Opin vísindi

A Life in Stones: The Material Biography of a 17th Century Peasant from the Southern Highlands in Iceland

A Life in Stones: The Material Biography of a 17th Century Peasant from the Southern Highlands in Iceland


Titill: A Life in Stones: The Material Biography of a 17th Century Peasant from the Southern Highlands in Iceland
Aðrir titlar: Þorkell á Búðarárbakka: Fornleifafræðileg persónurannsókn á 17. aldar kotbónda úr uppsveitum Árnessýslu
Höfundur: Mímisson, Kristján
Leiðbeinandi: Gavin Lucas
Útgáfa: 2020-03
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Deild: Sagnfræði- og heimspekideild (HÍ)
Faculty of History and Philosophy (UI)
ISBN: 978-9935-9491-6-5
Efnisorð: Archaeology; Biography; Materiality; Material Agency; Fornleifafræði; Ævisögur; Efnismenning; Doktorsritgerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/1501

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Every person’s life can be approached from various angles. Biographies are thus never complete narratives that tell entirely of a person’s life—all the events occurred, all the relations entered, all the emotions sensed, or all the opinions uttered—but are very fragmentary and selective, always incomplete and partial. Biography, as an analytical concept, has found its way into the academic discourse of various disciplines and it has as well entered the scope of archaeology and material culture studies. There it has become accustomed to deal with material biographies or the biographies of objects in terms of their processual career, i.e. the journey of things through their lifetime, from creation to desolation and often back to a new life through research and conservation. Such material biographies, that often draw upon Kopytoff’s notion of the Cultural Biography of Things, tend to focus on the multiple meanings of things and their temporality, their standing and esteem and how all this may change through time. Hence, these studies have preferred to discuss things in terms of their meaning, or how we can approach the essence of human thought and actions through the analyses of the everchanging meaning of things. The preference given to mind over matter has led to a call for a less anthropocentric view on the bonds between humans and things arguing that the relations are of an equal standing where both humans and things make a contribution to the emergence of societies, events, actions and persons alike. This dissertation aims at locating biography within such a network of humans and things. In it I argue for a biography in terms of a re-membering of biographical presences which are the surviving residues of the past assemblages that built the persona. The persona is thus a multi-temporal being whose composite elements are not only human including cognition, consciousness, self-awareness, intuition and intention, but also material, as all aspects of the persona, not only its individual body, but also its actions, practices and identities are materially constituted. In this sense biography is not merely a narrative created a posteriori but in fact the very essence of the persona and its existence, evoked by its material relations. Thus, biographies are not something we create on top of the sources but emerge out of the biographical presences at hand. Hence, biographies describe the process of the re-membering of assemblages, that built the persona. In this thesis I introduce a theoretical approach to material assemblages that I call Singularized Archaeology. It draws in particular upon a microhistorical framework termed The Singularization of History. It is a critique on the academic condition that has been guided by grand narratives, leading the questions posed, the methods applied and the outcomes alike. Moreover, Singularized Archaeology leans towards ideas about the partibility of the persona and its material circulation that have found resonance within archaeology. But in particular, it relies on approaches such as Actor-Network-Theory and Object-Oriented-Ontology that have had an essential influence on the recent turn to things and the notion of the “new social”. The empirical part of this work is based on the results from an archaeological excavation at Búðarárbakki in the district of Hrunamannahreppur in Southern Iceland. The excavation revealed a house of a very small passageway type. The place is mentioned in the Land Register from 1703 where it is stated that an old and quirky man by the name of Þorkell lived there for a decade in the later 17th century. I argue that he lived there only seasonally earning revenues by producing perforated stone tools, in particular stone hammers. The archaeological assemblage together with the scanty historical sources are the biographical presences of this particular peasant. They build up the persona and construct its identities together with the materiality of the archaeological research process itself. The material from Búðarárbakki is in most aspects small, ordinary and unimpressive. It fits perfectly into the larger scheme of grand narratives of the 17th century society in Iceland, for example about the architectural development, subsistence and social structure. A singularized perspective on the material at hand and detailed analyses of the practices and relations the material brought by, reveals however an alternative view on the assemblages including the material relations of the persona. The persona of Þorkell at Búðarárbakki was propelled by building activities and the craft of stone perforation. These practices were not only induced by the human cognition and intentionality but as well directed by the materials involved. In this sense, the stones built up an inherent part of Þorkell’s persona as they were invested in the identity of the craftsman. Þorkell had to adapt to the stones in his daily activities and they supported the human by means of their materiality, creating a composite persona of human and non-human attributes. His material relations endowed Þorkell at Búðarárbakki with life, in the same manner as the stone themselves, through their human relations, acquired life.
 
