Opin vísindi

Þrástef, þagnir og mótsagnir um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla

Þrástef, þagnir og mótsagnir um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla


Title: Þrástef, þagnir og mótsagnir um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla
Author: Bjarnadóttir, Valgerður S.
Ólafsdóttir, Anna
Geirsdóttir, Guðrún
Date: 2019-12-17
Language: Icelandic
Scope: 450439
University/Institute: Háskóli Íslands
Háskólinn á Akureyri
Department: Deild kennslu- og menntunarfræði
Series: Stjórnmál og stjórnsýsla; 15(2)
ISSN: 1670-679X
DOI: 10.13177/irpa.a.2019.15.2.3
Subject: Háskólar; Lýðræði; Stefnumótun; Universities; Democracy; Policy
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3009

Show full item record

Citation:

Bjarnadóttir , V S , Ólafsdóttir , A & Geirsdóttir , G 2019 , ' Þrástef, þagnir og mótsagnir um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla ' , Stjórnmál og stjórnsýsla , bind. 15 , nr. 2 , bls. 183-204 . https://doi.org/10.13177/irpa.a.2019.15.2.3

Abstract:

Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á orðræðu um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla með greiningu á ráðandi stefnumótunarskjölum um háskóla. Þær spurningar sem leitast verður við að svara eru hvort og hvernig orðræða í opinberum stefnuskjölum um háskóla endurspeglar a) lýðræðislegt hlutverk háskóla og b) hvernig háskólum er ætlað að búa nemendur undir ábyrga þátttöku í lýðræðissamfélagi. Valin voru til greiningar lykilskjöl þar sem lagaumgjörð og stefna íslenskra háskóla birtist. Skipta má úrtakinu í þrennt, þar sem skjölin draga fram stefnu háskóla á þremur ólíkum stigum; frá heildarstefnu hins opinbera, til þeirra hugmynda og áhersluatriða sem háskólarnir velja að draga fram í stefnum sínum, og til ætlaðrar framkvæmdar eins og hún er sett fram í ársskýrslum skólanna. Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að hugmyndir um lýðræðislegt hlutverk háskóla í opinberum stefnuskjölum séu óljósar og ómótaðar. Stefnur og ársskýrslur háskólanna endurspegla þó ákveðna lýðræðisáherslu, en þrástefið um gæði og samkeppnishæfni skyggir á þá áherslu.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)