Foreldrar og börn á tímum COVID-19

Dagsetning

Höfundar


Journal Title

Journal ISSN

Volume Title

Útgefandi

Háskóli Íslands, Menntavísindasvið

Útdráttur

Um þessar mundir hefur fallið niður eða dregið verulega úr daglegu skólastarfi fyrir þúsundir barna, ekki bara á Íslandi heldur um heim allan. Því samfélagsmynstri sem við búum við dags daglega hefur verið kippt úr sambandi. Foreldrar fara ekki í vinnuna, heldur dvelja og vinna heima, ef verkefnin leyfa. Börnin fara ekki í skólann, nema ef til vill örfáa klukkutíma í viku hverri, og tómstunda- og æskulýðsstarf hefur víðast hvar fallið alveg niður. Börn mæta ekki á íþróttaæfingar, í frístundaheimilið sitt, í tónlistartímana, skátastarfið svo dæmi séu nefnd. Mörgum börnum sem treysta á rútínu og félagslega virkni í skóla- og frístundastarfi líður verulega illa í því samkomubanni sem ríkir vegna COVID-faraldursins. Nú sem áður fyrr eru það foreldrarnir sem bera hitann og þungann af því að tryggja velferð barna sinna. Þetta greinarkorn er skrifað fyrir ykkur, kæru foreldrar.

Lýsing

Efnisorð

COVID-19, Samskipti foreldra og barna, Heimilislíf

Citation

Kolbrún Pálsdóttir. (2020). Foreldrar og börn á tímum COVID-19. Sótt af http://bakhjarl.menntamidja.is/2020/04/01/foreldrar-og-born-a-timum-covid-19/

Undirflokkur