Háskólinn í Reykjavík
Varanlegt URI fyrir þennan flokkhttps://hdl.handle.net/20.500.11815/81
Háskólinn í Reykjavík (HR) er öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni, viðskipti og lög. HR leggur áherslu á að sem flestir hafi aðgang að afurðum þess vísinda- og kennslustarfs sem fer fram við skólann. Í því skyni hefur verið sett fram stefna um opinn aðgang. Í henni felst meðal annars að akademískir starfsmenn skulu leitast við að birta afurðir vísinda- og kennslustarfs síns í opnum aðgangi. Ennfremur skulu nemendur HR gera lokaverkefni sín aðgengileg í rafrænum varðveislusöfnum. HR stefnir að því að allar fræðigreinar akademískra starfsmanna birtar í nafni skólans verði aðgengilegar í tímaritum í opnum aðgangi eða í opnum rafrænum varðveislusöfnum án kostnaðar.
Vefur:https://www.ru.is/
Ritstjórnarstefna
Starfsmenn Háskólans í Reykjavík skulu vista, (eða veita HR heimild til að vista), fræðigreinar sem þeir skrifa í nafni skólans í opnum aðgangi í varðveislusafnið Opin vísindi án endurgjalds.
Doktorsnemar skulu vista, (eða veita HR heimild til að vista), doktorsverkefni sín í opnum aðgangi í varðveislusafnið Opin vísindi án endurgjalds.
Sjá nánar:
Stefna Háskólans í Reykjavík um opinn aðgang
Leiðbeiningar fyrir rannsakendur/starfsmenn um skil fræðigreina í Opin vísindi
Leiðbeiningar fyrir doktorsnema um skil í Opin vísindi