Líf sérhverrar persónu má skoða frá mismunandi sjónarhornum. Þess vegna eru ævisögur aldrei og fullkomnar frásagnir sem segja frá lífinu í heild sinni—öllum atburðum, samböndum, tilfinningum og skoðunum—heldur eru þær brotakenndar og sérvaldar, einatt ófullkomnar og í hlutum. Ævisagan, sem fræðihugtak, hefur rutt sér leið inn í fræðilega orðræðu hinna ýmsu sviða og hefur hún jafnframt fundið sér farveg innan fornleifafræði og efnismenningarfræða. Þar hefur skapast sú hefð að fjalla um efnislegar ævisögur eða ævisögur hluta í ljósi þróunarferils þeirra, þ.e.a.s. í ljósi ferðalags hluta frá sköpun til eyðileggingar og aftur til nýs lífs í gegnum rannsóknir og varðveislu. Í slíkum efnisævisögum, sem einkum vísa í hugmyndir Kopytoffs um menningarævisögu hluta (e. Cultural Biography of Things); hefur áhersla verið lögð á margbreytilega merkingu þeirra og stundarveruleika (e. temporality), hvaða stöðu og virðingu hlutir hafa og hvernig þessir þættir breytast í tímans rás. Þess konar rannsóknir taka einkum á merkingu hluta eða hvernig við getum nálgast eðli og kjarna mannlegrar hugsunar og atferlis með rannsóknum á síbreytilegri merkingu þeirra. Áherslan á hið huglæga umfram hið efnislega hefur leitt til þess að kallað hefur verið eftir nýrri sýn á sambandi manna og hluta. Þetta nýja sjónarhorn er síður mannhverft (e. anthropocentric) en dregur fram samhverfa eiginleika í sambandi manna og hluta og metur aðild þeirra að tilurð og viðhaldi samfélaga, atburða, einstakra gjörða og persóna til jafns að verðleikum. Þessi doktorsritgerð miðar að því að staðsetja ævisöguformið innan netverks manna og hluta líkt og hér hefur verið lýst. Í ritgerðinni held ég því fram að ævisagan byggist á endurheimt (e. re-membering) ævisögulegrar nærveru (e. presence) sem samanstendur af eftirlifandi leifum þess safns sem mótaði persónuna. Þannig er persónan fjölstundleg (e. multi-temporal) vera, samsett úr þáttum sem eru ekki aðeins mennskir, svo sem hugsun og vitsmunir, meðvitund og sjálfskennd, innsæi og fyrirætlan, heldur líka efnislegir, enda er allt það sem lýtur að persónunni efnislega mótað. Þetta á til jafns við um líkama einstaklingsins sem og gjörðir persónunnar, iðju hennar og vitund. Í þessu ljósi er ævisagan ekki aðeins frásögn, sem er samin eftir á, heldur í raun kjarni persónunnar sjálfrar og tilvistar hennar, dregin fram í gegnum hennar efnislegu tengsl. Ævisögur eru því ekki eitthvað sem við sköpum utanum heimildirnar, heldur rís hún upp innan úr sinni ævisögulegu nærveru (e. biographical presence). Ævisagan lýsir ferli sem felur í sér endurheimt safna sem byggðu og mótuðu persónuna. Í þessari doktorsritgerð kynni ég til sögunnar kennilega nálgun á efnislegum söfnum sem ég kalla einvædda fornleifafræði (e. Singularized Archaeology). Þessi hugmynd byggir sérstaklega á einsögulegri (e. microhistorical) hugmyndafræði sem kallast einvæðing sögunnar (e. The Singularization of History). Hún var sett fram sem gagnrýni á stöðu fræðilegrar orðræðu sem hefur verið leidd áfram af stórsögu og stýrt bæði spurningum, aðferðum og niðurstöðum. Einvædd fornleifafræði styðst jafnframt við hugmyndir um sundrungu persónunnar og hvernig henni er efnislega dreift en slíkar hugmyndir hafa notið ákveðinnar hylli innan fornleifafræði. Einkum styðst hún þó við hugmyndir svo sem Actor-Networ-Theory og Object-Oriented-Ontology sem hafa haft grundvallar áhrif á nýlegt afturhvarf til hlutarins og hugmyndir um “hið nýja félagslega” (e. new social). Rannsóknin sem hér er sagt frá byggir á niðurstöðum fornleifauppgraftar á Búðarárbakki í Hrunamannahreppi. Uppgröfturinn þar leiddi í ljós afar lítinn gangabæ. Staðarins, Búðarárbakka, er jafnframt getið í Jarðabókinni frá 1703 þar sem fram kemur að gamall og einrænn maður að nafni Þorkell hafi búið þar í um áratug á síðar hluta 17. aldar. Ég held því fram að þar hafi hann aðeins búið árstíðabundið og aflað sér tekna með framleiðslu gataðra steinverkfæra, einkum steinsleggja. Fornleifasafnið, ásamt þessum fábrotnu rituðu heimildum, eru hin ævisögulega nærvera þessa ákveðna kotbónda. Persónan og vitund hennar eru samsettar úr þessum heimildum, samhliða því efnisvæðingarferli sem felst í rannsóknarverkefninu sjálfu. Efniviðurinn frá Búðarárbakka er að mörgu leyti mjög venjulegur og lítt eftirtektarverður. Þannig fellur hann í raun mjög vel að söguþræði stórsögunnar um íslenskt samfélag á 17. öld, til dæmis hvað varðar byggingarsögulega þróun, viðurværi og samfélagsgerð. Með því aftur á móti að einvæða sjónarhornið á efniviðinn og kanna í þaula þær athafnir, sambönd og tengsl sem efnismenningin leiðir í ljós, getum við öðlast nýja sýn á safnið, þar með talið á efnisleg tengsl persónunnar. Persóna Þorkels á Búðarárbakki var drifin áfram af húsbyggingu og viðhaldi húsa auk handverks sem fólst í götun steina. Þessu atferli var ekki aðeins stýrt af mannlegu hugviti og fyrirætlan heldur líka af efnislegum hlutum sem þátt tóku í verkefninu. Á þennan hátt voru steinarnir eðlislægur hluti persónu Þorkells enda lögðu þeir til vitundar þessa 17. aldar handverksmanns. Í sínum daglegu athöfnum varð Þorkell að laga sig að steinunum sem í efnisveruleika sínum veittu mannlegum þáttum persónunnar stuðning og mynduðu samsetta persónu með bæði mennskum og ómennskum einkennum. Með sambandi sínu við steinana var Þorkeli á Búðarárbakka veitt líf, á sama hátt og steinarnir sjálfir, í gegnum sín mennsku sambönd, öðluðust líf.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: