Opin vísindi

Að læra íslensku sem annað mál : Markviss orðaforðakennsla í útinámi

Að læra íslensku sem annað mál : Markviss orðaforðakennsla í útinámi


Titill: Að læra íslensku sem annað mál : Markviss orðaforðakennsla í útinámi
Höfundur: Þorsteinsdóttir, Harpa Sif
Oddsdóttir, Rannveig
Útgáfa: 2021-12-31
Tungumál: Íslenska
Umfang: 603419
Svið: Hug- og félagsvísindasvið
Birtist í: Netla; ()
ISSN: 1670-0244
DOI: 10.24270/serritnetla.2021.2
Efnisorð: Orðaforði; Tvítyngi; Útikennsla; Vocabulary; Second Language Learning; Vocabulary instructions; Outdoor teaching
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3272

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Þorsteinsdóttir , H S & Oddsdóttir , R 2021 , ' Að læra íslensku sem annað mál : Markviss orðaforðakennsla í útinámi ' , Netla . https://doi.org/10.24270/serritnetla.2021.2

Útdráttur:

Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið í íslenskum leikskólum á undanförnum árum. Rannsóknir sýna að staða þessara barna í íslensku er fremur slök og meiri þekkingu og úrræði vantar innan leikskólanna til að geta sem best stutt við máltöku íslenskunnar hjá þeim. Markmið þessarar rannsóknar var að leita leiða til að vinna á markvissan hátt með íslenskan orðaforða leikskólabarna sem læra íslensku sem annað mál. Fimm tvítyngd börn fengu markvissa orðaforðakennslu með námsefninu Orðaleik í sjö vikur. Kennslan fór fram í útikennslu og var lögð áhersla á að kenna orð sem tengjast útiveru og umhverfi. Orðaforði barnanna var metinn fyrir íhlutun, strax að lokinni íhlutun og tveimur mánuðum eftir að henni lauk. Niðurstöður voru þær að öll börnin bættu við orðaforða sinn meðan á íhlutuninni stóð og viðhéldu þeim orðaforða tveimur mánuðum síðar. Framfarir einstakra barna voru þó mismiklar og draga má þá ályktun af gögnum rannsóknarinnar að virkni barnanna í málörvunarstundunum og samskiptum innan leikskólans hafi áhrif á hve miklum framförum þau ná. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að orðaforðakennsla sem er fléttuð inn í daglegt leikskólastarf getur skilað góðum árangri en huga þurfi að virkni einstakra barna í slíkum stundum og samskiptum innan leikskólans almennt.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: