Opin vísindi

 

Nýlega bætt við

Verk
Cell factory and cell-free conversion of brown seaweed into valuable compounds by metabolic engineering
(University of Iceland, School of Engineering and Natural Sciences, Faculty of Life and Environmental Sciences, 2026-01-09) Moenaert, Antoine; Snædís Huld Björnsdóttir; Líf- og umhverfisvísindadeild (HÍ); Faculty of life and environnmental sciences (UI); Verkfræði- og náttúruvísindasvið (HÍ); School of Engineering and Natural Sciences (UI)
In the context of fossil fuel shortage and the need for more sustainability, recent emphasis has been put on finding new biomasses suitable for biotechnological applications, such as brown seaweed. They are the most abundant seaweed in Northern Europe and contain laminarin and alginate as main carbohydrates. The aim of this study was to utilize this biomass as a feedstock for microorganisms, using metabolic engineering, both in vivo and in vitro, to improve conversion of these carbohydrates to value-added products. The anaerobic thermophilic bacteria Thermoanaerobacterium AK17 was used as a cell factory and engineered to produce ethanol as the sole fermentation product. The resulting strain AM6 reached an ethanol yield close to the maximum theoretical yield (95%), using mannitol, glucose and oligosaccharides from seaweed hydrolysate. Further genetic manipulations could increase the productivity of this new strain, by enabling the use of alginate and by increasing the ethanol tolerance. A cell-free approach was also considered, and a cascading enzymes reaction was designed to produce KDG, a precursor for bioplastic production, from alginate and laminarin, using different thermophilic enzymes. After fine tuning various enzymatic parameters, such as pH and temperature, KDG could be produced from alginate, but further optimizations are needed to produce it also from laminarin. In this context, a gene encoding a novel laminarinase was cloned and the recombinant enzyme characterized. Overall, this study is a proof of concept for brown seaweed valorization using metabolic engineering and paves the way toward a more sustainable world.
Verk
Poetiske fortællinger i traumatiske tider. Om jordiske relationer, resonans, bearbejdelse og alternative levemåder i dansk samtidslitteratur og samtidskunst.
(University of Iceland, School of Humanities, Faculty of Languages and Cultures, 2026-01-08) Sigurðardóttir, Sigrún Alba; Gísli Magnússon; Mála- og menningardeild (HÍ); Faculty of Languages and Cultures (UI); Hugvísindasvið (HÍ); School of Humanities (UI)
Doktorsritgerðin fjallar um jarðnesk tengsl, samsveiflu (þ. Räsonanz), trámaúrvinnslu og hugmyndir um annars konar lifnaðarhætti í dönskum samtímabókmenntum og samtímamyndlist. Kenning mín er að loftslagsbreytingar, og þær loftslagshamfarir sem nú eiga sér stað, hafi orsakað trámatískt rof í ríkjandi hugmyndaheimi og því þekkingarrými (fr. épistémè) sem við búum við í dag. Með hugtakinu þekkingarrými, sem sótt er til franska heimspekingsins Michel Foucault, er átt við möguleika og takmarkanir hugsunarinnar hverju sinni. Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að sú breyting á hugarfari sem hið trámatíska rof hefur orsakað endurspeglist á markverðan hátt í dönskum samtímabókmenntum og samtímalist. Í stað þess að líta til verka sem á augljósan hátt vilja vekja til umhugsunar um loftslagsbreytingar og hafa áhrif á hegðun fólks er sjónum beint að verkum sem bregðast við ástandinu á hljóðlegan og ljóðrænan hátt sem ég skilgreini sem ljóðrænar frásagnir. Hugtakið um ljóðrænar frásagnir hef ég þróað á grunni fræðitexta og kenninga sem sóttar eru til fyrirbærafræðinganna Hartmut Rosa og Gaston Bachelard, sem og frásagnakenninga Walters Benjamin. Ég nota hugtakið til að sýna fram á hvernig hægt er að vinna markvisst með vitund um jarðnesk tengsl og samsveiflu í listum og bókmenntum, og hvernig ljóðrænar frásagnir geti gagnast okkur við að bæði skynja og skilja heiminn, vinna úr trámatískum upplifunum, hugsa út frá öðrum forsendum en þeim sem við höfum tekið í arf, efla sköpunarkraft og sjá fyrir okkur aðra mögulega lifnaðarhætti. Í þessu samhengi fjalla ég um og greini verk eftir listamennina Astrid Kruse Jensen, Trine Søndergaard, Mathias Svold og Ulrik Hasemann, sem öll vinna með ljósmyndun í verkum sínum, ásamt Rune Bosse sem vinnur einkum með innsetningar og skúlptúra. Flest verkin sem ég tek til umfjöllunar eru frá tímabilinu 2017-2024. Ljóðrænar frásagnir leika einnig hlutverk þegar kemur að greiningu minni á því hvernig danskir listamenn og rithöfundar hafa unnið úr því tráma sem loftslagsbreytingar hafa skapað. Í þessu samhengi skoða ég ítarlega verk eftir rithöfundana Solvej Balle og Theis Ørntoft, en fjalla einnig um Har døden taget noget fra dig så giv det tilbage eftir Naju Marie Aidt og ljósmyndaverkið The Evening Before eftir Astrid Kruse Jensen til að útskýra þátt frásagnarinnar í trámatískri úrvinnslu. Ég færi rök fyrir því að verk Theis Ørntoft, ljóðasafnið Digte 2014 (2014) og skáldsögurnar Solar (2018) og Jordisk (2023), megi lesa sem samhangandi trámaúrvinnslu á því ástandi sem loftlagshamfarir og umhverfiskrísa hafa skapað, og sýni jafnframt fram á hvernig Ørntoft nýtir sér ýmsar kenningar um jarðnesk tengsl og annarskonar lifnaðarhætti í Jordisk um leið og hann varpar nýju ljósi á þær kenningar sem hann vinnur með. Í því samhengi er lögð sérstök áhersla á úrvinnslu hans á kenningum Donnu Haraway. Ég færi einnig rök fyrir því að lesa megi skáldsögu Solvej Balle, Om udregning af rumfang IV (2020-2023), sem uppbyggilega úrvinnslu á því trámatíska ástandi sem við búum við í dag, og sem tilraun til að ímynda sér líf í annars konar þekkingarrými. Eins og Balle sýnir fram á getur verið gagnlegt að hverfa frá línulegri hugsun um tímann, þar sem litið er á hvert skref sem framfaraskref, og skapa sér þess í stað rými til að hugsa hvernig við getum aðlagast nýjum heimkynnum og lifað í betri sátt við Jörðina. Við slíkar aðstæður skapast nýjar forsendur fyrir annars konar lifnaðarháttum þar sem markmiðið verður að viðhalda lífi, bæði sínu eigin og annarra, rækta tengsl, sýna umhyggju, safna frásögnum og vera til staðar í þeim tíma sem við óhjákvæmilega erum hluti af. Gagnrýni Walters Benjamin og Ursulu Le Guin á sögu sigurvegaranna, sem og gagnrýni þeirra á línulega framfarasögu, leikur stórt hlutverk í greiningu minni á skáldsögu Balle. Helsta niðurstaða ritgerðarinnar er sú að í Danmörku, þar sem náttúran er einstaklega viðkvæm og berskjölduð fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, megi greina trámatísk viðbrögð við loftslagsbreytingum í bæði samtímabókmenntum og samtímalist. Í gegnum umfjöllun og greiningu á verkum eftir danska listamenn og rithöfunda er sýnt fram á hvernig uppbyggileg trámaúrvinnsla, sem meðal annars á sér stað í gegnum ljóðrænar frásagnir, getur átt virkan þátt í móta gagnrýnið viðhorf til mannmiðaðs hugsunarháttar og skapa möguleika til að endurhugsa jarðnesk tengsl og sjá fyrir sér annars konar lifnaðarhætti en við búum við í dag. Fyrir utan sálgreininguna og fyrirbærafræðina eru það einkum textar um jarðnesk tengsl eftir Bruno Latour, Donnu Haraway og Emanuele Coccia sem móta þann fræðilega og kenningalega grunn sem ritgerðin byggir á, auk skrifa Walters Benjamin um díalektískar myndir og frásagnir, hugtök Michels Foucault um þekkingarrými og heterótópíur, og hugtak Hartmuts Rosa um samsveiflu. Þar fyrir utan hafa textar eftir heimspekingana Jacques Derrida og Paul Ricoeur haft mikil áhrif á túlkun mína á kenningum sálgreiningarinnar um trámaúrvinnslu og þá sérstaklega um þátt frásagnarinnar í úrvinnslu trámatískra minninga.
Verk
Gender Equitable Interactions Online: Findings and policy recommendations
(2025-11-05) Ólafsdóttir, Katrín; Pétursdóttir, Gyða Margrét; Rúdólfsdóttir, Annadís Greta; Deild faggreinakennslu; Faculty of Subject Teacher Education; Menntavísindasvið (HÍ); School of Education (UI)
The COVID-19 pandemic fundamentally changed working practices, accelerating a shift towards remote and hybrid work arrangements that depend heavily on videoconferencing platforms. What started as an emergency response has become integrated into organisational practice across Europe and beyond. This shift has created new workplace environments where professional interactions increasingly occur through digital rather than face-to-face contact
Verk
Characterising the resilient behaviour of unsaturated sandy soils under suction-controlled tests
(2026) Everton, José H.C.; Erlingsson, Sigurdur; Faculty of Civil and Environmental Engineering
This study investigates the influence of moisture and suction on the resilient modulus (MR) of subgrade soils. The research employs suction-controlled Repeated Load Triaxial (RLT) tests on three sandy materials with varying fines content. The soil water retention curves (SWRC) for the three materials were obtained and allowed expediting suction equilibrium outside the triaxial chamber by controlling the water loss and thus inferring the yielded suction with the SWRC parameters. The results show that MR increases with lower moisture content and higher suction. Two stress-based models and two moisture-based models are evaluated for predicting MR. The findings indicate that stress-suction models provide a good fit for the silty sands, but only the model where suction is an independent variable suits all tested materials. Additionally, a proposed suction-based model demonstrates promising results. Overall, the study highlights the importance of considering both moisture and suction for accurate MR characterisation of subgrade soils.
Verk
Enhancing student motivation and engagement : Exploring higher education students' experiences as co-creators of curriculum
(2025-07-02) Olafsdottir, Anna; Zophoníasdóttir, Sólveig; Faculty of Education
This article presents a study exploring students’ experiences as co-creators of the curriculum in three master’s level courses within a teacher education programme at the University of Akureyri, a small state university in Iceland. The authors, who also oversaw the courses, adopted the principles of the Scholarship of Teaching and Learning (SoTL) to guide the research. The MUSIC model of motivation served as the analytical framework, focusing on aspects of the learning environment that foster motivation and engagement. Findings indicate that students experienced empowerment, usefulness, success, interest, and care—the core components of the MUSIC model—throughout the courses. These factors contributed to strong motivation, active engagement, and increased resilience when facing challenges. The results suggest that student involvement in curriculum design played a significant role in shaping this experience. While based on a relatively small sample, the study provides valuable insights for higher education teaching practices, both within the local context and on a global scale.

Flokkar í Opnum vísindum

Veldu flokk til að skoða.

Niðurstöður 1 - 9 af 9