Þessi rannsókn leitast við að útskýra tímamótaákvörðun í þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Opinber stefnumótun hefur löngum einkennst af hægfara breytingum, sem gerast í smáum skrefum. Stundum bregður þó svo við að meiriháttar breytingar verða og stefnumál, sem verið hefur baráttumál hagsmunahópa um margra ára skeið, ná fram að ganga. Dagskrárkenningar leitast við að útskýra meiriháttar stefnubreytingar með því m.a. að beina athyglinni að því hvernig og hvers vegna tiltekin málefni koma til kasta stjórnvalda á hverju tíma. Bandaríski stjórnmálafræðingurinn, John W. Kingdon, setti fyrst fram kenningu sína um straumana þrjá og glugga tækifæranna fyrir rúmum 30 árum. Nýlegar rannsóknir evrópskra stjórnmálafræðinga halda því nú fram að nálgun Kingdons geti varpað ljósi á það hvernig það pólitíska kerfi sem stefnumótunin fer fram í virkar og hvernig hegðun og aðferðir þátttakenda í ferlinu hafa áhrif. Í þessari eigindlegu rannsókn er skoðað hvernig hugmyndin um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) varð að veruleika á Íslandi. Rannsóknin byggir á fyrirliggjandi gögnum og viðtölum við lykilfólk um þá framvindu mála sem leiddi til ákvörðunar um að innleiða NPA hér á landi. Rannsóknin lýsir því hvernig og undir hvaða kringumstæðum NPA komst á dagskrá stjórnvalda. Niðurstöðurnar sýna hvernig breytingar á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga gáfu tækifæri fyrir nýja hugmyndafræði sem nýttist bæði notendum, viðskiptahagsmunum og pólitískum hagsmunum. Niðurstöðurnar benda til þess að þar hafi ekki aðeins verið réttur maður á réttum stað á réttum tíma, heldur varpa þær fræðilegu ljósi á það hvað einkennir athafnafólk í opinberri stefnumótun og hvernig og hvers vegna það skiptir máli á óvissutímum í stjórnmálum.
This research seeks to explain a landmark change in the provision of public
services for people with disabilities in Iceland. Public policy has for long been
characterized by incremental changes. Every now and then, major policy changes
take place and longstanding policy objectives pushed by interest groups come
through. Agenda-setting theories seek to explain major policy changes by focusing
on how and why a policy issue gets on governments’ agenda at a given point
in time. The American political scientist, John W. Kingdon, presented his theory
of three streams and the window of opportunity some 30 years ago. European
scientists maintain in their recent research that Kingdon’s approach is helpful in
shedding light on how the political system in which public policy-making takes
place operates and how behaviour and strategies of those participating in the
process influence the outcome. This qualitative research examines how the idea
about user-driven personal assistance came to fruition in Iceland. The study is
based on existing data and interviews with key people involved in the policy development
leading to the decision to implement the programme of user-driven
personal assistance. The research describes how and why this idea reached the
government agenda and came to be implemented by Icelandic authorities. The
conclusions show how the process of decentralisation opened opportunities for
a new ideology which benefitted service users, and business as well as political
interests. The conclusions indicate that not only was there a right man at the
right place at the right time, but it provides theoretical explanations about what
characterises policy entrepreneurs and how and why their activities matter in
times of uncertainty