Opin vísindi

Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum 2003-2012

Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum 2003-2012


Title: Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum 2003-2012
Alternative Title: Prevalence of diabetes as well as general health status of Icelandic nursing home residents 2003-2012
Author: Hjaltadóttir, Ingibjörg
Sigurdardottir, Arun K.   orcid.org/0000-0002-4287-5409
Date: 2015-02
Language: Icelandic
Scope: 79-84
University/Institute: Háskólinn á Akureyri
University of Akureyri
Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Heilbrigðisvísindasvið (HA)
School of Health Sciences (UA)
Heilbrigðisvísindasvið (HÍ)
School of Health Sciences (UI)
Department: Hjúkrunarfræðideild (HA)
Faculty of Nursing (UA)
Hjúkrunarfræðideild (HÍ)
Faculty of Nursing (UI)
Series: Læknablaðið;101(2)
ISSN: 1670-4959
0023-7213
Subject: Sykursýki; Aldraðir; Dvalarheimili aldraðra; Hjúkrunarheimili; Öldrunarhjúkrun; Diabetes Mellitus; Geriatric Nursing; Homes for the Aged; Aged; Nursing Homes
URI: http://hdl.handle.net/2336/344183
https://hdl.handle.net/20.500.11815/171

Show full item record

Citation:

Ingibjörg Hjaltadóttir og Árún Kristín Sigurðardóttir. (2015). Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum 2003-2012. Læknablaðið, 101(2), 79-84.

Abstract:

 
Inngangur: Sykursýki er vaxandi vandamál meðal eldra fólks og einn af áhættuþáttum fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Ennfremur er sjúkdómabyrði og lyfjanotkun þeirra sem eru með sykursýki oft meiri. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða algengi sykursýki á íslenskum hjúkrunarheimilum yfir árin 2003-2012 og gera samanburð á heilsufari, færni, lyfjanotkun og sjúkdómsgreiningum íbúa með eða án sjúkdómsgreiningarinnar sykursýki sem bjuggu á hjúkrunarheimili árið 2012. Efniviður og aðferð: Rannsóknin var afturskyggn og mælitækið Gagnasafn um heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum var notað við gagnasöfnun (N=16.169). Nánari tölfræðileg greining var gerð á gögnum frá 2012 (n=2337). Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu var meðalaldur frá 82,3 (sf 9,1) til 85,0 ár (sf 8,4) og hlutfall kvenna frá 65,5 til 68,0%. Hlutfall þeirra sem voru skráðir með sjúkdómsgreininguna sykursýki hækkaði úr 10,3% árið 2003 í 14,2% árið 2012 (p≤0,001). Meðalaldur íbúa með sykursýki árið 2012 var 82,7 ár en annarra 85 ár. Íbúar með sykursýki höfðu meiri húðvandamál, notuðu fleiri lyf, vitræn geta var betri og þátttaka í virkni var meiri. Þeir sem voru með sykursýki voru frekar með háþrýsting, hjartasjúkdóm vegna blóðþurrðar, heilaáfall, nýrnabilun, oflæti/þunglyndi, sjónukvilla vegna sykursýki og aflimun, en voru síður með kvíðaröskun, Alzheimer-sjúkdóm og beingisnun. Ályktun: Íbúar með sykursýki á hjúkrunarheimilum eru yngri en aðrir og betur á sig komnir andlega, en hins vegar getur meðferð þeirra verið margslungin og hana þarf að sérsníða að hverjum einstaklingi. Sykursýki er vaxandi vandi inni á hjúkrunarheimilum og því þarf að tryggja að starfsfólk hafi þekkingu á hvernig best er að meðhöndla sykursýki hjá öldruðum.
 
Introduction: Diabetes is an increasing problem among old people as well as being a contributing factor in their need for institutional care. Comorbidity and use of medication is often greater among people with than without diabetes. The aim of this study was to investigate the prevalence of diabetes in Icelandic nursing homes over the period 2003- 2012. Additionally we compared health, functioning, medication use and medical diagnoses of residents with diabetes to those without diabetes, living in nursing homes in 2012. Material: Retrospective study of 16.169 Minimum Data Set 2.0 assessments, further analysis conducted for data from the year 2012 (n=2337). Results: Mean age from 82.3 (SD 9.1) to 85.0 years (SD 8.4) and women were 65.5% to 68.0%. Number of residents with diabetes increased from 10.3% in the year 2003 to 14.2% in 2012 (p≤0,001). Mean age of residents with diabetes in the year 2012 was 82.7 compared to 85 years for others. Residents with diabetes had more skin problems, used more medication, their cognitive performance was better and their involvement in activities greater. They were more likely to have hypertension, arteriosclerotic heart disease, stroke, renal failure, manic depressive disorder, diabetic retinopathy or amputation. They were however, less likely to have an anxiety disorder, Alzheimer’s disease or osteoporosis. Conclusion: Residents with diabetes are younger than other residents and their cognitive performance is better, their care and treatment may however be complicated and needs to be adapted to each individual. Diabetes is an increasing problem in nursing homes and therefore an area where more knowledge among staff is needed.
 

Rights:

Open Access

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)