tiltekið er fjallað um málnotkun í óformlegum samskiptum á Facebook með tilliti til tilhvata fólks í vali á tungumáli og málsniði, en einnig er hugað að viðhorfum málnotenda til óformlegrar málnotkunar á netinu. Markmið verkefnisins er að skoða hvaða leiðir málhafar nota til tjáningar á Facebook og af hverju. Í brennidepli rannsóknarinnar er form, hlutverk og félagsmálfræðilegt gildi íslensku í óformlegum netsamskiptum. Gerð er rannsókn á fjöltungumálnotkun (multilingualism) og ofurfjölbreytni (superdiversity) í netumhverfi sem og rannsókn á ómeðvituðum viðhorfum til breytileika í íslensku máli. Viðhorfskönnuninni á málnotkun á netinu er sérstaklega beint að óformlegri ritmálsnotkun á Facebook og er beitt aðlagaðri útgáfu „grímuprófsins” sem svo er kallað (matched-guise test). Meginrannsóknin á raunverulegri málnoktun Íslendinga á netinu beitir aftur á móti megindlegri og eigindlegri rannsókn á Facebook-færslum og byggir á hugmyndum og kenningum sem þróaðar hafa verið í rannsóknum á nýjum lestrar- og skriftarvenjum (new literacies) og í rannsóknum á notkun fleiri en eins tungumáls í ofurfjölbreytilegum félagshópum. Rannsóknin er sérstaklega tímabær í ljósi þess að breytingar virðast eiga sér stað um þessar mundir í málumhverfi og málvenjum meðal (ungra) Íslendinga, ekki síst í stafrænum miðlum, en það hefur vakið áhyggjur um veika stöðu íslenskunnar í stafrænu umhverfi.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: