Opin vísindi

Stjórnun og fagleg forysta í grunnskólum

Stjórnun og fagleg forysta í grunnskólum


Title: Stjórnun og fagleg forysta í grunnskólum
Alternative Title: Management and professional leadership of compulsory schools
Author: Þorsteinsson, Trausti
Bjornsdottir, Amalia   orcid.org/0000-0001-6639-2607
Date: 2016-12-19
Language: Icelandic
Scope: 487-490
University/Institute: Háskólinn á Akureyri
University of Akureyri
Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Hug- og félagsvísindasvið (HA)
School of Humanities and Social Sciences (UA)
Menntavísindasvið (HÍ)
School of Education (UI)
Department: Kennaradeild (HA)
Faculty of Education (UA)
Series: Stjórnmál og stjórnsýsla;12(2)
ISSN: 1670-6803
1670-679X (e-ISSN)
DOI: 10.13177/irpa.a.2016.12.2.14
Subject: Skólastjórnun; Grunnskólar; Valddreifing
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/261

Show full item record

Citation:

Trausti Þorsteinsson, Amalía Björnsdóttir. (2016). Stjórnun og fagleg forysta í grunnskólum. Stjórnmál og stjórnsýsla, 12(2), 487-490. doi:10.13177/irpa.a.2016.12.2.14

Abstract:

 
Samfara aukinni valddreifingu í íslensku skólastarfi hefur umfang starfs skólastjóra grunnskóla aukist verulega. Í skólastjórn felst bæði stjórnun og fagleg forysta en skólastjóra er fengið það hlutverk samkvæmt lögum að móta stjórnskipan síns skóla og skipta verkum á milli kennara og stjórnenda. Sjónir fræðimanna hafa í vaxandi mæli beinst að hlut skólastjóra í að bæta námsárangur en sýnt hefur verið fram á að skýr tengsl eru á milli faglegrar forystu skólastjóra og árangurs nemenda. Með kjarasamningum 2001 var samið um störf aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra í þeim tilgangi að efla kennslufræðilega forystu í grunnskólunum og fjölgaði stjórnendunum talsvert fram til ársins 2008. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hverjar væru starfsaðstæður og bakgrunnur skólastjóra og hvaða viðfangsefni hann kysi sjálfur að axla í stjórnkerfi skólans. Gagna var aflað með rafrænni spurningakönnun sem send var öllum stjórnendum í grunnskólum með meira en 100 nemendur. Niðurstöður sýna að skólastjórar grunnskóla hafa umtalsverða starfsreynslu og mikill meirihluti þeirra hefur lokið framhaldsnámi í stjórnun. Þrátt fyrir viðleitni til að binda skólana saman sem faglegar stofnanir virðast þeir enn vera talsvert laustengdir. Tilhögun stjórnkerfis skólanna er óljós og hefur í för með sér ákveðin einkenni óreiðu fremur en fagveldis. Hlutverk aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra eru óljóst skilgreind en algengast er að skólastjóri gegni sjálfur hlutverkum stjórnenda. Hinum mikilvægu faglegu forystuhlutverkum er skipt með óljósum hætti milli stjórnenda og oftar en ekki er vísað til ábyrgðar stjórnendateymis. Benda niðurstöður til þess að áform kjarasamnings árið 2001 um að efla kennslufræðilega forystu í grunnskólum hafi ekki gengið eftir.
 
In the last decades the Icelandic compulsory school system has become increasingly decentralized and the scope of the school principals’ responsibilities has widened. Principals have the responsibility of organizing their schools’ managerial structure and divide the workload between teachers and administrators. Their responsibilities include both management and professional leadership. Research points to a clear correlation between the professional leadership of principals and academic achievement. The collective agreement from 2001 between the teachers union and local authorities contained clauses on the posts of vice principals and heads of departments and the number of people hired into those positions grew rapidly until 2008. The purpose of this study was to examine background and working conditions of principals and which tasks within management and professional leadership they choose to take on. Data was collected by questionnaire which was sent to principals of schools with more than 100 students. Compulsory school principals have considerable work experience and the vast majority of them have completed post-graduate education in management. The managerial structure of the schools seems quite vague and this has led to certain symptoms of chaos rather than professional bureaucracy. The role of assistant principals and head of departments are vaguely defined but the principals shoulder most of the management roles. The important professional leadership roles are often said to be the common responsibility of the administrative team. The results indicate that the intention of the collective agreement in 2001 to promote academic leadership in schools has not been realized.
 

Rights:

Creative Commons Attribution 4.0 License

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)