Opin vísindi

Fussy eating in children with and without neurodevelopmental disorders in two study cohorts: A food based-intervention in a school setting with parent-child dyads, and children attending obesity treatment

Skoða venjulega færslu

dc.contributor University of Iceland
dc.contributor Háskóli Íslands
dc.contributor.advisor Anna S. Ólafsdóttir
dc.contributor.author Þorsteinsdóttir, Sigrún
dc.date.accessioned 2022-05-03T13:38:20Z
dc.date.available 2022-05-03T13:38:20Z
dc.date.issued 2022-03-18
dc.identifier.citation Þorsteinsdóttir, S. (2022). Fussy eating in children with and without neurodevelopmental disorders in two study cohorts A food based-intervention in a school setting with parent-child dyads, and children attending obesity treatment [doctoral dissertation, University of Iceland]. Opin vísindi.
dc.identifier.isbn 978-9935-9625-5-3
dc.identifier.uri https://hdl.handle.net/20.500.11815/3129
dc.description.abstract Difficult eating behaviours such as fussy eating are consistently found in young children, and those with neurodevelopmental disorders (ND) such as Autism spectrum disorder (ASD), Attention deficit hyperactive disorder (ADHD), anxiety, and depression. Fussy eating tends to peak in early childhood and then reduce, but less so for children with ND. Studies have also found links to fussy eating and children with obesity. Understanding fussy eating in children with obesity and comorbid disorders is important as acceptance of healthy foods tends to be low. Studies also indicate that increasing acceptance of healthy foods is difficult, especially in children with ND. Although studies on fussy eating have furthered our knowledge on eating behaviours, it is unfortunate that no inclusive food interventions exist for children with ADHD in addition to ASD and TD children, and none include parents in these settings. There were two overarching study aims: The first aim was to gain deeper insight into eating behaviours such as fussy eating in children with and without ND. The second aim was to investigate the effectiveness of the Taste education intervention in a school setting, in children with and without ND, and their parents. In paper I, a preliminary study on a sample of children with obesity, we found that fussy eating was common, and heightened in children with obesity and anxiety. The results were also in general accordance with taste preferences in children with fussy eating. In paper II which was built on screening data from the study sample in paper III, we analysed associations between parents and their children’s fussy eating, in a cross-sectional sample of children, with and without ND. Overall, children with ND accepted fewer food items and consumed unhealthier foods more frequently than children without ND. Fussy eating parents had children who accepted fewer food items and consumed unhealthier foods more frequently than children whose parents were not fussy eaters. In paper III, our second study sample, we investigated the effect of Taste Education, a 7-week food-based intervention with children and parents. We found superior results for Intervention compared to waiting, on Food fussiness, with stable effects through six-months follow-up. Results also showed increased odds of accepting vegetables, nuts, and seeds, but no association for fruit. Trends were similar for children regardless of ND-status for both fussy eating, and food acceptance. The Taste Education program provided a simple, noniv invasive way to decrease fussy eating and increase food variety in the longterm for children regardless of ND-status. Taken together, these papers provide new insights into fussy eating in Icelandic children with and without ND, and their parents. The results highlight a further need to study fussy eating, especially the relationships between fussy eating in children, their ND-status, and parents.
dc.description.abstract Matvendni og aðrar raskaðar fæðuvenjar eru algengar hjá ungum börnum, sér í lagi þeim sem einnig hafa taugaþroskaraskanir (TÞR) á borð við raskanir á einhverfurófi og athyglisbrest með ofvirkni (ADHD), en einnig kvíða og þunglyndi. Hjá flestum börnum dregur úr matvendni með hækkandi aldri, en síður hjá börnum með TÞR. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á tengsl á milli matvendni og offitu hjá börnum, þar sem fæðuvenjur eru mótaðar af umhverfi barnsins, erfðum og fjölskyldu, ekki síst foreldrum. Hollar fæðutegundir eru síður samþykktar en óhollar hjá börnum með offitu og aðrar raskani eins og TÞR, og því mikilvægt að öðlast dýpri skilning á fæðuvenjum þessara barna. Rannsóknir sýna einnig að erfitt er að fá matvönd börn almennt ̶ en ekki síst börn með taugaþroskaraskanir að auki ̶ til að samþykkja hollari fæðutegundir. Fæðumiðaðar íhlutanir fyrir börn með þessar raskanir eru af skornum skammti og oftast bundnar við börn með einhverfu eingöngu, eða þau sem ekki hafa TÞR, en ekki íhlutanir hjá börnum með og án TÞR (þar með talið ADHD). Þó að rannsóknir á matvendni hafi aukið þekkinguna svo um munar, er óheppilegt að engar fæðumiðaðar íhlutanir séu í boði sem henta foreldrum, og börnum án TÞR og einnig börnum með TÞR svo sem ADHD og einhverfu. Einnig er mikilvægt er að hafa í huga að börn með fjölbreyttar raskanir endurspegla skóla án aðgreiningar. Þátttöka foreldra í fæðumiðuðum íhlutunum er einnig æskileg þar sem þeir leika lykilhlutverk í mótun fæðuvenja hjá börnum sínum og því mikilvægt að skoða betur tengsl fæðuvenja hjá börnum og foreldrum þeirra. Í þremur rannsóknum er kafað dýpra í matvendni barna frá ýmsum sjónarhornum. Í grein I eru niðurstöður forrannsóknar kynntar á börnum með offitu þar sem matvendni var algeng og sérstaklega hjá börnum með kvíða að auki. Niðurstöður sýndu einnig að börnin í þessu þýði samþykktu og höfnuðu bragði svipað því sem sjá má í öðrum rannsóknum. Í grein II sem byggðist á skimunargögnum úr grein III voru skoðuð tengsl matvendni hjá foreldrum og börnum með og án TÞR. Niðurstöður sýndu að börn með TÞR samþykktu færri fæðutegundir og borðuðu óhollari fæðu oftar en börn án TÞR. Börn matvandra foreldra samþykktu færri fæðutegundir og borðuðu óhollari fæðu oftar en börn foreldra sem ekki voru matvandir. Í grein III sem einnig byggðist á gögnum úr þýði II skoðuðum við áhrif Bragðlaukaþjálfunar (Taste Education) sem var 7 vikna fæðumiðuð íhlutun með börnum og foreldrum þeirra. Niðurstöður sýndu betri árangur þ.e. minni matvendni hjá inngripshópi samanborið við viðmiðunarhóp og hélst árangurinn til 6 mánaða. Rannsóknin sýndi einnig auknar líkur á að samþykkja grænmeti, hnetur og fræ en ekki ávexti. Niðurstöður báru vitni um svipaðan árangur hjá börnum óháð TÞR. Gagnstætt því sem sjá má í flestum fæðumiðuðum íhlutunum mátti sjá þátttöku foreldra, barna með og án TÞR, og langtímaárangur hjá börnum óháð TÞR. Bragðlaukaþjálfun er einföld, mild aðferð til að draga úr matvendni og auka fæðufjölbreytni hjá börnum til langs tíma óháð TÞR. Greinarnar þrjár veita nýja og dýpri innsýn í matvendi og fæðuvenjur íslenskra barna með og án TÞR og foreldrum þeirra. Niðurstöður varpa ljósi á nánari þörf fyrir rannsóknir á matvendni, sér í lagi tengslum matvendni hjá börnum, út frá TÞR og foreldrum barnanna.
dc.description.sponsorship University of Iceland's Research fund (doctoral fund and research grant). Public Health Fund of the Directorate of Health. Fjarðarkaup grocery (study food items) Ásbjörn Ólafsson wholesale (end-of-study gifts)
dc.language.iso en
dc.publisher University of Iceland
dc.rights info:eu-repo/semantics/openAccess
dc.subject Börn
dc.subject Taugaþroskaraskanir
dc.subject Einhverfurófsröskun
dc.subject ADHD
dc.subject Matvendni
dc.subject Sálmeinafræði
dc.subject Offita
dc.subject Foreldrar
dc.subject Neurodevelopmental disorders
dc.subject Autism spectrum disorder
dc.subject Fussy eating
dc.subject Eating behaviours
dc.subject Parent-child dyads
dc.subject Psychopathology
dc.subject School-setting
dc.subject Intervention
dc.subject Obesity
dc.subject Doktorsritgerðir
dc.title Fussy eating in children with and without neurodevelopmental disorders in two study cohorts: A food based-intervention in a school setting with parent-child dyads, and children attending obesity treatment
dc.title.alternative Rannsókn á börnum með matvendni, með og án taugaþroskaraskana í tveimur þýðum: Fæðumiðuð íhlutun í skólaumhverfi með börnum og foreldrum, og börn í offitumeðferð
dc.type info:eu-repo/semantics/doctoralThesis
dcterms.license © 2022, Sigrún Þorsteinsdóttir
dc.contributor.department Faculty of Health Promotion, Sports and Leisure Studies (UI)
dc.contributor.department Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda (HÍ)
dc.contributor.school Menntavísindasvið (HÍ)
dc.contributor.school School of Education (UI)


Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum:

Skoða venjulega færslu