Opin vísindi

 

Flokkar í Opnum vísindum

Veldu flokk til að skoða.

Niðurstöður 1 - 9 af 9

Nýlega bætt við

Verk
Core competencies of clinical nurse specialists : A comparison across three Nordic countries
(2021-12) Jokiniemi, Krista; Hølge-Hazelton, Bibi; Kristófersson, Gísli Kort; Frederiksen, Kirsten; Kilpatrick, Kelley; Mikkonen, Santtu
Aim To describe and compare the clinical nurse specialist core competency use in Finland, Denmark and Iceland. Background Clinical nurse specialist roles were first developed more than 60 years ago in the United States. Within the Nordic countries, the clinical nurse specialist role emerged around 2000. There is scarcity of clinical nurse specialist competency descriptions outside of North America, and research has been limited to examine or validate established competencies across different countries. Design A descriptive correlational study. Methods An online survey was conducted from May to September 2019. A population sample of clinical nurse specialists in Finland, Denmark and Iceland was recruited. A validated self-report questionnaire of clinical nurse specialist competencies was used. The data were analysed using descriptive and inferential statistics, and the STROBE checklist was used as the reporting guideline. Results A total sample of 184 clinical nurse specialists, 52 from Finland, 95 from Denmark and 37 from Iceland, participated in the study (response rate = 72%, 35% and 48%, respectively). Overall, clinical nurse specialists utilised the organisational competency most frequently followed by the patient, clinical nursing leadership and scholarship competency. Univariate analysis of variance test between-country effects showed statistically significant difference in patient competency (p = .000) and in organisational competency (p < .05). There were no statistically significant differences between counties in the utilisation of clinical nursing leadership and scholarship competency. Conclusion A small variability was found in the comparison of the clinical nurse specialist use of core competency in the spheres of patient, nursing, organisation and scholarship within three Nordic countries. Relevance to clinical practice The CNS competency scale may be utilised in benchmarking clinical nurse specialist roles and practice within and across countries. The long-term goal for the competency descriptions is to enhance the clinical nurse specialist role clarity, integration and evaluation as well as inform post-graduate education.
Verk
Er búsetumunur á námsárangri þegar ólík þjóðfélagsstaða er tekin með í reikninginn?
(2020-01-06) Jónsson, Þorlákur Axel
Um áratugaskeið hafa yfirvöld menntamála hér á landi kynnt niðurstöður samræmdra prófa og PISA-rannsóknar OECD þannig að búseta sé önnur lykilbreytan til skýringar á námsframmistöðu ásamt kyni. Framleiðsla stjórnsýslu menntamála á þekkingu á tengslum búsetu og námsárangurs var skoðuð, rætt er hvernig skilgreiningar móta sýn á búsetumuninn og niðurstöður rannsókna á tengslum búsetu og þjóðfélagsstöðu raktar. Gerð var athugun á því að hve miklu leyti þjóðfélagsstaða skýrir muninn milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis á frammistöðu á PISA í lesskilningi, læsi á stærðfræði og læsi á náttúruvísindi í fimm umferðum PISA, frá 2003 til 2015. Algengast var að lítil eða engin tengsl væru milli búsetu og námsframmistöðu þegar þjóðfélagsstaða nemenda hefur verið tekin með í reikninginn samkvæmt fjölbreytuaðhvarfsgreiningum. Þó voru dæmi um að þjóðfélagsstaða skýri ekki búsetumuninn. Búsetusamanburður stjórnsýslu menntamála, sem gerður er í þágu markmiða um framfarir í menntun, gerir ekki ráð fyrir mismunandi þjóðfélagsstöðu nemenda og nærir þannig þjóðarímyndun um vanmáttugt skólastarf á landsbyggðunum.
Verk
Snemmtæk íhlutun í lestrarnámi í 1. bekk
(2020-01-30) Þórólfsdóttir, Elva Eir; Engilbertsson, Guðmundur; Jónsson, Þorlákur Axel
Í greininni er sagt frá rannsókn á áhrifum snemmtækrar íhlutunar í lestrarnámi. Í íhlutuninni var notað stuðningskerfið Leið til læsis en það er ætlað kennurum á yngsta stigi grunnskóla til að finna þau börn sem eiga á hættu að lenda í lestrarerfiðleikum annars vegar og til að skipuleggja íhlutun og meta áhrif af henni hins vegar. Stuðningskerfið Leið til læsis samanstendur af handbók, lesskimunarprófi og eftirfylgdarprófum í lesfimi og sjónrænum orðaforða. Rannsóknin fólst í því að skima fyrir mögulegum lestrarerfiðleikum hjá börnum í 1. bekk í einum grunnskóla og veita þeim viðeigandi íhlutun í hljóðkerfisvitund, stafaþekkingu og málþroska. Rannsóknin náði yfir fyrsta vetur barnanna í grunnskóla. Íhlutunartímabilin voru þrjú og stóðu þau yfir í sex vikur hvert. Áhrif voru metin með eftirfylgdarprófum í lesfimi og sjónrænum orðaforða. Framfarir barna í íhlutunarhópi voru bornar saman við framfarir þeirra barna í árganginum sem ekki voru talin þurfa sérstaka íhlutun samkvæmt niðurstöðum skimunarinnar. Heildarfjöldi barna í rannsókninni var 39. Þar af voru 14 börn í íhlutunarhópi og 25 börn í samanburðarhópi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áhrif snemmtækrar íhlutunar með Leið til læsis séu jákvæð á heildina litið. Öll börn í íhlutunarhópi sýndu framfarir. Horft var til kenningar Stanovich um Matteusar-áhrif þar sem segir að börn sem eiga í erfiðleikum í lestrarnámi eigi á hættu að dragast aftur úr þeim börnum sem gengur vel og bilið milli þessara hópa muni því aukast með tímanum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar jókst bilið ekki á milli hópanna og náði íhlutunarhópur að halda í við framfarir samanburðarhóps.
Verk
Research on language and gender in Iceland: History and current trends
(2017-06-22) Friðriksson, Finnur; School of Humanities and Social Sciences
Verk
Grýta þetta pakk: Haturstjáning í íslensku samhengi
(2019-12-17) Eyþórsdóttir, Eyrún; Loftsdóttir, Kristín; Hug- og félagsvísindasvið
Hatursorðræða er talin vaxandi vandi í hinum vestræna heimi í dag. Oft hefur verið vísað til tjáningar Donalds Trumps og stjórnmálamanna sem tengjast Brexit sem samþykktar á tjáningu haturs og, samhliða því, sköpunar jarðvegs til áframhaldandi haturstjáningar. Einnig deila ákveðnir fjölmiðlar hatursfullum boðskap gegn minnihlutahópum. Innan þessa jarðvegs haturs spretta upp ýmiskonar haturssamtök sem beita sér gegn minnihlutahópum, bæði í orði og með ofbeldi. Þessi grein skoðar heimasíður þar sem fram kemur neikvæð umfjöllun gegn minnihlutahópum á Íslandi. Fjallað er um heimasíður stjórnmálaflokka, fjölmiðla og haturssamtaka með það að markmiði að greina framsetningu þeirra á minnihlutahópum hérlendis. Til viðbótar eru tekin nokkur dæmi um neikvæð viðhorf til minnihlutahópa sem sjá má í umræðu stjórnmálamanna. Niðurstöðurnar endurspegla það að neikvæð tjáning í garð ólíkra minnihlutahópa er nokkuð almenn, en jafnframt má greina fjölgun á rýmum þar sem einstaklingum virðist finnast þeir geta tjáð mjög neikvæð viðhorf. Þá ber mest á neikvæðri tjáningu í garð múslíma.