Opin vísindi

Extreme macrosomia – birth outcome for mother and infant, and metabolomic profile

Extreme macrosomia – birth outcome for mother and infant, and metabolomic profile


Title: Extreme macrosomia – birth outcome for mother and infant, and metabolomic profile
Author: Vidarsdottir, Harpa
Advisor: Þórður Þorkelsson
Date: 2021
Language: English
Scope: 107
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Heilbrigðisvísindasvið (HÍ)
School of Health Sciences (UI)
Department: Læknadeild (HÍ)
Faculty of Medicine (UI)
ISBN: 978-9935-9586-0-0
Subject: Acylkarnitín; Amínósýrur; Fæðing; Fæðingarþyngd; Nýburar; Þungburar; Líkamsþyngdarstuðull; Læknisfræði; Doktorsritgerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2435

Show full item record

Abstract:

Markmið: Að kanna áhættuþætti fyrir fæðingu mikilla þungbura (fæðingarþyngd ≥5000 g) og hugsanlegar afleiðingar þess fyrir móður og barn (grein 1). Að meta efnaskipti mikilla þungbura með því að skoða mynstur þeirra amínósýra og acylkarnitína sem mæld eru í nýburaskimun og bera saman við börn með eðlilega fæðingarþyngd og börn með lága fæðingarþyngd (<2500 g) (grein II). Jafnframt að meta hvaða áhrif fæðingarmáti hefur á efnaskipti barns við fæðingu með því að mæla magn ofangreindra þátta í naflastrengsblóði og við nýburaskimun þegar barnið er 2-3 daga gamalt (grein III). Aðferðir: Fyrsti hluti verkefnisins var ferilrannsókn með öllum fæðingum mikilla þungbura sem fæddust á árunum 1996-2005. Fyrir hvern þungbura voru valin til samanburðar tvö fullburða börn sem höfðu eðlilega fæðingarþyngd (10.-90.‰ í íslensku þýði). Annar hlutinn var gagnagrunnsrannsókn byggð á niðurstöðum úr íslensku nýburaskimuninni með fullbura einburum fæddum á Íslandi á árunum 2009-2012. Þrír hópar með mismunandi fæðingarþyngd voru bornir saman: lág fæðingarþyngd (<2500 g), eðlileg fæðingarþyngd miðað við meðgöngulengd (10.-90.‰) og miklir þungburar (≥5000 g). Þriðji hluti verkefnisins var framskyggn rannsókn á börnum fæddum með eðlilegri fæðingu eða valkeisaraskurði og mæðrum þeirra frá nóvember 2013 til apríl 2014. Blóð frá móður fyrir fæðingu, naflastrengsblóð nýbura við fæðingu og niðurstöður nýburaskimunar voru notuð til að bera saman amínósýrur og acýlkarnitín milli fæðingarmáta. Niðurstöður: 343 miklir þungburar fæddust á árunum 1996-2005 eða 0,9% allra einbura (grein I). Mæður þeirra voru líklegri til að vera með hærri líkamsþyngdarstuðul og þyndaraukning þeirra á meðgöngu var marktækt hærri en mæðra barna með eðlilega fæðingarþyngd. Einnig var framköllun fæðingar ólíklegri til að takast hjá þeim og bráðakeisaraskurðir voru líklegri, en ekki valkeisaraskurðir. Miklir þungburar voru líklegri til að lenda í axlarklemmu í fæðingu og fá fæðingaráverka, en ekki að verða fyrir fósturköfnun. Minni háttar fæðingargallar og efnaskiptatruflanir voru algengari hjá miklum þungburum. Í öðrum hluta verkefnisins (grein II), höfðu bæði nýburar með lága fæðingarþyngd og miklir þungburar hærri gildi af glútamínsýru en börn með eðlilega fæðingarþyngd miðað við meðgöngulengd. Þá var amínósýran þreónín hærri hjá börnum með lága fæðingarþyngd. Frítt karnitín og sumar af meðal- og langra-keðju acýlkarnitínum voru hærri hjá börnum með lága fæðingarþyngd. Hýdroxýbútýrýlkarnitín var lægra hjá börnum með lága fæðingarþyngd en hærra hjá miklum þungburum. Acetýlkarnitín var hærra hjá börnum með lága fæðingarþyngd og miklum þungburum. Í samanburði við nýbura sem fæddir voru með valkeisaraskurði (grein III) voru nýburar fæddir á eðlilegan máta með hærri meðaltalsmun fyrir alanín, lysín, fenýlalanín, prólín, valín, samanlögð acýlkarnitín, própíónýlkarnitín, súkkinýlkarnitín, tetradekanóýlkarnitín, hexadekanóýlkarnitín, oktadekanóýlkarnitín og óleýlkarnitín við fæðingu. Enginn marktækur munur var á amínósýrum í blóðsýni móður og barns við nýburaskimun eftir leiðréttingu fyrir fjölda tölfræðilegra prófanna. Amínósýrur og minni stuttkeðju acýlkarnitín voru, óháð fæðingarmáta, hærri í naflastrengsblóði nýbura en blóði móður, að frátöldum arginínósúkkiniksýru, asparssýru og cítrúllini. Amínósýrur og acýlkarnitín voru hærri við nýburaskimun en í naflastrengssýnum í báðum fæðingarmátahópum, að frátöldum alaníni, arginíni, fenýlalaníni, þreóníni, valíni, fríu karnitíni og línóleóýlkarnitíni. Ályktanir: Hár líkamsþyngdarstuðull og of mikil þyngdaraukning móður á meðgöngu auka áhættu á fæðingu mikilla þungbura. Í slíkum tilfellum er aukin hætta á fylgikvillum í fæðingu, bæði hjá móður og barni. Það virðist munur á efnaskiptum mikilla þungbura og barna með eðlilega fæðingarþyngd, sem kemur fram sem munur á mynstri þeirra amínósýra og acýlkarnitína sem mæld eru við nýburaskimun. Sá munur er ólíkur því mynstri sem kemur fram við samanburð fullburða barna með lága fæðingarþyngd miðað við eðlilega. Fæðingarmáti virðist tengjast mynstri þessara efna í blóði barna við fæðingu, þar sem börn sem fæðast með eðlilegri fæðingu hafa hærra gildi margra amínósýra og acýlkarnitína en börn fædd með valkeisaraskurði. Í nýburaskimuninni er þessi munur lítill sem enginn, sem bendir til þess að fæðingarmáti hafi ekki langvarandi áhrif.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)