Áhrif sláttar og eitrunar á lúpínubreiður og gróðurfar : A comparison of two eradication methods for the invasive species Lupinus nootkatensis in Iceland.
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Útdráttur
Útbreiðsla alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hefur aukist mikið hér á landi síðustu ár og sækir hún í vaxandi mæli inn í gróið land. Vegna þessa er lúpínan flokkuð sem ágeng tegund og hafa nokkur sveitarfélög ráðist í að eyða henni eða hamla útbreiðslu hennar. Samhliða skipulegum slætti lúpínu í Stykkishólmsbæ var lögð þar út tilraun árið 2010 með það að markmiði að bera saman árangur af árlegum slætti og plöntueitri. Tilraunin var gerð í rofnu mólendi sem lúpína hafði lagt undir sig. Tilraunameðferðir voru þrjár, lúpína slegin, eitrað fyrir henni eða látin ómeðhöndluð í 100 m2 stórum reitum, fimm fyrir hverja meðferð. Árlega var lúpína slegin eða eitrað fyrir henni, og gróður mældur 2011 og 2015, einu og fimm árum eftir fyrstu aðgerðir. Árið 2011 hafði lúpína gefið verulega eftir í meðhöndluðum reitum og 2015 var þekja hennar og þéttleiki blómstrandi plantna marktækt minni en í ómeðhöndluðum reitum. Tegundaauðgi jókst marktækt í meðhöndluðum reitum milli mælinga og var árið 2015 meiri í þeim en ómeðhöndluðum reitum. Tegundasamsetning í slegnum og eitruðum reitum breyttist mikið á tímabilinu í samanburði við ómeðhöndlaða reiti. Árið 2015 voru flestar tegundir, mest þekja grasa og blómplantna og minnst af lúpínu í slegnum reitum en í eitruðum reitum var þriðjungur yfirborðs gróðursnauður og þekja grasa marktækt minni en í þeim slegnu. Það er langtímaverkefni að útrýma lúpínu og sýna niðurstöður þessarar tilraunar að til þess má nota bæði slátt og eitrun. Meiri gróðurþekja og fleiri plöntutegundir í slegnum reitum en eitruðum eftir fimm ára aðgerðir sýnir á hinn bóginn að slátturinn skilar betri árangri.
Lýsing
Efnisorð
sláttur, lúpína, góðurfar
Citation
Svavarsdóttir, K, von Schmalensee, M, Aradóttir, Á L, Bau, A & Stefánsson, R A 2016, 'Áhrif sláttar og eitrunar á lúpínubreiður og gróðurfar : A comparison of two eradication methods for the invasive species Lupinus nootkatensis in Iceland.', Náttúrufræðingurinn, vol. 86, pp. 5-18.