Opin vísindi

Managing unprecedented risk: Unstable slopes in Iceland and Greenland

Managing unprecedented risk: Unstable slopes in Iceland and Greenland


Titill: Managing unprecedented risk: Unstable slopes in Iceland and Greenland
Aðrir titlar: Stjórnun á fordæmalausri áhættu: Óstöðugar fjallshlíðar á Íslandi og Grænlandi
Höfundur: Matti, Stephanie Alice
Leiðbeinandi: Helga Ögmundardóttir
Útgáfa: 2022
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Deild: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild (HÍ)
Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics (UI)
Efnisorð: Risk management; Disaster; Disaster risk management; Landslide; Landslide; Iceland; Greenland; Emerging hazard; Climate change; Unprecedented risk; Psychosocial; Land use planning; Áhættustjórnun; Náttúruhamfarir; Loftslagsbreytingar; Jarðvegsrannsóknir; Skriðuföll; Doktorsritgerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3604

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Climate change is contributing to shifts in the magnitude and scale of hazards, and the emergence of environmental risks in areas where they were previously unknown. In the Öræfi district of south-east Iceland, a fracture discovered by farmers gathering sheep on the Svínafellsheiði mountainside was the first indication that a large section of the slope was unstable. If the slope fails, the resulting landslide is predicted to contain 60 million cubic metres of bedrock. The debris may remain deposited on the surface of the Svínafellsjökull glacier below; however, there is a chance that the landslide could incorporate ice from the glacial surface, and cause flooding or a tsunami in the proglacial lake. The potential flooding or tsunami represents the main risk for people and infrastructure downhill. The area is a nature tourism hub with approximately 30,000 tourists visiting the glacier each year. An estimated 1,500 people spent time in the at-risk area each day in 2018. This thesis aims to increase our understanding of how disaster risk management is conducted for unprecedented climate change-related hazards. This was done by examining the social dimensions of the unstable Svínafellsheiði slope from different angles including the contribution of local knowledge to newly emerging hazards, the effects of risk mitigation measures on psychosocial wellbeing, risk communication with affected demographics, and planning for relocation. Using grounded theory ethnography, the study incorporates semi-structured interviews, participant observation, complete participation, document analysis, and a review of the literature. Comparisons are also made with landslide-triggered tsunami risk management in Karrat and Uummannaq Fjords of Greenland. The research was conducted between September 2018 and May 2022. This research highlights the need for official risk management processes to engage affected people as decision-makers, mitigate the psychosocial impacts of risk management policies, and ensure that all people living and working in exposed areas are informed about the risk and emergency response protocols. A key recommendation is that government authorities pivot from determining risk management and relocation options, to providing a structure to underpin and support community agency. By identifying complex patterns of exposure and vulnerability, this research establishes a nuanced understanding of the risk that can help guide the risk management and community resilience to the unstable slope. The findings can inform risk management and relocation processes in other societies facing unprecedented potentially-fatal climate change-related hazards.
 
Loftslagsbreytingar valda sífellt fleiri og alvarlegri tegundum náttúruvár og umhverfistengdar hættur koma nú betur í ljós á landsvæðum sem hafa jafnvel aldrei áður þurft að kljást við slíkt. Í Öræfasveit, í heiðinni fyrir ofan Svínafellsjökul, uppgötvuðu bændur í fjárleit sprungu í berggrunninum sem var fyrsta vísbending um að stór hluti hlíðarinnar væri óstöðugur. Skríði hlíðin af stað getur það valdið framhlaupi af allt að 60 milljónum rúmmetra af efni. Framhlaupið gæti stöðvast fyrir neðan, á jöklinum sjálfum, en það er líka hugsanlegt að það hrífi með sér ís af yfirborði jökulsins, ýti við framhlaupi frá neðrihluta hans eða valdi flóðbylgju frá jökullóninu, sem allt myndi hafa mikil áhrif á fólk og mannvirki á áhrifasvæðinu fyrir neðan. Svæðið er vinsæll ferðamannastaður og árlega koma um 30.000 manns til að skoða jökulinn. Árið 2018 komu um 1.500 manns daglega þangað sem hættan er mest. Doktorsritgerð þessi hefur það markmið að auka skilning á því hvernig viðbragðsáætlanir og aðgerðir eru framkvæmdar þegar um er að ræða óþekktar loftslagstengdar hættur. Rannsóknin felst í því að kanna hinar ýmsu félagslegu hliðar þeirrar vár sem stafar af sprungunni í Svínafellsheiði, m.a. út frá staðbundinni þekkingu á nýjum hættum af þessu tagi, kanna áhrif viðbragðsáætlana á sálfélagslega líðan, skoða þau samskipti um vána sem eiga sér stað milli ólíkra hópa og að varpa ljósi á áætlanir um brottflutning fólks af hættusvæðinu. Notuð var etnógrafísk aðferð, með aðferðafræðilegri nálgun grundaðrar kenningar, og var gögnum safnað með hálfopnum viðtölum, þátttökuathugunum, skjalarýni, sem og víðtækri könnun á heimildum á viðkomandi rannsóknasviði. Einnig var gerður samanburður á því tilviki sem er í brennidepli rannsóknarinnar við annað sambærilegt tilvik, þ.e. viðbrögð og áætlanir sem gripið var til þegar flóðbylgjur af völdum framhlaups urðu í Karrat- og Uummannaqfjörðum á Grænlandi. Rannsóknin var gerð frá september 2018 til maí 2022. Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að við gerð viðbragðsáætlana og í aðgerðum hins opinbera verði að hafa það fólk sem er í hættu með í ráðum, að það þurfi að leitast við að milda þau sálfélagslegu áhrif sem stefna hins opinbera í gerð viðbragðsáætlana hefur, og að ganga verði úr skugga um að öllum sem búa og starfa á áhrifasvæði tiltekinnar náttúruvár sé gerð ljós sú hætta sem af henni stafar og hvað neyðar- og viðbragðsáætlanir þar að lútandi fela í sér. Ein af lykilniðurstöðunum er að hlutverk yfirvalda ætti frekar að snúist um að efla íbúana sem virkan geranda í viðbrögðum og aðgerðum en einblína eingöngu á viðbragðsáætlanir og brottflutning sem slík. Rannsókn þessi sýnir fram á hve flókið það er fyrir samfélag að verav berskjaldað fyrir náttúruvá og framlag hennar er blæbrigðaríkur skilningur á þessari stöðu sem nýst gæti til áhættustjórnunar og aukinnar seiglu samfélagsins á áhrifasvæði sprungunnar í Svínafellsheiði í Öræfasveit. Rannsóknin er einnig framlag til áhættustjórnunar og áætlana um brottflutning fólks á öðrum svæðum í heiminum þar sem í auknum mæli er tekist á við náttúruvár af völdum loftslagsbreytinga, sem oft stofna lífi fjölda fólks í hættu.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: