Opin vísindi

Foreldrar og börn á tímum COVID-19

Foreldrar og börn á tímum COVID-19


Title: Foreldrar og börn á tímum COVID-19
Author: Pálsdóttir, Kolbrún Þ.
Date: 2020-04-01
Language: Icelandic
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: School of education (UI)
Menntavísindasvið (HÍ)
Subject: COVID-19; Samskipti foreldra og barna; Heimilislíf
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2074

Show full item record

Citation:

Kolbrún Pálsdóttir. (2020). Foreldrar og börn á tímum COVID-19. Sótt af http://bakhjarl.menntamidja.is/2020/04/01/foreldrar-og-born-a-timum-covid-19/

Abstract:

Um þessar mundir hefur fallið niður eða dregið verulega úr daglegu skólastarfi fyrir þúsundir barna, ekki bara á Íslandi heldur um heim allan. Því samfélagsmynstri sem við búum við dags daglega hefur verið kippt úr sambandi. Foreldrar fara ekki í vinnuna, heldur dvelja og vinna heima, ef verkefnin leyfa. Börnin fara ekki í skólann, nema ef til vill örfáa klukkutíma í viku hverri, og tómstunda- og æskulýðsstarf hefur víðast hvar fallið alveg niður. Börn mæta ekki á íþróttaæfingar, í frístundaheimilið sitt, í tónlistartímana, skátastarfið svo dæmi séu nefnd. Mörgum börnum sem treysta á rútínu og félagslega virkni í skóla- og frístundastarfi líður verulega illa í því samkomubanni sem ríkir vegna COVID-faraldursins. Nú sem áður fyrr eru það foreldrarnir sem bera hitann og þungann af því að tryggja velferð barna sinna. Þetta greinarkorn er skrifað fyrir ykkur, kæru foreldrar.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)