Opin vísindi

Snemmtæk íhlutun í lestrarnámi í 1. bekk

Snemmtæk íhlutun í lestrarnámi í 1. bekk


Title: Snemmtæk íhlutun í lestrarnámi í 1. bekk
Author: Þórólfsdóttir, Elva Eir
Engilbertsson, Guðmundur
Jónsson, Þorlákur Axel
Date: 2020-01-30
Language: Icelandic
Scope: 24
University/Institute: Háskólinn á Akureyri
Department: Deild menntunar og margbreytileika
Series: Netla; ()
ISSN: 1670-0244
DOI: 10.24270/netla.2019.10
Subject: Lestur; Snemmtæk íhlutun; Læsi; Lestrarörðugleikar; Reading; Reading literacy; Early intervention; Predictive value
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2621

Show full item record

Citation:

Þórólfsdóttir , E E , Engilbertsson , G & Jónsson , Þ A 2020 , ' Snemmtæk íhlutun í lestrarnámi í 1. bekk ' , Netla , bls. 1-24 . https://doi.org/10.24270/netla.2019.10

Abstract:

Í greininni er sagt frá rannsókn á áhrifum snemmtækrar íhlutunar í lestrarnámi. Í íhlutuninni var notað stuðningskerfið Leið til læsis en það er ætlað kennurum á yngsta stigi grunnskóla til að finna þau börn sem eiga á hættu að lenda í lestrarerfiðleikum annars vegar og til að skipuleggja íhlutun og meta áhrif af henni hins vegar. Stuðningskerfið Leið til læsis samanstendur af handbók, lesskimunarprófi og eftirfylgdarprófum í lesfimi og sjónrænum orðaforða. Rannsóknin fólst í því að skima fyrir mögulegum lestrarerfiðleikum hjá börnum í 1. bekk í einum grunnskóla og veita þeim viðeigandi íhlutun í hljóðkerfisvitund, stafaþekkingu og málþroska. Rannsóknin náði yfir fyrsta vetur barnanna í grunnskóla. Íhlutunartímabilin voru þrjú og stóðu þau yfir í sex vikur hvert. Áhrif voru metin með eftirfylgdarprófum í lesfimi og sjónrænum orðaforða. Framfarir barna í íhlutunarhópi voru bornar saman við framfarir þeirra barna í árganginum sem ekki voru talin þurfa sérstaka íhlutun samkvæmt niðurstöðum skimunarinnar. Heildarfjöldi barna í rannsókninni var 39. Þar af voru 14 börn í íhlutunarhópi og 25 börn í samanburðarhópi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áhrif snemmtækrar íhlutunar með Leið til læsis séu jákvæð á heildina litið. Öll börn í íhlutunarhópi sýndu framfarir. Horft var til kenningar Stanovich um Matteusar-áhrif þar sem segir að börn sem eiga í erfiðleikum í lestrarnámi eigi á hættu að dragast aftur úr þeim börnum sem gengur vel og bilið milli þessara hópa muni því aukast með tímanum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar jókst bilið ekki á milli hópanna og náði íhlutunarhópur að halda í við framfarir samanburðarhóps.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)