Inngangur: Opna hjartaaðgerð getur þurft að gera í alvarlegum tilfellum hjartaþelsbólgu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur skurðaðgerða við hjartaþelsbólgu á Íslandi en slík rannsókn hefur ekki birst áður.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir hjartalokuaðgerð vegna hjartaþelsbólgu á Landspítala 1997-2013. Leitað var að sjúklingum í rafrænum kerfum Landspítala og upplýsingar fengnar úr sjúkraskrám. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier og var meðaleftirfylgni 7,2 ár.
Niðurstöður: Af 179 sjúklingum sem greindust með hjartaþelsbólgu á rannsóknartímabilinu gengust 38 (21%) undir skurðaðgerð. Tveimur sjúklingum var sleppt þar sem sjúkraskrár þeirra fundust ekki. Rannsóknarþýðið samanstóð því af 36 sjúklingum. Aðgerðum fjölgaði jafnt og þétt á rannsóknartímabilinu, eða úr 8 aðgerðum fyrstu 5 árin í 21 þau síðustu ((gagnlíkindahlutfall, OR – odds ratio; öryggisbil, CI – confidence interval) OR: 1,12, 95% CI: 1,05-1,21, p=0,002). Blóðræktanir voru jákvæðar hjá 81% sjúklinga og ræktaðist oftast S. aureus (19%). Þrír sjúklingar höfðu fyrri sögu um hjartaskurðaðgerð og 5 höfðu sögu um misnotkun fíkniefna. Algengustu staðsetningar sýkingar voru í ósæðarloku (72%) og míturloku (28%). Hjartaloku var skipt út í 35 tilvikum, í 14 tilvika með ólífrænni loku og í 21 tilviki með lífrænni loku. Tvær míturlokur var hægt að gera við. Algengustu fylgikvillar eftir aðgerð voru hjartadrep (35%), öndunarbilun (44%) og enduraðgerð vegna blæðingar (25%). Fjórir sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (11%) og 5 og 10 ára lifun var 59% og 49%.
Umræða: Fimmti hver sjúklingur með hjartaþelsbólgu á Íslandi þurfti á hjartalokuaðgerð að halda, langoftast ósæðarloku- eða míturlokuskipti. Árangur er sambærilegur við erlendar rannsóknir en fylgikvillar eru tíðir, 30 daga dánartíðni hærri og langtímalifun lakari en eftir hefðbundnar lokuskiptaaðgerðir.
Introduction: The aim of this study was to evaluate the outcomes of
operations for endocarditis in Iceland, but such results have not been
reported before.
Materials and methods: Retrospective nation-wide study of patients
that underwent open-heart surgery for infective endocarditis at Landspitali
University Hospital in 1997-2013. Variables were collected from
hospital charts. Long-term survival was analysed using Kaplan- Meier
methods. Mean follow-up time was 7.2 years.
Results: Out of 179 patients diagnosed with endocarditis, 38 (21%)
underwent open heart surgery. Two patients were excluded due to missing
information leaving 36 patients for analysis. The number of operations
steadily increased, or from 8 to 21 during the first and last 5-years
of the study period (OR: 1.12, 95% CI: 1.05-1.21, p=0.002). The most
common pathogen was S. aureus and 81% (29/36) of the patients had
positive blood cultures. Three patients had history of previous cardiac
surgery and five had history of intravenous drug abuse. The aortic valve
was most often infected (72%), followed by the mitral valve (28%). The
infected valve was replaced in 35 cases 14 with a mechanical prosthesis
and 20 with a bioprosthesis. In addition two mitral valves were repaired.
Postoperative complications included perioperative myocardial infarction
(35%), respiratory failure (44%) and reoperation for bleeding (25%).
Thirty-day mortality was 11% (4 patients) with 5- and 10-year survival of
59% and 49%, respectively.
Conclusion: One out of five patients with endocarditis underwent surgery,
most commonly aortic or mitral valve replacement. Outcomes were
comparable to other studies. In comparison to elective valve replacement
surgery the rate of post-operative complications and 30-day mortality
were higher and long-term survival was less favorable.