Opin vísindi

Vistkerfisvandi og fátækt: Einkenni lífvænlegrar heimsmyndar, mannskilnings og fátæktarhugtaks í fjölmenningarsamfélagi eftirnútímans

Vistkerfisvandi og fátækt: Einkenni lífvænlegrar heimsmyndar, mannskilnings og fátæktarhugtaks í fjölmenningarsamfélagi eftirnútímans


Titill: Vistkerfisvandi og fátækt: Einkenni lífvænlegrar heimsmyndar, mannskilnings og fátæktarhugtaks í fjölmenningarsamfélagi eftirnútímans
Höfundur: Karlsson, Bjarni
Leiðbeinandi: Sólveig Anna Bóasdóttir
Útgáfa: 2020-04
Tungumál: Íslenska
Umfang: 269
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Deild: Guðfræði- og trúarbragðadeild (HÍ)
Faculty of Theology and Religious Studies (UI)
ISSN: 978-9935-9491-3-4
Efnisorð: Fátækt; Fjölmenning; Siðferði; Kristin siðfræði; Þróunarsamvinna; Guðfræði; Doktorsritgerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/1652

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Táknheimur okkar manna, myndirnar sem við gerum okkur af veruleikanum og sjónarhornin sem við höfum í huga, hafa áhrif á gjörðir okkar. Nú er komið að vatnaskilum í hnattrænni orðræðu um fátækt, vistkerf og fölmenningu sem kristallast í nýrri sýn á tengslaeðli veruleikans og þörfna fyrir siðferðilega hugsun. Fyrir nokkrum áratugum var litið svo á að fátækt jafnt sem umhverfsvandi stafaði af skorti á þróun. Nú er viðurkennt að vandinn sé ekki síður siðferðilegur og að sú þróun sem átt hefur sér stað sé ekki síður vandamál en skortur á henni. Sú vitneskja kallar á að við veltum fyrir okkur spurningunni um eðli manns og heims upp á nýtt og dýpkum og víkkum fátæktarhugtakið. Í þessari rannsókn er því haldið fram að það verkefni haf fundið sér áhugaverðan farveg hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) og að til sé orðin hnattræn málefnasamstaða um nýja heimsmynd, mannskilning og fátæktarhugtak þar sem mannmiðlægni sé hafnað en lífmiðlægni fagnað. Samhliða því sem einstaklingshyggju sé hafnað sé mælt fyrir því að heildarhyggja sé tekin upp. Fullyrt er að kristin guðfræði sé fær um að styðja við og bæta þá orðræðu með því að guðmiðlægt sjónarhorn hennar feli jafnframt í sér hið lífmiðlæga sjónarhorn. Þegar horft er á veruleikann af sjónarhóli lífhyggju gagnast hefðbundið hagvaxtarhugtak ekki lengur í ljósi þess að vistkerf geta rýrnað þótt hagvöxtur aukist tímabundið. Því er komið nýtt hugtak sem sameinar hugmyndir manna um hagvöxt annars vegar og um hið góða líf hins vegar; sjálfbær þróun. Lífhyggjan, með sjálfbærnihugtakið við hjartastað, veldur því að jöfnum höndum er rætt um hagvöxt og siðferði. Samkomulagið sem gilt hefur í anda módernismans þess efnis að rætt sé um hagsmuni, réttar leikreglur og hlutlaust almannarými, frekar en að standa í gildishlaðinni samfélagsorðræðu, heldur ekki lengur. Þannig eru skilin milli hins opinbera og einkalega orðin að pólitísku málefni í menningunni. Raunar er staðhæft að hugmyndin um hlutlaust almannarými sé beinn þáttur í hinni aldagömlu yfrráðahyggju sem reynst haf jafn hrapallega sem raun beri vitni og þurf nú að víkja fyrir tengslahyggju. Eins og guðfræðingurinn Linda Hogan segir, þá kallar fölmenningarverkefnið á „margþætta, hefðarþykka og þvermenningarlega samræðu þar sem gert er ráð fyrir öllum“ sem borgurum í vistkerf heimsins.
 
The backdrop of this study is the theoretical idea that the symbolic world of humanity, the images we create of our reality and our viewpoints, affects our actions. Here it is argued that we have reached a crossroad in the global dialogue on poverty, the ecosystem and multiculturalism, which crystalizes in a new outlook on the relational character of reality and the need for ethical thinking. A few decades ago it was an accepted idea that both poverty and environmental problems were rooted in a lack of development and good structure. Today it is acknowledged that the problem is equally ethical even though good structure and efective actions are of great importance. That knowledge demands that we answer again the questions of the nature of the human being and the world in order to deepen and widen our concept of poverty. In this study it is argued that this endeavor has found an interesting channel at the United Nations and that we now have a global consensus about discussing a new world view, view of man and the concept of poverty where the anthropocentric perspective is rejected but bio-centricity celebrated. At the same time as individualism is rejected, incorporating a holistic view is encouraged. It is asserted that Christian theology is capable of supporting and improving that dialogue for the reason that its theocentric perspective incorporates the bio-centric point of view. When one sees reality from the viewpoint of biocentricity, the traditional idea of economic growth becomes useless since ecosystems can deteriorate even though GNP increases temporarily. Therefore, there is a new term that unites the ideas about economic growth on one hand, and the good life on the other; sustainable development. Biocentricity coined with the idea of sustainability generates that economic growth and ethics are discussed simultaneously. The agreement of the modernism that it is best to converse about interests, fair rules and neutral public space rather then to bother with a value loaded communal discourse has collapsed. Thus, the boundaries between the public and the private have become a political topic in our culture. In fact, here it is asserted that the idea of the neutral public space is an explicit part of the age-old belief in dominance/sovereignty that has evidently failed miserably and now has to make way for the belief in relations. Or as the theologian Linda Hogan claims; the task of living in multiculturalism demands “multiple, inclusive, tradition-thick, gross-cultural conversations” where everyone is included as citizens of the world’s ecosystem.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: