Opin vísindi

Í útlendra höndum: Jón Sigurðsson og handritasöfnun á Íslandi 1840–1880

Í útlendra höndum: Jón Sigurðsson og handritasöfnun á Íslandi 1840–1880


Titill: Í útlendra höndum: Jón Sigurðsson og handritasöfnun á Íslandi 1840–1880
Aðrir titlar: In Foreign Hands: Jón Sigurðsson and manuscript collecting in Iceland 1840–1880
Höfundur: Olafsson, Bragi   orcid.org/0000-0003-0692-3351
Leiðbeinandi: Már Jónsson
Útgáfa: 2022-02
Tungumál: Íslenska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Deild: Sagnfræði- og heimspekideild (HÍ)
Faculty of History and Philosophy (UI)
ISBN: 978-9935-9640-1-4
Efnisorð: Handritasöfnun; Handritasöfn; Jón Sigurðsson; Þjóðernishyggja; Sagnfræði; Doktorsritgerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2784

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Í þessari ritgerð er fjallað um handritasöfnun Jóns Sigurðssonar forseta. Markmið hennar er þríþætt. Í fyrsta lagi að varpa ljósi á tilgang söfnunarinnar og þá hvata er lágu þar að baki, í öðru lagi að skoða þær deilur er spruttu í kjölfar hennar og loks að kanna viðbrögð við þeim eins og þau birtust á opinberum vettvangi, í bréfaskiptum Jóns Sigurðssonar og samferðarmanna hans, og í aðbúnaði varðveislustofnana á Íslandi. Stuðst er við ævisögulega nálgun (e. biographical approach) og til greiningar er notast við kenningar Pierre Bourdieu um menningarlegt auðmagn (e. cultural capital), hið svokallaða þriggja þrepa líkans Miroslavs Hroch um þróun þjóðernishreyfinga (e. three-phase model of national movements), líkan Joeps Leerssen um ræktun menningar (e. cultivation of culture) og kenningar um atbeini (e. agency). Heimildir ritgerðarinnar samanstanda af bréfasöfnum Jóns og samferðamanna hans, skjalasöfnum Alþingis, Hins íslenska bókmenntafélags, Landsbókasafns og Forngripasafns, fundargerðabókum Kvöldfélagsins og annarra félaga, Alþingistíðindum, ferðabókum og frásögnum erlendra aðila er komu hingað til lands á átjándu og nítjándu öld, greinum, ræðum og ritverkum Jóns og blöðum og tímaritum er komu út á rannsóknartímabili ritgerðarinnar sem miðast við tímabilið 1840–1880. Í inngangskafla er gerð grein fyrir aðferðum og efnistökum ritgerðarinnar, kenningaramma hennar, fyrri rannsóknum og heimildum. Í öðrum kafla er fjallað um sögulegan bakgrunn ritgerðarinnar, sem mótaðist einkum af viðamiklum handritasöfnunum Dana og Svía á Íslandi á sautjándu öld og Árna Magnússonar í aldarlok og upphafi þeirrar átjándu. Mikill afrakstur þeirra safnana mótaði þá skoðun að íslensk miðaldahandrit hefðu flest verið komin í erlendar hendur þegar í lok sautjándu aldar, sem hafði umtalsverð áhrif á umræðuna um handritasöfnun á Íslandi um miðbik nítjándu aldar. Í þriðja kafla er fjallað um þá hvata er lágu að baki handritasöfnun Jóns Sigurðssonar sem má einkum rekja til andstöðu hans við flutning handrita frá Íslandi og nauðsyn þess að tryggja varðveislu þeirra og aðgengi innanlands. Sú skoðun er í skýru samhengi við uppgang þjóðernisrómantíkur í Evrópu á sama tíma og áherslu á söfnun, varðveislu og skráningu menningarverðmæta þjóða og þjóðarbrota er kom þá víða fram um álfuna. Jón og samferðamenn hans töldu jafnframt mikið óhagræði fólgið í því að varðveita íslensk skjöl og handrit í erlendum söfnum þar sem það hamlaði rannsóknum á sögu og samtíma þjóðarinnar auk þess sem þau væru iðulega illa skráð og lítt aðgengileg. Jón hóf þó sjálfur að viða að sér handritum til Kaupmannahafnar, ýmist í sitt persónulega safn frá 1840 eða í safn Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags frá 1854, sem hann veitti forstöðu. Með þessum söfnunum taldi Jón að hægt væri að nýta handritin í fræðilegu tilliti með betra móti en á Íslandi, en halda þeim þó í eigu Íslendinga. Í fjórða kafla er handritasöfnun Jóns tekin til nánari skoðunar. Söfnunarstefna hans var afar víðfeðm og safnaði hann hvers kyns gömlum og nýjum handritum og skjölum sem hann fékk frá löndum sínum sem þóknun fyrir ýmis konar útréttingar í Kaupmannahöfn. Vinir hans og kunningjar söfnuðu jafnframt handritum fyrir hann á Íslandi með markvissum hætti og fengu aðra til liðs við sig víða um land. Þá lét Jón einnig skrifa upp fyrir sig fjölda handrita úr söfnum á Íslandi, Bretlandseyjum og á Norðurlöndum og varðveitti jafnframt eigin gögn er lutu að hans fræða-, félags- og stjórnmálastörfum. Loks keypti hann önnur handritasöfn Íslendinga, stór og smá. Í fimmta kafla er fjallað um þær deilur er risu um handritasöfnun Jóns um miðja öldina en töluverð eftirspurn var þá eftir íslenskum handritum. Fornfræðafélagið í Kaupmannahöfn hóf handritasöfnun árið 1846, handritasafni var komið á fót innan Landsbókasafns sama ár, og Reykjavíkurdeild Bókmenntafélagsins óskaði eftir handritum árið 1856 líkt og Kaupmannahafnardeildin hafði gert tveimur árum fyrr. Þá fjölgaði erlendum ferðamönnum til landsins til muna eftir 1858 sem margir hverjir föluðust eftir íslenskum handritum, bókum og forngripum. Í bréfaskiptum Jóns og samferðamanna hans um þetta leyti kom þessi eftirspurn skýrt fram og má þar greina andstöðu við flutning handrita úr landi, jafnvel þótt þeim væri stefnt til íslenskra aðila á borð við Jón eða Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins. Í þessum deilum toguðust einkum á sjónarmið þeirra er vildu halda handritum á Íslandi og byggja þar upp innlent fræðasamfélag og annarra er töldu best að varðveita handrit í Kaupmannahöfn, þar sem þau kæmu að betri notum í fræðilegu tilliti. Þar komu einnig fram sjónarmið þeirra sem vildu síður senda handrit sín til Reykjavíkur vegna andúðar á eflingu bæjarins. Sjá má að margir litu á handritin sem menningarverðmæti sem ekki ætti að flytja úr landi og hélst sú skoðun í hendur við ríka þjóðernisvitund á sama tíma. Í sjötta kafla er kannað hvernig brugðist var við deilunum um flutning handrita úr landi. Með athugun á þingmálum, bænaskrám, umræðu í blöðum og tímaritum og aðgerðum félagasamtaka má sjá að þrátt fyrir háværa umræðu í bréfaskiptum Jóns Sigurðssonar og samferðamanna hans um flutning handrita úr landi, náði hún ekki nægilegum styrk til að verða að formlegu baráttumáli. Hvorki Jón Sigurðsson né aðrir beittu sér fyrir þingmálum er sneru að söfnun og varðveislu handrita eða rituðu greinar um það málefni nema að mjög litlu leyti og Jón nýtti málefnið ekki í þjóðernislegum tilgangi í ræðu eða riti. Önnur mál voru landsmönnum ofar í huga. Þessi viðbrögð eru könnuð enn frekar í sjöunda kafla með því að rannsaka hvernig búið var að Landsbókasafni og Forngripasafni, enda söfnuðu þau og varðveittu handrit og skjöl, þótt í mismiklum mæli væri. Fundargerðir, bréfaskipti og blaðagreinar umsjónarmanna þeirra og yfirlit yfir safnkost benda til þess að yfirvöld og almenningur hafi sýnt þeim lítinn áhuga og skilning. Töluverð andúð ríkti gagnvart auknum álögum og eflingu nýrra stofnana og deildar meiningar voru um hvort söfnun og varðveisla handrita væru í verkahring ríkisvaldsins. Handritakostur Landsbókasafns óx margfalt hægar en söfn Jóns Sigurðssonar og Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins sem gefur til kynna að þrátt fyrir áberandi umræðu í bréfaskiptum Jóns og samferðamanna hans um andstöðu við flutning handrita úr landi gripu samt margir til þess ráðs að senda handrit sín til Jóns eða Bókmenntafélagsins í Kaupmannahöfn. Sagan af handritasöfnun Jóns Sigurðssonar varpar þannig fyrst og fremst ljósi á deilur og ólík sjónarmið er víða komu fram meðal Íslendinga varðandi söfnun og varðveislu handrita fram á síðari hluta nítjándu aldar, rétt í þann mund er fræðamiðja þjóðarinnar var að færast frá Danmörku til Íslands og auknar kröfur fóru að koma fram um skil handrita og skjala úr dönskum söfnum.
 
The subject of this thesis is the collecting of manuscripts by Jón Sigurðsson (1811–1879). Its objective comprises three parts: firstly, to throw light on the purpose of his collecting, and the motivations behind it; secondly, to examine the disputes that arose on the subject among Icelanders, and to analyse their background and viewpoints; and finally to explore the response to those disputes as it was manifested in parliament and in the discourse of newspapers, periodicals and associations, and in Jón Sigurðsson’s correspondence with his associates, as well as in the conditions of the bodies responsible for collecting and preserving manuscripts in Iceland. A biographical approach is applied, and the analysis employs Pierre Bourdieu’s theory of cultural capital, Miroslav Hroch’s three-phase model of national movements, Joep Leerssen’s model of cultivation of culture, and theories of agency. The sources of the thesis are drawn from archives of correspondence between Jón Sigurðsson and his associates, the archives of Alþingi (parliament), the Icelandic Literary Society, the National Library of Iceland and the Antiquarian Collection (precursor of the National Museum), minutes books of Kvöldfélagið (the Evening Society) and other associations, Alþingistíðindi (Parliamentary Gazette), travel books and other accounts written by foreign visitors to Iceland in the eighteenth and nineteenth centuries, Jón Sigurðsson’s articles, speeches and other writings, and newspapers and periodicals published during the period covered by the thesis, which is based on the period 1840–1880. The introductory chapter discusses the methods and approaches, theoretical framework, previous studies, and sources. Chapter two is concerned with the historical background, which was largely informed by extensive collecting of manuscripts by Danes and Swedes in Iceland in the seventeenth century, and by Árni Magnússon at the end of that century and the early eighteenth. As a result the view was widely held that most of Iceland’s manuscripts had been lost from the country; and that viewpoint influenced the predominant attitude to manuscript collections in the nineteenth century. Chapter three addresses the motivations behind Jón Sigurðsson’s collecting of manuscripts, which are mainly attributable to his opposition to the removal of manuscripts from Iceland, and the necessity of ensuring their preservation and accessibility in the country. That hostility has a clear relationship with the rise of romantic nationalism in Europe at that time, and the focus on collection, preservation and cataloguing of the cultural heritage of nations and ethnic groups which emerged at the time all over the continent. Jón and his associates also felt that it was impractical to preserve Icelandic documents and manuscripts in foreign collections, as it hindered study of Iceland in past and present – since the documents were, in addition, invariably poorly catalogued and not easily accessible. In the middle of the century, however, Jón himself started to accumulate manuscripts in Copenhagen – both for his private collection from 1840, and for the Copenhagen branch of the Icelandic Literary Society, from 1854. Through this collecting, Jón was of the view that better use could be made of the manuscripts for scholarly purposes than in Iceland, while keeping them in Icelandic ownership. Chapter four examines Jón’s collecting activities more closely. His collection principles were catholic, and he collected a wide range of manuscripts, old and new, many of which he acquired in return for favours carried out in Copenhagen on behalf of Icelanders. His friends and acquaintances also systematically collected manuscripts for him in Iceland, commissioning others to collect for him around the country. In addition, he had copies made of many manuscripts in collections in Iceland, the United Kingdom and Scandinavia, while also preserving his own documents regarding his scholarly, social and political activities. Finally, he purchased other collections, large and small. Chapter five is concerned with disputes that arose regarding Jón’s manuscript collection in the middle of the century, when Icelandic manuscripts were in some demand. Det Kongelige Nordiske Oldskriftselskab (the Royal Nordic Society of Antiquaries) started to collect manuscripts in 1846; in that same year a manuscript collection was founded at the National Library of Iceland; and in 1856 the Reykjavík branch of the Icelandic Literary Society requested manuscripts, as did the Copenhagen branch. Numbers of foreign tourists in Iceland rose sharply from 1858, and many of them sought out Icelandic manuscripts, books and antiquities for purchase. In Jón’s correspondence with his associates at that time, this demand for heritage goods is discussed, and opposition is expressed to the removal of manuscripts from Iceland, even when they were intended for Icelandic parties such as Jón Sigurðsson or the Copenhagen branch of the Literary Society. These disputes reflected mainly the conflict between the perspective of those who wished to keep the manuscripts in Iceland, and to develop an Icelandic academic environment, and those who felt that the manuscripts were best kept in Copenhagen, where they would be more useful in a scholarly sense. In addition, views expressed included those of people who were unwilling to send their manuscripts to Reykjavík due to their opposition to the rise of the town. Many saw the manuscripts as objects of cultural heritage which should not be removed from Iceland; and that view went hand-in-hand with the rising national consciousness of the time. Chapter six examines the response to disputes about the removal of manuscripts from Iceland. An examination of parliamentary proceedings, petitions, discourse in newspapers and periodicals, and actions taken by associations reveals that, despite the intense debate about the removal of manuscripts from the country in Jón Sigurðsson’s correspondence with his associates, it never reached the point of becoming a formal campaigning issue. Neither Jón Sigurðsson nor others undertook parliamentary actions regarding the collection and preservation of manuscripts, nor did they write articles on the subject, except to a very minor degree; and Jón did not make use of it for nationalistic purposes, neither in speeches nor in writing. Other issues were regarded as more important by Icelanders. These responses are explored further in chapter seven, by examining the circumstances of the National Library and Antiquarian Collection, both of which collected and kept manuscripts and documents – though not in the same quantity. Minutes books, correspondence and press articles by their directors, and overviews of their collections, indicate that the government and public showed them little interest or understanding. Additional taxation and the development of new institutions met with general antipathy, and the involvement of government in the collection and preservation of manuscripts was a controversial issue. The National Library’s manuscript collection grew at a fraction of the speed of Jón Sigurdsson’s collection and that of the Copenhagen branch of the Icelandic Literary Society, and that implies that, despite the vociferous debate in correspondence between Jón and his associates about opposition to the removal of manuscripts from Iceland, people commonly resorted to sending their manuscripts to Copenhagen, either to Jón or to the Literary Society. The story of Jón Sigurðsson’s manuscript-collecting thus primarily throws light on the disputes and differing viewpoints widely expressed by Icelanders about the collection and preservation of manuscripts, until the late 19th century, around the time when Iceland’s scholarly focus was moving from Denmark to Iceland, and demands increased for the restitution of manuscripts and documents from Danish collections.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: