Opin vísindi
Opin vísindi er varðveislusafn vísindaefnis og doktorsritgerða í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Nýlega bætt við
Mælskur af bræði. Reiði, heimsveldi og nýlenduminni í íslenskum nútímabókmenntum.
(University of Iceland, School of Humanities, Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies, 2026-01-14) Hjörvar, Rósa María; Gunnþórunn Guðmundsdóttir; Íslensku- og menningardeild (HÍ); Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI); Hugvísindasvið (HÍ); School of Humanities (UI)
Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka hlutverk og birtingarmyndir reiðinnar í íslenskum samtímabókmenntum og öðlast dýpri skilning á því hvernig reiði er mótandi og mótuð af menningarlegu valdi, frásagnarvaldi og tengslum miðju og jaðars. Rannsóknin byggist á greiningu þriggja skáldsagna: Tómas Jónsson metsölubók (1966) eftir Guðberg Bergsson, Innansveitarkroniku (1970) eftir Halldór Laxness og Höfundur Íslands (2001) eftir Hallgrím Helgason. Í þessum verkum er reiðin greind sem lykilþáttur í samtali um þjóðernishyggju, mótun þjóðarsjálfs og stöðu einstaklingsins í samfélagi þar sem forræði og hugmyndum um karlmennsku og frásögn. Megináhersla er lögð á að kanna samband reiði og sjálfsmyndar, reiði og kyngervis, og reiði og ímyndar eftirlenduþjóðar. Í því skyni er reiðin sett í samhengi við kenningar innan eftirlendufræða og tilfinningafræða, þar sem hún er skoðuð sem tilfinningalegt afl sem getur bæði styrkt og veikt mótstöðu gegn ríkjandi hugmyndafræði. Með því að nota greiningarhugtök frá meðal annars Frantz Fanon, Gayatri Spivak, Judith Butler og Homi K. Bhabha er reynt að varpa ljósi á það hvernig reiði virkar sem birtingarmynd togstreitu milli nýlendu og nýlenduherra, miðju og jaðars, ríkjandi frásagna og andófs, með því að setja spurningamerki við gjörning þjóðernis, karlmennsku og frásagnar. Í öllum þremur verkum er karl aðalpersóna sem tekst á við það að vera miðja í eigin frásögn, á meðan formgerðir verkanna grafa undan sjálfri hugmyndinni um miðju. Þessi togstreita veldur reiði og afhjúpar mismunandi hliðar hins reiða manns. Í ritgerðinni er sett fram hugtakið grótesk reiði til að lýsa þeirri sérstöku tegund reiðitjáningar sem tekist er á um í verkunum. Grótesk reiði brýtur niður hefðbundin lögmál tilfinninga og frásagnartækni; hún er ofsafull og andófskennd, óstöðug, ómarkviss og oft tengd háði. Þessi reiði er ekki beinlínis siðferðilega réttlætanleg eða miðlunarhæf, heldur opnar hún nýjar leiðir til að tjá upplausn sjálfsmyndar, kynbundinnar stöðu og þjóðarímyndar innan skáldsagnanna. Hún truflar, afbyggir og krefst nýrra túlkunarleiða. Með greiningu á þessum þremur verkum er ætlunin að sýna hvernig íslenskar nútímabókmenntir nýta reiði sem birtingarmynd andófs og sjálfsskoðunar og hvernig þær varpa ljósi á valdakerfi, karllæga þjóðernismýtur og skáldsöguformið sjálft. Reiðin er ekki aðeins viðfangsefni, heldur einnig frásagnarleg aðferð sem beitt er meðvitað og markvisst af höfundum sem vilja endurskilgreina tengsl Íslands við fortíð sína, sjálfsmynd sína og stöðu sína í menningarlegu samhengi. 2 Verkefnið reynir þannig að tala inn í umræðu um tilfinningar í bókmenntum, sérstaklega í ljósi eftirlendufræða, og opnar fyrir nýja túlkun á íslenskum nútímabókmenntum sem vettvangi tilfinningalegrar og frásagnabundnu andófi.
Ordering in multistable magnetic nanostructures
(University of Iceland, School of Engineering and Natural Sciences, Faculty of Physical Sciences, 2026-01-16) Schrautzer, Hendrik; Pavel F. Bessarab; Raunvísindadeild (HÍ); Faculty of Physical Sciences (UI); Verkfræði- og náttúruvísindasvið (HÍ); School of Engineering and Natural Sciences (UI)
Magnetic nanosystems hosting co-existing localized magnetic textures beyond skyrmions are of great interest for fundamental science and technological applications, but their characterization is challenging due to the complexity of the energy surface. This energy surface is uniquely determined by the underlying interactions between magnetic moments and can exhibit numerous local minima associated with metastable states. Within harmonic transition state theory or Kramers/Langer theory, the identification of first-order saddle points on this surface is essential for calculating transition rates between metastable states and thus for quantitative assessment of the thermal stability of localized magnetic structures. In this work, a theoretical framework is developed and implemented that enables the systematic identification of first-order saddle points on the energy surface of magnetic systems. In contrast to methods based on finding minimum energy paths, the developed approach does not require prior knowledge of the final state of the transitions. The approach does not rely on phenomenological models and subjective assumptions, thereby opens the door for highly predictive simulations of long time-scale thermal dynamics of multistable magnetic systems and systematic sampling of the energy surface based on recursive traversing between energy minima via saddle points. The methodology is applied to various systems capable of hosting a large diversity of localized magnetic textures including two- and three-dimensional chiral magnets and transition-metal ultrathin film and multilayer systems. In particular, a hierarchy of transition mechanism universal for various topological textures in two-dimensional chiral magnets is discovered and the interplay between the topology of a texture and its thermodynamically accessible collapse paths is investigated. Furthermore, it is demonstrated that long-range dipole-dipole interactions lead to a vastly increasing complexity of transition mechanisms of three-dimensional textures such as chiral bobbers, skyrmion tubes, and globules. In ultrathin transition metal systems, prototypical for applications, the method reveals that higher-order exchange interactions can strongly enhance the lifetime of skyrmions and antiskyrmions. Together with the presented applications, the developed methodology constitutes an important advancement for the theoretical prediction of the long time-scale magnetization dynamics and characterization of the energy surface of complex, technologically relevant magnetic systems
Samsköpun og árangursrík innleiðing menntatækni í grunnskólum
(2025-10-03) Kjartansdóttir, Skúlína Hlíf; Ottósson, Hannes; Deild kennslu- og menntunarfræði; Deild faggreinakennslu
Þessi rannsókn fjallar um áskoranir og tækifæri tengd menntatækni í íslenskum grunnskólum. Sérstök áhersla er lögð á samskipti og samstarf, bæði innan og utan skólans. Notkun menntatækni er lykilþáttur í að mæta auknum kröfum um fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám, veita kennurum upplýsingar um námsgengi, auk þess að styðja við hæfni nemenda í stafrænum heimi. Áskoranir snúa einkum að takmarkaðri tæknifærni kennara, ónógum stuðningi skólayfirvalda og skorti á skýrum samskiptaleiðum milli hagaðila. Fræðilegar undirstöður byggja á kenningum um samsköpun (e. co-creation), samþættingu tækninýjunga í skólastarfi og félagsmenningarlegu sjónarhorni á nám. Tekin voru rýnihópaviðtöl við fulltrúa kennara, sveitarfélaga, menntatæknifyrirtækja og stjórnvalda. Gögnin voru greind með þemagreiningu sem dró fram fimm megin viðfangsefni úr öllum viðtölunum: Mikilvægi faglegs mats og gagnreyndar nálgunar, samráðs og þátttöku, áskoranir tengdar persónuvernd og stefnumörkun, stuðning við kennara og sveigjanlega þróun, miðaða við skilyrði á vettvangi. Niðurstöðurnar benda til þess að árangursrík innleiðing menntatækni byggi á virkri þátttöku allra hagaðila, reglubundnu samtali og gagnkvæmum skilningi á þörfum og væntingum. Lagt er til að frekari rannsóknir verði gerðar á langtímaáhrifum samsköpunar á nám og kennslu. Fræðilegt framlag bætir við kenningar í kennslufræði, með því að skýra frekar hugmyndafræðilega þætti samsköpunar í menntatækni. Hagnýtu niðurstöðurnar eru lagðar fram sem tillögur að árangursríkri innleiðingu menntatækni í grunnskólum.
Cell factory and cell-free conversion of brown seaweed into valuable compounds by metabolic engineering
(University of Iceland, School of Engineering and Natural Sciences, Faculty of Life and Environmental Sciences, 2026-01-09) Moenaert, Antoine; Snædís Huld Björnsdóttir; Líf- og umhverfisvísindadeild (HÍ); Faculty of life and environnmental sciences (UI); Verkfræði- og náttúruvísindasvið (HÍ); School of Engineering and Natural Sciences (UI)
In the context of fossil fuel shortage and the need for more sustainability, recent emphasis has been put on finding new biomasses suitable for biotechnological applications, such as brown seaweed. They are the most abundant seaweed in Northern Europe and contain laminarin and alginate as main carbohydrates. The aim of this study was to utilize this biomass as a feedstock for microorganisms, using metabolic engineering, both in vivo and in vitro, to improve conversion of these carbohydrates to value-added products. The anaerobic thermophilic bacteria Thermoanaerobacterium AK17 was used as a cell factory and engineered to produce ethanol as the sole fermentation product. The resulting strain AM6 reached an ethanol yield close to the maximum theoretical yield (95%), using mannitol, glucose and oligosaccharides from seaweed hydrolysate. Further genetic manipulations could increase the productivity of this new strain, by enabling the use of alginate and by increasing the ethanol tolerance. A cell-free approach was also considered, and a cascading enzymes reaction was designed to produce KDG, a precursor for bioplastic production, from alginate and laminarin, using different thermophilic enzymes. After fine tuning various enzymatic parameters, such as pH and temperature, KDG could be produced from alginate, but further optimizations are needed to produce it also from laminarin. In this context, a gene encoding a novel laminarinase was cloned and the recombinant enzyme characterized. Overall, this study is a proof of concept for brown seaweed valorization using metabolic engineering and paves the way toward a more sustainable world.
Poetiske fortællinger i traumatiske tider. Om jordiske relationer, resonans, bearbejdelse og alternative levemåder i dansk samtidslitteratur og samtidskunst.
(University of Iceland, School of Humanities, Faculty of Languages and Cultures, 2026-01-08) Sigurðardóttir, Sigrún Alba; Gísli Magnússon; Mála- og menningardeild (HÍ); Faculty of Languages and Cultures (UI); Hugvísindasvið (HÍ); School of Humanities (UI)
Doktorsritgerðin fjallar um jarðnesk tengsl, samsveiflu (þ. Räsonanz), trámaúrvinnslu og hugmyndir um annars konar lifnaðarhætti í dönskum samtímabókmenntum og samtímamyndlist. Kenning mín er að loftslagsbreytingar, og þær loftslagshamfarir sem nú eiga sér stað, hafi orsakað trámatískt rof í ríkjandi hugmyndaheimi og því þekkingarrými (fr. épistémè) sem við búum við í dag. Með hugtakinu þekkingarrými, sem sótt er til franska heimspekingsins Michel Foucault, er átt við möguleika og takmarkanir hugsunarinnar hverju sinni. Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að sú breyting á hugarfari sem hið trámatíska rof hefur orsakað endurspeglist á markverðan hátt í dönskum samtímabókmenntum og samtímalist. Í stað þess að líta til verka sem á augljósan hátt vilja vekja til umhugsunar um loftslagsbreytingar og hafa áhrif á hegðun fólks er sjónum beint að verkum sem bregðast við ástandinu á hljóðlegan og ljóðrænan hátt sem ég skilgreini sem ljóðrænar frásagnir.
Hugtakið um ljóðrænar frásagnir hef ég þróað á grunni fræðitexta og kenninga sem sóttar eru til fyrirbærafræðinganna Hartmut Rosa og Gaston Bachelard, sem og frásagnakenninga Walters Benjamin. Ég nota hugtakið til að sýna fram á hvernig hægt er að vinna markvisst með vitund um jarðnesk tengsl og samsveiflu í listum og bókmenntum, og hvernig ljóðrænar frásagnir geti gagnast okkur við að bæði skynja og skilja heiminn, vinna úr trámatískum upplifunum, hugsa út frá öðrum forsendum en þeim sem við höfum tekið í arf, efla sköpunarkraft og sjá fyrir okkur aðra mögulega lifnaðarhætti. Í þessu samhengi fjalla ég um og greini verk eftir listamennina Astrid Kruse Jensen, Trine Søndergaard, Mathias Svold og Ulrik Hasemann, sem öll vinna með ljósmyndun í verkum sínum, ásamt Rune Bosse sem vinnur einkum með innsetningar og skúlptúra. Flest verkin sem ég tek til umfjöllunar eru frá tímabilinu 2017-2024.
Ljóðrænar frásagnir leika einnig hlutverk þegar kemur að greiningu minni á því hvernig danskir listamenn og rithöfundar hafa unnið úr því tráma sem loftslagsbreytingar hafa skapað. Í þessu samhengi skoða ég ítarlega verk eftir rithöfundana Solvej Balle og Theis Ørntoft, en fjalla einnig um Har døden taget noget fra dig så giv det tilbage eftir Naju Marie Aidt og ljósmyndaverkið The Evening Before eftir Astrid Kruse Jensen til að útskýra þátt frásagnarinnar í trámatískri úrvinnslu.
Ég færi rök fyrir því að verk Theis Ørntoft, ljóðasafnið Digte 2014 (2014) og skáldsögurnar Solar (2018) og Jordisk (2023), megi lesa sem samhangandi trámaúrvinnslu á því ástandi sem loftlagshamfarir og umhverfiskrísa hafa skapað, og sýni jafnframt fram á hvernig Ørntoft nýtir sér ýmsar kenningar um jarðnesk tengsl og annarskonar lifnaðarhætti í Jordisk um leið og hann varpar nýju ljósi á þær kenningar sem hann vinnur með. Í því samhengi er lögð sérstök áhersla á úrvinnslu hans á kenningum Donnu Haraway.
Ég færi einnig rök fyrir því að lesa megi skáldsögu Solvej Balle, Om udregning af rumfang IV (2020-2023), sem uppbyggilega úrvinnslu á því trámatíska ástandi sem við búum við í dag, og sem tilraun til að ímynda sér líf í annars konar þekkingarrými. Eins og Balle sýnir fram á getur verið gagnlegt að hverfa frá línulegri hugsun um tímann, þar sem litið er á hvert skref sem framfaraskref, og skapa sér þess í stað rými til að hugsa hvernig við getum aðlagast nýjum heimkynnum og lifað í betri sátt við Jörðina. Við slíkar aðstæður skapast nýjar forsendur fyrir annars konar lifnaðarháttum þar sem markmiðið verður að viðhalda lífi, bæði sínu eigin og annarra, rækta tengsl, sýna umhyggju, safna frásögnum og vera til staðar í þeim tíma sem við óhjákvæmilega erum hluti af. Gagnrýni Walters Benjamin og Ursulu Le Guin á sögu sigurvegaranna, sem og gagnrýni þeirra á línulega framfarasögu, leikur stórt hlutverk í greiningu minni á skáldsögu Balle.
Helsta niðurstaða ritgerðarinnar er sú að í Danmörku, þar sem náttúran er einstaklega viðkvæm og berskjölduð fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, megi greina trámatísk viðbrögð við loftslagsbreytingum í bæði samtímabókmenntum og samtímalist. Í gegnum umfjöllun og greiningu á verkum eftir danska listamenn og rithöfunda er sýnt fram á hvernig uppbyggileg trámaúrvinnsla, sem meðal annars á sér stað í gegnum ljóðrænar frásagnir, getur átt virkan þátt í móta gagnrýnið viðhorf til mannmiðaðs hugsunarháttar og skapa möguleika til að endurhugsa jarðnesk tengsl og sjá fyrir sér annars konar lifnaðarhætti en við búum við í dag. Fyrir utan sálgreininguna og fyrirbærafræðina eru það einkum textar um jarðnesk tengsl eftir Bruno Latour, Donnu Haraway og Emanuele Coccia sem móta þann fræðilega og kenningalega grunn sem ritgerðin byggir á, auk skrifa Walters Benjamin um díalektískar myndir og frásagnir, hugtök Michels Foucault um þekkingarrými og heterótópíur, og hugtak Hartmuts Rosa um samsveiflu. Þar fyrir utan hafa textar eftir heimspekingana Jacques Derrida og Paul Ricoeur haft mikil áhrif á túlkun mína á kenningum sálgreiningarinnar um trámaúrvinnslu og þá sérstaklega um þátt frásagnarinnar í úrvinnslu trámatískra minninga.
Error fetching top-level communities