Aðrar íslenskar rannsóknastofnanir
Varanleg URI fyrir þennan undirflokkhttps://hdl.handle.net/20.500.11815/5568
Skoða
Nýlegt
Verk Endurheimt staðargróðurs á röskuðum hálendissvæðum(2011) Aradóttir, Ása Lovísa; Grétarsdóttir, JárngerðurUm allan heim er vaxandi áhersla á að endurheimta fljótt staðargróður á svæðum sem raskað er vegna framkvæmda, þannig að gróðurfar þeirra falli sem best að umhverfinu. Árið 2007 hófst verkefnið Endurheimt staðargróðurs á röskuðum hálendissvæðum á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur. Var verkefnið unnið á framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar. Tilgangur þess var að prófa söfnun og dreifingu fræslægju og flutning á gróðurtorfum við endurheimt staðargróðurs. Einnig var mældur árangur af endurheimtaraðgerðum á framkvæmdasvæðinu er fólust í notkun gróðursvarðar sem leggst til við rask og dreifingu mosa. Niðurstöður verkefnisins sýndu mismunandi árangur eftir aðferðum og gerð staðargróðurs. Góður árangur náðist við endurheimt ýmissa háplöntu- og mosategunda graslendis með söfnun og dreifingu fræslægju (2. kafli) og flutningi á gróðurtorfum allt niður í 5 cm í þvermál (3. kafli). Endurheimt lyngmóategunda, sérstaklega smárunna og renglumyndandi tegunda, tókst best með því að nota heilar og nokkuð stórar gróðurtorfur (≥ 20cm í þvermál) (3. kafli) en sumar mosategundir lyngmóans fluttust auðveldlega með fræslægju og tættum gróðurtorfum. Hægt var að endurheimta á mjög skömmum tíma gróður sem féll vel að umhverfinu með flutningi á gróðursverði í stórum torfum (4. kafli) og dreifing greina af hraungambra (Racomitrium lanuginosum) yfir röskuð svæði virtist flýta landnámi hans (5. kafli). Aðferðirnar sem prófaðar voru höfðu mismikil áhrif á gróðurlendið þar sem efniviðnum var safnað (gjafasvæðið). Notkun fræslægju hafði ekki mikil áhrif á gróðurfar gjafasvæðanna vegna endurvaxtar gróðursins. Þar sem gróðurtorfum var safnað varð mikið rask og því ekki réttlætanlegt að taka gróðurtorfur nema þar sem hvort eð er á eyða gróðri, svo sem í vegstæðum, lónstæðum, borpöllum eða vegna annarra mannvirkja. Í þeim tilfellum ætti ávallt að nýta þau verðmæti sem felast í gróðursverðinum. Val á aðferðum þarf að taka mið af mörgum þáttum, svo sem markmiðum endurheimtarinnar, gerð gróðurlendis sem raskað er, framboði á efniviði, kostnaði, mögulegu vinnuafli og aðgengi að viðtöku- og gjafasvæðum. Völ á árangursríkum aðferðum til að endurheimta staðargróður leysir framkvæmdaraðila þó ekki undan þeirri skyldu að hanna og skipuleggja mannvirkjagerð þannig að raski sé haldið í lágmarki.Verk Vistheimt á Íslandi(Landgræðsla ríkisins, 2011) Aradóttir, Ása Lovísa; Magnússon, Guðjón; Halldórsson, Guðmundur; Svavarsdóttir, Kristín; Arnalds, Ólafur Gestur; Petursdottir, Thorunn; Náttúra og skógurÍ þessu riti er í fyrsta sinn birt yfirlit yfir endurheimt hnignaðra vistkerfa á Íslandi. Um er að ræða hluta af heildaryfirliti yfir stöðu vistheimtar á Norðurlöndum sem nú er verið að taka saman á vegum norræns netverks um endurheimt skemmdra vistkerfa á Norðurlöndum. Hnignun vistkerfa er alþjóðlegt vandamál. Á síðustu hálfri öld hefur mannkynið breytt vistkerfum jarðar hraðar og meir en á nokkru öðru tímabili í sögu mannkyns, m.a. vegna ofnýtingar lands, rasks vegna mannvirkjagerðar, námugraftrar, mengunar og þéttbýlismyndunar. Þessi þróun hefur leitt til verulegrar hnignunar á líffræðilegri fjölbreytni og mikilvægum þáttum vistkerfaþjónustu, sem haft hefur miklar afleiðingar fyrir umhverfi, hagkerfi og samfélög víða um heim. Til að bregðast við þessum vanda er brýnt að efla endurheimt vistkerfa á hnattræna vísu. Vistheimt stuðlar að endurreisn líffræðilegrar fjölbreytni og margvíslegrar vistkerfaþjónustu og er jafnframt mikilvægur þáttur í mótvægisaðgerðum gegn hraðfara loftslagsbreytingum. Vistheimt er því einn af samnefnurum Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (CBD), Loftslagssamningsins (UN-FCCC), og Samningsins um varnir gegn eyðimerkurmyndun (UN-CCD). Í samþykkt aðildarþings samningsins um líffræðilega fjölbreytni í Nagoya í Japan haustið 2010 var sett það markmið að endurheimta 15% af skemmdum vistkerfum í heiminum fyrir árið 2020. Hnignun vistkerfa hefur haft hvað alvarlegastar afleiðingar í þróunarlöndunum þar sem eyðimerkurmyndun og hnignun gróðurlenda ógnar lífsafkomu hundruða milljóna manna. Í þróuðum löndum, eins og Norðurlöndunum, er einnig mikið álag á umhverfið, sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði fólks, líffræðilegan fjölbreytileika, lykilvistkerfi, vatnsauðlindir, o.fl. Vandamálin eru þó mismunandi eftir löndum og svæðum innan landa. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun; aðeins lítið brot er eftir af náttúrlegum skógarvistkerfum, votlendi hefur verið ræst fram og vistkerfum raskað með ósjálfbærri landnýtingu. Á öllum Norðurlöndunum er lögð töluverð áhersla á endurheimt vistkerfa. Þrátt fyrir það hefur ekki verið til neinn sameiginlegur norrænn vettvangur þar sem fjallað er um vistheimt, né heildaryfirlit yfir vistheimt á Norðurlöndum. Samstarfsnetið VISTHEIMT – endurheimt skemmdra vistkerfa á Norðurlöndum var stofnað til að bæta úr þessu. Enskt heiti þess er Restoration of Damaged Ecosystems in the Nordic Countries eða ReNo. ReNo er samstarfsnet allra Norðurlandanna, nema Grænlands og Álandseyja. Árið 2009 var ReNo tilnefnt af umhverfisráðuneyti Íslands sem eitt af þemaverkefnum Norðurlandaráðs. Markmið þess er að tengja norræn endurheimtarverkefni og miðla reynslu milli landa og lykilaðila í vistheimt og efla þannig endurheimt skemmdra vistkerfa á Norðurlöndum. Netinu er stýrt af stýrihópi, sem í eiga sæti aðilar frá öllum þátttökulöndunum en dagleg stjórn er í höndum verkefnisstjóra. Innan landanna eru síðan hópar sem mynda innlend samstarfsnet. Alls eiga 14 norrænar stofnanir beina aðild að ReNo, auk fjölda aðila sem eru þátttakendur í samstarfsneti innan hvers lands. Þátttakendur koma víða að, til dæmis frá háskólum, opinberum stofnunum sem fást við verndun og endurheimt vistkerfa, stofnunum sem sjá um framkvæmdir á vegum hins opinbera, orkufyrirtækjum og frjálsum félagasamtökum. Markmið ReNo netverksins eru að: a. fá heildstætt yfirlit yfir umfang, stöðu, aðferðir og árangur endurheimtarverkefna á Norðurlöndum; b. auka þekkingu og færni í vistheimt; c. auka skilning á þýðingu og möguleikum vistheimtar fyrir náttúruvernd; d. þróa fjölþátta viðmið fyrir vistheimt þar sem m.a. sé tekið tillit til vistfræðilegra, félagsfræðilegra, hagfræðilegra og menningarlegra þátta, og e. skilgreina „þekkingareyður“ og skipuleggja rannsóknarverkefni til að fylla í þær. Vorið 2009 hófst vinna við að taka saman yfirlit yfir umfang, stöðu, aðferðir og árangur vistheimtarverkefna á Íslandi. Efnt var til funda með helstu aðilum er vinna við vistheimt og voru þeir sóttir af fulltrúum framkvæmdaaðila, stjórnsýslu, frjálsra félagasamtaka og vísindasamfélagsins. Á fundunum var kynntur rammi fyrir landsskýrslu um vistheimt á Íslandi og þess farið á leit við þátttakendur að þeir leggðu til efni í slíka skýrslu. Jafnframt var haft samband við aðila sem ekki höfðu séð sér fært að sækja þessa fundi og óskað eftir samstarfi við þá. Undirtektir voru mjög góðar og birtist afraksturinn í þessu riti. Fyrir hönd ritnefndar viljum við færa öllum þátttakendum bestu þakkir fyrir þeirra framlag og fyrir samstarfið. Í ritinu birtist yfirlit yfir vistheimtarstarf hjá allmörgum aðilum, auk lista yfir helstu vistheimtarverkefni þeirra. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um hvenær verkefnin hófust, stærð þeirra, markmið, aðferðir og samstarfsaðila. Jafnframt er völdum verkefnum lýst nánar. Sambærilegur listi var tekinn saman fyrir rannsóknir er tengjast vistheimt. Þar koma fram grunnupplýsingar um verkefnin auk þess sem vísað er í birt efni um viðkomandi rannsóknir. Einnig er völdum rannsóknarverkefnum lýst nánar. Ritnefnd valdi verkefni til birtingar með hliðsjón af viðmiðum alþjóðlega vistheimtarfélagsins (SER eða Society for Ecological Restoration International) í samráði við þá aðila sem sendu inn efni í ritið. Rit þetta skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um bakgrunn vistheimtar á Íslandi; umhverfisaðstæður sem hér ríkja og heildaryfirlit yfir rask á landinu. Einnig er fjallað um lög og aðra stefnumótun er varðar vistheimt og gefið stutt yfirlit yfir sögu vistheimtar hér á landi. Í öðrum hluta ritsins er yfirlit yfir helstu vistheimtarverkefni og vistheimtarrannsóknir eru umfjöllunarefni þriðja hlutans. Í fjórða og síðasta hluta ritsins er fjallað um menntun og fræðslu á sviði vistheimtar á Íslandi. Þrátt fyrir að við höfum reynt að gefa sem best yfirlit yfir vistheimtarstarf á Íslandi er ljóst að ýmis verkefni sem gætu flokkast undir vistheimt hafa ekki ratað í þetta rit. Sem dæmi má nefna verkefni á vegum sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka og einstaklinga. Markmið verkefna á vegum þessara aðila eru þó oft önnur en vistheimt og í mörgum þeirra er notað það mikið af innfluttum tegundum að þau falla ekki undir viðmið SER. Einnig vantar óefað í ritið einhver verkefni, sem okkur er ekki kunnugt um, en ættu hér heima. Við biðjumst velvirðingar á þessu og hvetjum jafnframt alla til að halda slíkum verkum á lofti, því það er mikilsvert framlag í þann reynslubanka um íslenska vistheimt sem hér er reynt að stofna til. Einhver kann að spyrja hvaða tilgangi þetta rit eigi að þjóna. Því er til að svara að vistheimt er brýnt málefni og á heimsvísu er vaxandi áhersla á að efla hana. Til að efla vistheimtarstarf á Íslandi er nauðsynlegt að fyrir liggi hvað hefur verið gert og til hvað árangurs það hefur leitt — það er forsenda þess að unnt sé að læra af fenginni reynslu og bæta aðferðir. Slíkt yfirlit er mikilvæg stoð fyrir stjórnsýsluna til að samræma og efla vistheimt og náttúruvernd. Við vonum einnig að þetta rit muni gagnast fræðasamfélaginu og það styrki stöðu íslenskra vistheimtarrannsókna. Jafnframt hefur gerð þessa rits leitt til þess að helstu aðilar er vinna að vistheimt á Íslandi hafa tekið saman yfirlit yfir eigið vistheimtarstarf en slíkt er vel til þess fallið auka áhuga og metnað á þessu sviði hér á landi.Verk ReNo Restoration of damaged ecosystems in the Nordic countries(2012) Halldórsson, Guðmundur; Aradóttir, Ása Lovísa; Fosaa, Anna Maria; Hagen, Dagmar; Nilsson, Christer; Raulund-Rasmussen, Karsten; Skrindo, Astrid Brekke; Svavarsdóttir, Kristín; Tolvanen, AnneThe present book contains the result of the Nordic network ReNo – Restoration of Damaged Ecosystems in the Nordic Countries, which was launched in 2009 as a theme project of the Nordic Council of Ministers, appointed by the Icelandic Ministry for the Environment. All the Nordic countries and the associated territory of Faroe Islands participated in the network. Twelve Nordic institutions were directly involved in the ReNo network, representing the scientific community, public and private organisations and NGO’s working with ecological restoration. The primary tasks of the network were to assess and evaluate ecological restoration activities in the Nordic countries and consolidate information on ecological restoration in the region. The network held an international conference, Restoring the North, in 2011 on ecological restoration in northern regions. Over 30 publications were produced by the ReNo network or in conjunction with the network, including reports on the status of restoration in the Nordic countries, guidebooks on restoration, and selected contributions from the Restoring the North conference. Results from the network were also presented at workshops, seminars and short courses held by or in conjunction with the ReNo network, at the SER conference in Mexico 2011 and in various media. In addition, members of the ReNo network collaborated with the Ecological Restoration Task Force IUCN-WCPA on Best Practice Guidelines for Ecological Restoration in Protected Areas. The ReNo network has reviewed the extensive work on ecological restoration in the Nordic countries and recommends that this important activity should be more firmly anchored in Nordic environmental policy. The following subjects were identified as keys for enhancing ecological restoration in the Nordic countries: 10 ReNo - Secure a strong Nordic commitment to the Aichi targets of restoring 15% of damaged ecosystems by 2020 - Advocate a long-term ecological restoration policy, both on national and Nordic levels, and improve the legal framework for ecological restoration in the Nordic countries - Enhance Nordic cooperation on ecological restoration, within the Nordic region as well as in the EU and other international contexts - Make evaluation of ecological restoration projects mandatory, improve methods, and advocate the use of adaptive management practices for improving project implementation and management - Advocate development of guidelines for ecological restoration in the Nordic countries. Such guidelines are important for securing proper planning, implementation and follow-up of restoration projects - Invest in human resources, through education and other outreach activities related to ecological restoration, with a primary focus on actors in ecological restoration - Advocate public participation in ecological restoration and identify ways to increase public participation in restoration Ecological restoration has the potential to make a critical contribution for the benefit of the global environment, including fighting biodiversity loss; mitigating climate change; increasing resilience to environmental hazards; and improving general human living conditions. The ReNo network has consolidated knowledge on ecological restoration work in the Nordic region and facilitated exchange of this knowledge within and between the Nordic countries. It is the hope of the ReNo network group that this and other accomplishments of the network will benefit ecological restoration and environmental policy in the Nordic countries and strengthen Nordic influence on environmental policy in the EU and other international contextsVerk Editorial Introduction : doing theory(2018) Bragadóttir, Guðrún Elsa; Pamula, Natalia; Tatar, DorukVerk Málfregnir 35: Vefrit Íslenskrar málnefndar(Íslensk málnefnd, 2025-11-16) Thorbergsdottir, AgustaVerk Áhrif sláttar og eitrunar á lúpínubreiður og gróðurfar : A comparison of two eradication methods for the invasive species Lupinus nootkatensis in Iceland.(2016-07) Svavarsdóttir, Kristín; von Schmalensee, Menja; Aradóttir, Ása Lovísa; Bau, Anne; Stefánsson, Róbert A.Útbreiðsla alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hefur aukist mikið hér á landi síðustu ár og sækir hún í vaxandi mæli inn í gróið land. Vegna þessa er lúpínan flokkuð sem ágeng tegund og hafa nokkur sveitarfélög ráðist í að eyða henni eða hamla útbreiðslu hennar. Samhliða skipulegum slætti lúpínu í Stykkishólmsbæ var lögð þar út tilraun árið 2010 með það að markmiði að bera saman árangur af árlegum slætti og plöntueitri. Tilraunin var gerð í rofnu mólendi sem lúpína hafði lagt undir sig. Tilraunameðferðir voru þrjár, lúpína slegin, eitrað fyrir henni eða látin ómeðhöndluð í 100 m2 stórum reitum, fimm fyrir hverja meðferð. Árlega var lúpína slegin eða eitrað fyrir henni, og gróður mældur 2011 og 2015, einu og fimm árum eftir fyrstu aðgerðir. Árið 2011 hafði lúpína gefið verulega eftir í meðhöndluðum reitum og 2015 var þekja hennar og þéttleiki blómstrandi plantna marktækt minni en í ómeðhöndluðum reitum. Tegundaauðgi jókst marktækt í meðhöndluðum reitum milli mælinga og var árið 2015 meiri í þeim en ómeðhöndluðum reitum. Tegundasamsetning í slegnum og eitruðum reitum breyttist mikið á tímabilinu í samanburði við ómeðhöndlaða reiti. Árið 2015 voru flestar tegundir, mest þekja grasa og blómplantna og minnst af lúpínu í slegnum reitum en í eitruðum reitum var þriðjungur yfirborðs gróðursnauður og þekja grasa marktækt minni en í þeim slegnu. Það er langtímaverkefni að útrýma lúpínu og sýna niðurstöður þessarar tilraunar að til þess má nota bæði slátt og eitrun. Meiri gróðurþekja og fleiri plöntutegundir í slegnum reitum en eitruðum eftir fimm ára aðgerðir sýnir á hinn bóginn að slátturinn skilar betri árangri.Verk Af usla og árekstrum : Sálgreining í ljósi hinsegin fræða(2017) Bragadóttir, Guðrún ElsaIn recent decades, important rereading of canonical psychoanalytic texts has taken place within the fields of both psychoanalysis and queer theory. This work started with Judith Butler’s seminal book, Gender Trouble, where she begins her project of revising psychoanalytic theory from a queer perspective. This article explores the ways Butler draws on psychoanalysis in her works, mainly the theories of Sigmund Freud and Jacques Lacan, and discusses the critique put forward by psychoanalytic scholars such as Tim Dean, Patricia Gherovici and Shanna Carlson. The question driving the article is how psychoanalysis is, or can be, important for queer theory and vice versa. This question is addressed in the context of Butler’s works and the scholarship it has given rise to, which has provided a variety of possibilities for thinking about psychoanalysis in a queer world.Verk ‚Að kjósa að sleppa því‘ : Olíuleit, aðgerðaleysi og hinsegin möguleikar(2016) Bragadóttir, Guðrún ElsaIn recent years, environmentalists have become increasingly vocal in pleas ‘not to’ directed at governments and members of various industries, who are not only capable of actualizing plans that would involve great CO2 emissions, but would also profit immensely from doing so. This article discusses these anti-capitalist demands for inaction in the context of the search for oil currently being conducted in the Dreki region out of Iceland’s north coast. Even though it did not meet much opposition from political parties, individuals and groups alike proposed that the government did not proceed with their plans to search for oil, often citing the latest and most accurate scientific research on climate change and the part oil plays in acerbating the problem. Italian philosopher Giorgio Agamben’s concept of potentiality will be explored to show the importance of ‘inaction’ in the Dreki region, which goes against neoliberal, capitalist logics of profit and growth. Asking corporations and governments to suspend their short-term goals of accumulating profit is asking them to fail when it comes to accomplishing the goals of normative, capitalist society. The power of those goals becomes apparent when analyzing the problem of global warming, as well as its causes, is not enough to cause us to react. In response to this problem, the final part of the article will discuss Eve Kosofsky Sedgwick writings on what theory can do to affect the world, as well as J. Jack Halberstam’s ideas on the importance of ‘failure’ within a heteronormative framework that does more harm than good.Verk The Devil's in the Detail: Diabolical Names in the Icelandic Place-Name Record(2025-09) Lethbridge, EmilyIn this article, Icelandic placenames associated with the Devil or demons are surveyed and discussed. 20thcentury placename records (örnefnalýsingar) that are now searchable and accessible online via nafnið.is comprise the primary source materials. Ultimately, the article seeks to show how minor names or microtoponyms can illustrate ways in which the everyday landscape of Icelanders in past times was marked or inflected informally by religious beliefs or ideas associated with the Devil, or evil spirits of one or another kind, at local, regional and national levels.Verk 日本の大学におけるアイスランド語教育を歴史的に考える:最初の問題設定と考察 [Teaching Icelandic at universities in Japan from a historical perspective: Initial research questions and observations](Rikkyo University, 2025-07-19) Bédi, BranislavThis contribution presents an early account of first academic encounters between Iceland and Japan, the influence of key individuals introducing and expanding Icelandic Studies in Japan from the late 19th century to the present. The aim is twofold: to identify significant figures who introduced and throughout the history contributed to the expansion of Icelandic Studies at Japanese universities, and to raise an initial research question about the motivation of Japanese university students learning Icelandic today. This contribution builds upon an earlier, shorter version previously published on the homepage of Árnastofnun (Bédi, 2025), and is expanding on the original material with additional information and findings.Verk Könnun um kennslu íslensku sem annars tungumáls (ÍSAT) á öllum skólastigum og í fullorðinsfræðslu(2025-09-19) Emilsson Pesková, Renata; Bédi, BranislavMarkmið könnunarinnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi munu niðurstöðurnar nýtast til að kortleggja þarfir starfandi kennara í íslensku sem öðru tungumáli (ÍSAT), bæði á öllum skólastigum og í fullorðinsfræðslu á vegum ýmissa framhaldsfræðsluaðila. Þetta mun hjálpa til við að meta núverandi fyrirkomulag, námsefni og úrræði. Auk þess varpa niðurstöðurnar ljósi á það kennsluefni og þá kennsluaðferði sem þörf er á til að hanna kennaranám og endurmenntun ÍSAT-kennara hér á landi. Í öðru lagi mun könnunin varpa ljósi á hvernig núverandi náms- og kennsluefni og fyrirkomulag kennslu í ÍSAT-námskeiðum uppfyllir þarfir nemenda sem læra íslensku sem annað tungumál á mismunandi hæfnistigum. Tilgangur rannsóknarinnar er fyrst og fremst að veita upplýsingar sem nýtast við undirbúning kennaranáms í ÍSAT á háskólastigi og við skipulag endurmenntunar starfandi ÍSAT-kennara.Verk Ég fíla íslensku! Islandčina ma fakt baví! : Kennsluhefti fyrir byrjendur. Jazyková príručka pre začiatočníkov.(Rannsóknarstofa í máltileinkun - RÍM, 2025) Bédi, BranislavKennslubók þessi er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast íslenskri tungu á fjölbreyttan hátt. Bókin byggir á hugmyndum um kennslufræði um tilfinningar (e. sensory pedagogy) og er tvímælt. Áherslan er lögð á lestur og tal á A0–A1 stigi samkvæmt Evrópska tungumálarammanum og þar af leiðandi hentar einnig bókin til sjálfsnáms fyrir byrjendur. Bókin inniheldur þýðingu texta úr íslensku yfir á slóvakísku og er því einkum ætluð slóvakísku mælandi nemendum.Verk Málfregnir 34 : Vefrit Íslenskrar málnefndar(2024-11-14) Thorbergsdottir, AgustaVerk Málfregnir 33, 2. tölublað, 21. árgangur : Vefrit Íslenskrar málnefndar(Íslensk málnefnd, 2023-12-18) Thorbergsdottir, AgustaVerk Lesson plans for a project aiming for developing virtue literacy in visual arts classes(2023-12-05) Waage, Ingimar Ólafsson; The Department of Arts EducationAppendix with lesson plans for an article in the Journal of Moral Education Ingimar Ólafsson Waage: Cultivating virtue literacy in visual arts classes: Reflection on a fine-arts intervention aimed at moral education in a lower-secondary school in Iceland https://doi.org/10.1080/03057240.2023.2290977Verk Málfregnir 32, 1. tölublað, 21. árgangur(Íslensk málnefnd, 2023-11-16) Þorbergsdóttir, ÁgústaVerk Vísindadagur Keldna 2023(Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2023-04-19) Ingvarsson, Sigurður; Sigurðardóttir, Anna Karen; Erlingsdóttir, Ásthildur; Bragason, Birkir ThorTilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fagnar sjötíu og fimm ára starfsafmæli í ár. Af því tilefni er ráðstefna/vísindadagur sem fer fram 19. apríl 2023 á bókasafni Tilraunastöðvarinnar. Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi og er eini vettvangurinn í landinu þar sem rannsóknir, skimunarverkefni og greiningar fara fram á dýrasjúkdómum á mörgum fræðasviðum. Rannsakaðir eru sjúkdómar og smitefni í flestum spendýrategundum Íslands og allmörgum fugla-, fisk- og lindýrategundum. Tilraunastöðin er í nánu samstarfi við atvinnulífið, má þar nefna landbúnað, fiskeldi, matvælaframleiðslu og líftækniiðnað. Starfið er rótgróið og gott dæmi um samlegðaráhrif vísindastarfs og atvinnulífs. Vel hefur gengið að vinna með þær sérstöku aðstæður sem eru á Íslandi varðandi dýrasjúkdóma og greiningar á þeim. Vísindadagurinn hefur fest sig í sessi sem vettvangur fyrir kynningu á starfsemi og fræðasviðum Keldna. Ráðstefnan er allan daginn og aðgangur er öllum heimill að kostnaðarlausu. Nú er vísindadagurinn með almennara sniði en oft áður og er m.a. ætlaður sem samráðsvettvangur hagaðila sem starfa í lífvísinda- og dýraheilbrigðisfræðum. Þeir fyrirlesarar sem sjá um fræðsluna eru sérfræðingar á Keldum og aðrir sérfræðingar frá háskólum og vísindastofnunum innanlands og erlendis. Einnig verða kynnt veggspjöld sem greina frá ýmsum verkefnum á Keldum. Anna Karen Sigurðardóttir, Ásthildur Erlingsdóttir og Birkir Þór Bragason eru í vísindanefnd sem sér um undirbúning og skipulag. Ég færi þeim mínar bestu þakkir fyrir spennandi og fjölbreytta dagsskrá. Mínar bestu árnaðaróskir til núverandi og fyrrverandi Keldnastarfsmanna og hamingjuóskir með árangur síðastliðna áratugi. Framlag þeirra hefur gert Keldur að þeirri framsýnu rannsóknastofnun dýrasjúkdóma sem hún er í dag. Á Keldum er fagleg forysta á ýmsum fræðasviðum og mikil þekking og reynsla. Ég óska Tilraunastöðinni og starfsmönnum hennar áframhaldandi velgengni og velfarnaðar í framtíðinni. Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður og prófessorVerk One of those stories : Social control, migration, and gossip: Young women in small rural communities in Iceland(University of Akureyri, 2024-06) Jóhannesdóttir, Gréta Bergrún; Bjarnason, Thoroddur; Garðarsdóttir, Ólöf; Skaptadóttir, Unnur Dís; Karlsson, VífillThis PhD thesis focuses on young women in small rural communities in Iceland and different social factors that influence their residence and residential satisfaction in these locations. Special emphasis is placed on the social control of gossip and the effects it has on women. The research is based on quantitative and qualitative methods. Quantitative data was obtained by surveys conducted in Iceland in 2019-2020 in the project Residential Stability and Migration. The results show that the social control of gossip affects the migration intentions of both men and women. Those who perceive much gossip about their love life are twice as likely to have migration intentions than people who do not experience much gossip about their love- life. Of those who have already migrated to the Capital Region from rural areas, women who mention gossip as a reason for prior migration are statistically less likely to return than other migrants. Qualitative data comes from interviews conducted with women in small coastal communities in Iceland in 2019-2021. The interviews focused on gossip, and how the women perceive gossip in their community. The results show that there is gendered social control and slut-shaming in these small communities, where women’s freedom to enjoy privacy is restricted without being the subject of gossip. The women show avoidance behaviour whereby the fear of gossip and shaming affects their actions and behaviour. Single women especially experience strong social control when it comes to sexual activities and love life.Verk Málið á Ævisögu Jóns Steingrímssonar(Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, 2011) Sigtryggsson, Jóhannes B.; Kvaran, GuðrúnVerk Pleasureable cycling to work. : Urban Spaces and the aesthetic experiences of commuting cyclists.(2014) Stefánsdóttir, Harpa