Opin vísindi
Opin vísindi er varðveislusafn vísindaefnis og doktorsritgerða í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Flokkar í Opnum vísindum
Veldu flokk til að skoða.
- University of Iceland
- University of Akureyri
- Bifröst University
- Hólar University College
- Reykjavík University
- IRIS
- Agricultural University of Iceland
- National and University Library of Iceland
- Iceland University of the Arts
Nýlega bætt við
„Við skiptum máli fyrir samfélagið“ : Samfélagslegt mikilvægi og flókin samkeppnisstaða tveggja framhaldsskóla í dreifðum byggðum
(2021) Bjarnadóttir, Valgerður S.; Ragnarsdóttir, Guðrún; Deild kennslu- og menntunarfræði; Menntavísindasvið
Markmið rannsóknarinnar sem grein þessi fjallar um er að öðlast skilning á veruleika tveggja fámennra framhaldsskóla utan höfuðborgarsvæðisins, gildi þeirra í nærsamfélaginu, stöðu þegar kemur að samkeppni um nemendur og leiðum til að styrkja tilvist sína, með staðarsamhengi þeirra í huga. Greinin er byggð á viðtölum við stjórnendur, kennara og nemendur í skólunum tveimur og varpar því ljósi á viðfangsefnið frá mismunandi sjónarhornum. Niðurstöður benda til þess að skólarnir séu mikilvægir samfélaginu, enda þjóna þeir nemendum á svæðunum, halda uppi menntunarstigi og eru með stærri vinnustöðum í viðkomandi byggðarlögum. Reynt var að virkja tengsl við atvinnulíf við skipulag námsframboðs og kennslu og nærumhverfið og náttúran var nýtt til að dýpka nám nemenda og tengja það við raunveruleikann. Viðmælendur bentu á ýmsar áskoranir sem tengdust smæð og staðsetningu skólanna, einkum út frá rekstrarforsendum og námsframboði. Í framhaldsskólaumhverfi sem gerir ráð fyrir að skólar keppi um nemendur er ljóst að báðir skólarnir voru í brothættri stöðu og þurftu stöðugt að leita nýrra tækifæra til að viðhalda nemendafjölda.
Mótun viðhorfa kennaranema til stærðfræði og tengsl við árangur
(2021) Gíslason, Ingólfur; Gísladóttir, Berglind; Deild menntunar og margbreytileika; Deild faggreinakennslu
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að algengt er að kennaranemar um allan heim hafi neikvæðar tilfinningar gagnvart stærðfræði og neikvæða mynd af sjálfum sér sem stærðfræðiiðkendum Í þessari rannsókn er sjónum beint að viðhorfum íslenskra kennaranema til stærðfræði og hvernig þau viðhorf mótast og þróast yfir tíma. 76 nemendur á öðru ári í kennaranámi skrifuðu um tilfinningar sínar og reynslu sem nemendur í stærðfræði allt frá grunnskóla til háskóla. Nemendur voru meðal annars beðnir að segja frá bæði bestu og verstu minningum úr stærðfræðinámi sínu og setja fram graf sem lýsti tilfinningum þeirra til fagsins gegnum lífið. Reynslan sem sögurnar lýstu var margvísleg, allt frá því að aldrei hafði sést til sólar í stærðfræðináminu til þess, sem sjaldgæfara var, að stærðfræðinámið hafði gengið vel frá upphafi. Allmennt sýndu niðurstöður þó að það sem einkenndi viðhorf margra kennaranema til stærðfræði var neikvæð tilfinningaleg afstaða, festuhugarfar og tækniskilningur
The complexities of the doctoral candidate-supervisor relationship: : Voices of candidates at the University of Iceland
(2021) Auðardóttir, Auður Magndís; Tietgen, Flora; Ólafsdóttir, Katrín; Faculty of Education and Diversity; Education
The aim of this study is to examine the complexities of the doctoral candidate–supervisor relationship within the doctoral programme at the University of Iceland through the voices of the doctoral candidates. Numerous studies suggest that doctoral candidates endure a stressful working environment and that one of the most important factors influencing this is the relationship with the supervisor. In this study we have chosen to focus on what doctoral candidates at the University of Iceland value most in communication with their supervisor and where they feel improvements can be made. Findings show that what doctoral candidates value the most is an available, encouraging and supportive supervisor who gives their candidates a sense of autonomy while still providing quality feedback on their work. Candidates who experience inactive, disorganised, dismissive and/or overly controlling supervisors indicate that these factors contribute to their dissatisfaction, anxiety and stress. These patterns are similar across all the University’s five schools. Based on these findings we suggest that doctoral candidates be allocated an ombudsman and that supervisors receive increased support and training.
„Gagnlegast að sjá þessa hluti sem maður sér ekki venjulega“ : Starfendarannsókn um mat á námi og vellíðan leikskólabarna af erlendum uppruna
(2020-03-19) Sigurðardóttir, Ingibjörg Ósk; Gústafsdóttir, Agnes; Deild kennslu- og menntunarfræði
Þessi grein fjallar um starfendarannsókn sem framkvæmd var á einni deild í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu veturinn 2017‒2018. Alls tóku sjö starfsmenn þátt í þessum hluta rannsóknarinnar sem er hluti af stærri rannsóknarverkefni á vegum RannUng sem ber heitið Mat á námi og vellíðan barna og eru þátttökuskólarnir fimm talsins. Markmið rannsóknarverkefnisins í heild var að þróa leiðir til þess að meta nám og vellíðan barna í hverjum leikskóla fyrir sig. Þátttakendur, í þeim leikskóla sem hér er fjallað um, völdu að nýta námssöguskráningar og ákváðu að skoða sérstaklega nám og vellíðan barna af erlendum uppruna. Áhersla var lögð á að fylgjast með og skrá breytingaferlið sem átti sér stað.Niðurstöðurnar benda til þess að námssöguskráningar geti nýst vel til þess að meta nám og vellíðan barna í leikskólum þar sem er fjölbreyttur barnahópur. Með námssöguskráningum lærði starfsfólk deildarinnar að lesa betur í margs konar tjáningu barna af erlendum uppruna sem gerði þeim kleift að hlusta betur eftir sjónarmiðum þessa barnahóps. Jafnframt sýna niðurstöðurnar að miklar hugarfarsbreytingar áttu sér stað hjá starfsfólkinu í gegnum ferli rannsóknarinnar. Þátttakan í starfendarannsókninni hafði áhrif á hugmyndir starfsfólksins um mat á námi og vellíðan barna og námssöguskráningarnar opnuðu augu þeirra fyrir styrkleikum og áhugasviði barnanna. Í gegnum ferli rannsóknarinnar urðu töluverðar breytingar á því hvað starfsfólkinu fannst mikilvægast að meta í leikskólastarfinu. Í lok rannsóknarinnar sá það mikilvægi þess að leggja áherslu á að meta þætti sem tengjast vellíðan barna betur en í upphafi. Þátttaka í rannsókninni virtist hafa meiri áhrif á hugmyndir leiðbeinenda um mat á námi og vellíðan barna en starfsmanna sem voru háskólamenntaðir.
Kófið og leikskólinn : „Þetta var mögnuð „tilraun“ til að sjá gæðastarf verða til við skrítnar aðstæður“
(2021-02-18) Sigurðardóttir, Ingibjörg Ósk; Mörk, Svava Björg; Deild kennslu- og menntunarfræði; Deild menntunar og margbreytileika
Leikskólastarf getur verið eins ólíkt á milli leikskóla og þeir eru margir, enda stjórnast dagskipulag hvers leikskóla af áherslum og sýn þeirra er þar starfa. Sýn starfsfólks á nám og börn endurspeglar áherslur þeirra í starfi. Nýlegar rannsóknir benda á að það sé mikilvægt að hafa jafnvægi á milli athafna sem stýrt er af starfsfólki og athafna sem börnin stýra. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að taka tillit til þarfa og áhuga hvers barns þegar skipuleggja á leikskólastarfið. Jafnframt þarf að taka mið af réttindum barna og gefa þeim tækifæri til að hafa áhrif á nám sitt. Markmið rannsóknarinnar sem hér er sagt frá var að skoða áhrif takmarkana á leikskólastarf vegna fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins, á leik barna og hlutverk leikskólakennara og annars starfsfólks. Jafnframt að skoða hvaða lærdóm mætti draga af reynslunni af takmörkununum. Gögnum var safnað með blönduðum aðferðum (e. mixed methods), annars vegar í gegnum einstaklingsviðtöl við leikskólastjóra og deildarstjóra, og hins vegar í gegnum spurningalista sem voru sendir út til 248 leikskóla um allt land. Niðurstöður benda til þess að takmarkanirnar hafi haft töluverð áhrif á leikskólastarf í landinu. Stjórnendur töldu að starfið hefði einkennst af meiri gæðum. Þeir töldu einnig að áhrif takmarkana hefðu skilað sér í aukinni vellíðan barna og fullorðinna. Takmarkanirnar urðu þó til þess að skerða þurfti aðgengi barnanna að leikefni. Þó að stjórnendur nefndu að ný vinatengsl hefðu myndast í barnahópnum þá kom einnig fram að einhver börn söknuðu vina sinna þegar takmörkun var á viðveru barnanna. Einhverjir starfsmenn upplifðu einnig einmanaleika þar sem samgangur á milli þeirra var takmarkaður. Rannsóknin er mikilvægt framlag til leikskólasamfélagsins og eykur skilning á þeim áhrifum sem takmarkanir á skólastarfi vegna fyrstu bylgju COVID-19 höfðu á leikskólastarf. Niðurstöðurnar benda til þess að mikilvægt sé að rýna í skipulag og starfshætti leikskóla landsins og huga að hvernig hægt sé að tryggja gæðastarf með leikskólabörnum.