Opin vísindi

Glíman við þögn Guðs í kvikmynd Martins Scorsese, Silence

Skoða venjulega færslu

dc.contributor Háskóli Íslands
dc.contributor University of Iceland
dc.contributor.author Gunnarsson, Gunnar J.
dc.date.accessioned 2021-05-11T13:31:28Z
dc.date.available 2021-05-11T13:31:28Z
dc.date.issued 2019
dc.identifier.citation Gunnar J. Gunnarsson. (2019). Glíman við þögn Guðs í kvikmynd Martins Scorsese, Silence. Ritröð Guðfræðistofnunar,49, 17-35. https://doi.org/10.33112/theol.49.2
dc.identifier.issn 2298-8270
dc.identifier.issn 1670-2972
dc.identifier.uri https://hdl.handle.net/20.500.11815/2576
dc.description.abstract Í desember árið 2016 var kvikmynd Martins Scorsese, Silence, frumsýnd. Hann hafði gengið með hana í maganum í um aldarfjórðung, eða allt frá því að hann las samnefnda sögulega skáldsögu eftir japanska rithöfundinn Shusaku Endo (1923–1996) frá árinu 1966. Scorsese hefur sagt frá því í viðtali að erkibiskup í biskupakirkjunni, Paul Moore jr., hafi sent honum bók eftir að hann hélt sérstaka sýningu á kvikmyndinni Síðasta freisting Krists í New York árið 1989 fyrir leiðtoga ýmissa trúarhópa. Það reyndist vera skáldsaga Shusakus Endo. Hann kveðst hafa orðið gagntekinn af frásögninni og taldi strax áhugavert að gera handrit eftir henni. Það kostaði þó alls kyns baráttu og hann þurfti að glíma við ýmsar hindranir á leiðinni, svo sem málaferli, vanda við fjármögnun o.fl. Þá tóku aðrar myndir sem hann vann að sinn tíma svo að ekki gafst nægt svigrúm til að huga að Silence. Scorsese hefur einnig sagt frá því að hann hafi verið óviss um hvernig hann ætti að nálgast viðfangsefnið. Fyrstu tilraunir til að skrifa handrit mistókust og hann og meðhöfundur hans, Jay Cocks, glímdu lengi við handritsgerðina. Scorsese gefur í skyn í viðtali að aukinn þroski og reynsla með aldrinum hafi að lokum leitt til þess að verkið gekk upp. Ekki verður sagt að áhorfendur hafi flykkst í kvikmyndahúsin til að sjá myndina en hún hefur engu að síður vakið mikla athygli, meðal annars vegna þess hvernig hún tekur á spurningum um trú og sannfæringu andspænis ofsóknum og þjáningu. Glíman við þögn Guðs og fjarlægð í slíkum aðstæðum er jafnframt áleitið viðfangsefni myndarinnar. Í greininni verður kvikmynd Martins Scorsese greind með áherslu á hvernig tekist er á við glímuna við þögn Guðs og spurningar sem tengjast sannfæringu og eðli trúar andspænis ofsóknum og þjáningu. Gengið verður út frá kaþólskum bakgrunni leikstjórans og kannað með hvaða hætti hann hefur áhrif á gerð myndarinnar: Hvaða áhrif hefur kaþólsk lífsskoðun leikstjórans og glíma við trúarheimspekileg og siðferðisleg vandamál á framsetningu myndarinnar? Jafnframt verður horft sérstaklega til kenninga og áherslna jesúítahreyfingarinnar þar sem tvær aðalpersónur myndarinnar eru jesúítaprestar: Að hvaða leyti hafa þær áherslur áhrif á hvernig myndin tekst á við trúarlega sannfæringu og afneitun trúar í óbærilegum aðstæðum? Í því sambandi verður einnig skoðað hvernig myndin vísar til tiltekinna biblíutexta sem tengjast efni hennar og vinnur með þá: Hvaða áhrif hafa beinar og óbeinar vísanir til biblíutexta á frásögn myndarinnar? Markmiðið er að ræða hvernig Scorsese nálgast þær trúarheimspekilegu spurningar og vandamál sem myndin fjallar um og hvaða lærdóma megi draga af því.
dc.format.extent 17-35
dc.language.iso is
dc.publisher Guðfræðistofnun
dc.relation.ispartofseries Ritröð Guðfræðistofnunar;49/2019
dc.rights info:eu-repo/semantics/openAccess
dc.subject Scorsese, Martin
dc.subject Kvikmyndagreining
dc.subject Kvikmyndagerðarmenn
dc.subject Silence (kvikmynd)
dc.subject Guðfræði
dc.title Glíman við þögn Guðs í kvikmynd Martins Scorsese, Silence
dc.type info:eu-repo/semantics/article
dcterms.license CC 4.0
dc.description.version Peer Reviewed
dc.identifier.journal Ritröð Guðfræðistofnunar
dc.identifier.doi 10.33112/theol.49.2
dc.relation.url https://ojs.hi.is/ritrodgudfraedistofnunar/article/view/3017/1755
dc.contributor.school School of education (UI)
dc.contributor.school Menntavísindasvið (HÍ)


Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum:

Skoða venjulega færslu