Opin vísindi

Jómsvíkinga saga. Sérstaða, varðveisla og viðtökur

Jómsvíkinga saga. Sérstaða, varðveisla og viðtökur


Titill: Jómsvíkinga saga. Sérstaða, varðveisla og viðtökur
Höfundur: Jóhannesdóttir, Þórdís Edda   orcid.org/0000-0002-1288-497X
Leiðbeinandi: Ármann Jakobsson
Útgáfa: 2016-11
Tungumál: Íslenska
Umfang: 232
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Deild: Íslensku- og menningardeild (HÍ)
Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI)
ISBN: 9789935926081
Efnisorð: Miðaldabókmenntir; Bókmenntagreining; Textafræði; Doktorsritgerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/239

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Þórdís Edda Jóhannesdóttir. (2016). Jómsvíkinga saga. Sérstaða, varðveisla og viðtökur (doktorsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík

Útdráttur:

 
Jómsvíkinga saga er meðal elstu varðveittu veraldlegra sagna á Íslandi. Hún hefur að öllum líkindum verið skrifuð á fyrri hluta 13. aldar en er varðveitt í fjórum ólíkum gerðum frá miðöldum í jafnmörgum handritum. Fræðileg umfjöllun um söguna hefur einkum beinst að tveimur þáttum. Annars vegar hefur uppruni og tilurð sögunnar verið í brennidepli fræðimanna en hins vegar hvernig eigi að skilgreina hana. Hún hefur þótt falla illa að hefðbundinni flokkun íslenskra miðaldabókmennta vegna þess að í henni mætast einkenni konungasagna, Íslendinga-sagna og fornaldarsagna. Í rannsókninni er fjallað um Jómsvíkinga sögu í víðu samhengi með það í huga að textinn, varðveisla hans og hugmyndir um hann á ýmsum tíma geti skýrt stöðu hennar meðal íslenskra miðaldabókmennta. Um leið er textinn nýttur til þess að varpa ljósi á ýmsa þætti sagnaritunar á miðöldum. Jómsvíkinga saga er meðal elstu íslensku verka þar sem sögulegum atburðum er miðlað með aðferðum sem fremur einkenna skáldskap en sagnfræði. Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að nýjungar í bókmenntum á 12. öldinni á meginlandi Evrópu skipti máli þegar kemur að þróun íslenskra miðaldabókmennta um og upp úr 1200. Með nákvæmri greiningu á Jómsvíkinga sögu kemur í ljós blöndun hefða og nýjunga sem á eftir að taka á sig skýrari mynd í veraldlegum íslenskum miðaldabókmenntum á 13. og 14. öldinni.
 
Jómsvíkinga saga is amongst the oldest Icelandic sagas. It was most likely written in the first half of the 13th century but has been preserved in four different versions from the Middle Ages in four vellum manuscripts. Two aspects of the saga have been the main focus of scholars hitherto. On the one hand the saga's origins and on the other hand the question of genre. Characteristics from different genres like kings' sagas, family sagas and legendary sagas can be found in Jómsvíkinga. In this thesis however, the saga is analysed on the grounds that the text, its preservation and reception can shed light on its place in the history of Icelandic literature. At the same time, the analysis sheds light on medieval Icelandic saga writing. Jómsvíkinga saga is one of the earliest sagas to relate historical events with methods that are attributed to fiction rather than history. In the thesis it is argued that 12th century novelties in literature in Europe affect how Icelandic medieval literature develops around 1200 and later. With close reading of Jómsvíkinga saga comes into light the combination of tradition and innovation that develops further in Icelandic sagas during the 13th and 14th centuries.
 

Leyfi:

Doktorsritgerð við Háskóla Íslands. Allur réttur áskilinn. Ritgerðina má ekki afrita, að hluta eða í heild, svo sem með ljósmyndun, skönnun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, án skriflegs leyfis höfundar.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: