Opin vísindi

Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla

Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla


Titill: Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla
Höfundur: Bjarnason, Thoroddur   orcid.org/0000-0002-1400-231X
Edvardsson, Ingi Runar   orcid.org/0000-0002-1167-3994
Arnarson, Ingólfur   orcid.org/0000-0001-8142-980X
Skúlason, Skúli
Baldursdóttir, Kolbrún Ósk
Útgáfa: 2016-12-16
Tungumál: Íslenska
Umfang: 265-287
Háskóli/Stofnun: Háskólinn á Akureyri
University of Akureyri
Háskóli Íslands
University of Iceland
Háskólinn á Bifröst
Bifröst University
Háskólinn á Hólum
Holar University College
Svið: Hug- og félagsvísindasvið (HA)
School of Humanities and Social Sciences (UA)
Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Deild: Félagsvísinda- og lagadeild (HA)
Faculty of Social Sciences and Law (UA)
Viðskiptafræðideild (HÍ)
Faculty of Business Administration (UI)
Viðskiptafræðideild (HB)
Faculty of Business (UB)
Fiskeldis- og fiskalíffræðideild (HH)
Department of Aquaculture and Fish Biology (HUC)
Birtist í: Tímarit um uppeldi og menntun;25(2)
ISSN: 2298-8408
2298-8408 (e-ISSN)
Efnisorð: Háskólar; Fjarkennsla; Háskólanám; Búferlaflutningar; Byggðaþróun
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/166

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Þóroddur Bjarnason, Ingi Rúnar Eðvarðsson, Ingólfur Arnarson, Skúli Skúlason og Kolbrún Ósk Baldursdóttir. (2016). Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla. Tímarit um uppeldi og menntun, 25(2), 265-287.

Útdráttur:

Mikill munur er á menntunarstigi þjóðarinnar eftir landshlutum. Árið 2011 höfðu þannig 38% íbúa höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 25–64 ára lokið háskólaprófi en 21–23% í flestum öðrum landshlutum. Þessi munur skýrist að hluta af takmörkuðu framboði starfa sem krefjast háskólamenntunar en að hluta af skorti á háskólafólki til starfa. Í þessari rannsókn eru upptökusvæði og áhrif háskóla á búsetuþróun metin á grundvelli gagna um allar brautskráningar frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Bifröst, Háskólanum á Hólum og Háskólanum á Akureyri á tímabilinu 1991–2015. Niðurstöður sýna að meirihluti háskólanema sem stunda nám í heimabyggð býr þar áfram eftir brautskráningu en yfirleitt snýr mikill minnihluti háskólanema heim frá háskólanámi utan heimabyggðar. Háskólanemar í fjarnámi eru hins vegar álíka líklegir til að búa áfram í heimabyggð og þeir sem stunda staðarnám við háskóla þar sem þeir eru búsettir. Fjallað er um niðurstöðurnar í samhengi við niðurstöður erlendra rannsókna og byggðaþróun á Íslandi.

Leyfi:

Open Access

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: